Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til umsóknar í dagblöðum um eða eftir miðjan janúar ár hvert.  Styrkirnir eru til rannsókna, lista- og þróunarverkefna sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri.
Sérstök nefnd metur þær styrkumsóknir sem berast og velur nokkur verkefni.  Úthlutun styrkjanna fer gjarnan fram í kringum sumardaginn fyrsta.

Styrkir eru aðeins veittir eftir þessa árlegu auglýsingu, berist umsóknir á öðrum tímum er þeim vísað frá.