Árið 2024 fagnaði Barnavinafélagið Sumargjöf aldarafmæli og af því tilefni fékk stjórn félagsins Guðjón Friðriksson sagnfræðing og rithöfund til að skrásetja og lýsa lífi barna í Reykjavík síðustu 100 árin og Forlagið, bókaútgáfu til að gefa bókina út. 

Bókinni hefur verið lýst sem einstakri heimild á lífi barna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar tíma. 

Guðjón Friðriksson segir skemmtilega og glöggt frá öllu sem viðkemur börnum á þessu tímabili en bókin er ríkulega skreytt myndum sem færir aukið líf í textann. 

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2024

Guðjón Friðriksson hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2024 fyrir bókina Börn í Reykjavík í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. 

Í umsögn dómnefndar segir: „Börn í Reykjavík er yfirgripsmikið og fróðlegt verk um sögu barna í höfuðborginni allt frá þéttbýlismyndun til dagsins í dag. Stíllinn er leikandi léttur og skrifað er af nærfærni og næmni um málefni barna og fjölskyldna, aðbúnað þeirra og umhverfi og textinn dýpkaður með persónulegum sögum. Höfundur dregur einnig fram daglegt líf barna á tímabilinu – leikina, skemmtanirnar, skólamál og skyldurnar – og tengir þetta við þróun og breytingar í borgarsamfélaginu sem var að mótast. Sá fjöldi mynda sem prýðir bókina eykur heimildargildi hennar til muna og með þeim og lifandi frásagnarstílnum tekst Guðjóni að vekja söguna til lífs og draga upp skýra mynd af þróun samfélagsins og áhrifum hennar á börnin. Börn í Reykjavík er tímamótaverk sem er líklegt til að ná til breiðs lesendahóps og auka skilning á stöðu og veruleika barna í nútíð og þátíð,“ 

Umfjöllun

Forlagið – kynningarviðtal við Guðjón Friðriksson um Börn í Reykjavík. 

Bókakonfekt Forlagsins 2024 – Upplestrarkvöld 1/4

Guðjón Friðriksson les úr kaflanum Leiksvæði fram til tölvualdar á upplestrarkvöldi Forlagsins 7. nóvember 2024.

Víðsjá – Rúv

Guðjón Friðriksson leit við í hljóðstofu Rúv 18. nóvember 2024 og spjallaði um Börn í Reykjavík. Melkorka Ólafsdóttir ræddi við Guðjón. Hægt er að hlusta á þáttinn hér

Kiljan – Rúv

Egill Helgason ræddi við Guðjón Friðriksson um Börn í Reykjavík í Kiljunni 20. nóvember 2024. Hægt er að horfa á þáttinn hér

Rauða borðið – Samstöðin

Guðjón Friðriksson sagði Gunnari Smára Egilssyni frá Börnum í Reykjavík á Samstöðinni 4. desember 2024.

Vandað og skemmtilegt verk

Á vefsíðunni Lifðu núna fjallar Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri um Börn í Reykjavík. Hægt er að lesa umfjöllun hennar hér.

„Það er einnig merkilegt að lesa um og átta sig hvernig æskan varð verðmæti í sjálfu sér, hvernig börn fóru frá því að vera litlir fullorðnir yfir í að vera álitinn sérstakur hópur með eigin þarfir og réttindi. Þetta er stórmerkilegt bók, athyglisverð og skemmtileg sem eiginlega ætti að vera til á hverju heimili.“

 

Töldu að ævi­löng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“

Á visir.is 25. desember 2024 birtist grein um Börn í Reykjavík en Margrét Helga Erlingsdóttir tók viðtalið við Guðjón Friðriksson fyrir sjónvarpsfréttir stöðvar 2. Hægt er að lesa greinina hér og horfa á myndbrot úr fréttatíma stöðvar 2.

„Reykjavík stækkaði ört á síðustu öld og barnaskarinn á götum úti setti sterkan svip á borgarlífið.“

 

Mannlegi þátturinn – Rúv

Guðjón Friðriksson var lesandi vikunnar hjá Gunnari Hanssyni í Mannlega þættinum á Rás 1 20. janúar 2025.

Þekkir þú börnin á myndunum

Ljósmyndasafn Íslands og Ljósmyndasafn Reykjavíkur taka fagnandi á móti ábendingum um nöfn ef þið þekkið einhverja einstaklinga sem birtast á myndum í bókinni Börn í Reykjavík. Ábendingar má senda á netföngin ljosmyndasafn@thjodminjasafn.is og ljosmyndasafn@reykjavik.is