Ævar Þór Benediktsson styrkhafi

Árið 2019 styrkti barnavinafélagið Sumargjöf Ævar Þór Benediktsson, leikara og rithöfund og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, mynd- og rithöfundi til að klára bók þeirra Stórhættulega stafrófið. Styrkurinn munaði miklu fyrir þau til að myndskreyta þessa fallegu bók. Sumargjöf er stolt að geta styrkt verkefni sem skipta sköpum fyrir þroska barna. https://sumargjof.snerpill.is/wp-content/uploads/2022/01/AEvar-THor.mp4https://www.youtube.com/watch?v=tnmM-q0R9dA

Continue ReadingÆvar Þór Benediktsson styrkhafi

Styrkir til verkefna í þágu barna árið 2022

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Að þessu sinni verður sérstaklega litið til vandaðra umsókna ætluð börnum á leikskólaaldri. Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði og senda það síðan í…

Continue ReadingStyrkir til verkefna í þágu barna árið 2022

Íslensku barnabókaverðlaunin 2021

Ljósberi eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson Þriðjudaginn 12. október 2021 voru íslensku barnabókaverðlaunin afhent. Venjan er að afhending verðlaunanna fari fram í skóla þeirra krakka sem lesa handrit bóka sem koma til greina að mati dómnefndar. Vegna covid var verðlaunaafhendingin með breyttu sniði í ár, líkt og í fyrra, í bókabúð…

Continue ReadingÍslensku barnabókaverðlaunin 2021

Styrkir 2021

Í upphafi árs 2021 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til rannsókna-, lista-, og þróunarverkefna í þágu barna. Í ár bárust 30 umsóknir og komst stjórn Sumargjafar að þeirri niðurstöðu að veita níu styrki að þessu sinni. Öllum umsækjendum hefur verið svarað. Stjórn Sumargjafar hefur ákveðið að vera ekki…

Continue ReadingStyrkir 2021

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjafar verður haldinn í Hannesarholti þriðjudaginn 15. júní 2021, kl. 17:00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Skýrsla stjórnar.Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og afgreiddir til áritunar. Stjórnarkjör.Önnur mál. Núverandi stjórn félagsins er skipuð þessum mönnum: Formaður: Kristín Hagalín ÓlafsdóttirGjaldkeri: Gerður Sif HauksdóttirRitari: Sigurjón Páll ÍsakssonMeðstjórnendur: Helga Hallgrímsdóttir, Hildur…

Continue ReadingAðalfundur 2021

Styrkir til verkefna í þágu barna 2021

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjof@simnet.is að lokinni útfyllingu.Nánari upplýsingar er að…

Continue ReadingStyrkir til verkefna í þágu barna 2021