Útgáfa

Með því að smella á tenglana hér fyrir neðan er hægt að lesa um allt það sem Sumargjöf hefur gefið út. Flest allt er einnig aðgengilegt á timarit.is og eru tenglar inn á hvert rit fyrir sig hér fyrir neðan. Athugið að hægt er að skoða alla árganga hvers rits.

Sumargjöfin 

Þegar stjórn Sumargjafar hóf undirbúning barnadagsins 1925 var ákveðið að félagið gæfi út blað á sumardaginn fyrsta. Slík útgáfa gæti unnið málstað barnanna tvenns konar gagn. Í fyrsta lagi vakið almenning í bænum til aukins skilnings á þeim verkefnum sem félagið beitti sér fyrir og í öðru lagi aflað fjár til starfseminnar.

Blað Sumargjafar fékk nafnið Sumargjöfin og hóf göngu sína á sumardaginn fyrsta 1925. Ritstjóri var Steingrímur Arason, formaður Sumargjafar. Þetta rit var einkum ætlað foreldrum og fjallaði um barnauppeldi auk þess sem árleg dagskrá barnadagsins og fregnir af viðfangsefnum félagsins var birt. Sumargjöfin kom út í fimm ár, til 1929, en vegna lítillar sölu féll útgáfan niður 1930. Öll eintök er hægt að nálgast hér á vef timarit.is.

2005_1021_135935AA

Upp kom sú umræða að heppilegra væri að gefa út tvö rit. Eitt rit um uppeldismál ætlað foreldum og öðrum uppalendum og annað ætlað börnum sem skyldi eingöngu flytja skemmtilegt og hollt lesefni fyrir börn.

Fóstra

Uppeldisritið fékk nafnið Fóstra og hóf það göngu sína haustið 1931 undir ritstjórn Steingríms Arasonar. Aðeins eitt hefti var gefið út og strandaði það á því sama og Sumargjöfin.

Sólskin

Ritið ætlað börnunum fékk nafnið Sólskin og kom fyrst út 1930. Ritið aflaði sér strax mikilla vinsælda meðal barna og seldist ágætlega. Sólskin var gefið út allt til ársins 1967. Öll eintök er hægt að nálgast hér á vef timarit.is.

2005_1021_142654AA 2005_1021_144018AA 2005_1021_144636AA 2005_1021_145331AA 2005_1021_145939AA

Marga þótti félagið vanta málgagn sem næði til fullorðinna og var því ákveðið að freista þess að hefja slíka útgáfu enn á ný.

Barnadagurinn/Barnadagsblaðið

Á sumardaginn fyrsta 1934 hóf göngu sína blaðið
Barnadagurinn
. Þetta nýja blað náði allmikilli útbreiðslu sem fór vaxandi. Ritstjóri var Ísak Jónsson. Árið 1940 breytti blaðið um nafn og nefndist Barnadagsblaðið. Árið 1956 fékk það nafnið Sumardagurinn fyrsti og kom út til 1978.

2005_1020_124014AA 2005_1021_111549AA 2005_1021_112134AA 2005_1021_112500AA 2005_1021_113325AA

Ársskýrslur Sumargjafar

Fyrsta ársskýrsla félagsins sem birt var almenningi kom út 1934. Skýrslurnar komu út til 1943. Var ársskýrslan síðan birt í Barnadagsblaðinu.

2005_1021_140400AA 2005_1021_140424AA

Afmælisrit

Tvö afmælisrit hafa verið gefin út, á 25 og 50 ára afmæli félagsins. Ritið sem gefið var út á aldarfjórðungsafmæli, 1949, gefur ítarlegt yfirlit yfir aðdragandann að stofnun félagsins, auk þess sem starfssaga þess fyrstu 25 árin er rakin. Í ritinu sem kom út á hálfrar aldar afmæli félagsins, 1974, er stutt samantekt úr fyrra riti um starfsemi Sumargjafar, og saga annars aldarfjórðungs Sumargjafar í annálsformi.

2005_1031_113312AA 2005_1031_113336AA

Börn, leikir og leikföng

Þegar Sumargjöf rak leikfangaverslunina Völuskrín, var gefinn út bæklingurinn: Börn, leikir og leikföng, leiðbeiningar um val leikfanga, 1981.

[URIS id=595]