Yfirlit styrkja

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til umsóknar um eða eftir miðjan janúar ár hvert. Styrkirnir eru til rannsókna, lista- og þróunarverkefna sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri.
Sérstök nefnd metur þær styrkumsóknir sem berast og velur nokkur verkefni. Úthlutun styrkjanna fer gjarnan fram í kringum sumardaginn fyrsta.

Styrkir eru aðeins veittir eftir þessa árlegu auglýsingu, berist umsóknir á öðrum tímum er þeim vísað frá.

Smellið á ártölin hér fyrir neðan til að sjá hvaða verkefni hlutu styrki hvert ár.

2022

  1. Snillinganámskeið í grunnskólunum fyrir börn með ADHD (The OutSMARTers program). Félag um kvíðaraskanir barna, Dagmar Kr. Hannesdóttir. Rannsókn af árangri snillinganámskeiðisins sem hefur verið þróað á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar. 
  2. Sumarfrí Innanlands fyrir efnaminni fjölskyldur. Hjálparstarf kirkjunnar, Júlía Margrét Rúnarsdóttir.
  3. Fatakort fyrir börn á leikskólaaldri. Hjálparstarf kirkjunnar, Júlía Margrét Rúnarsdóttir.
  4. Íslenski málhljóðamælirinn. Bryndís Guðmundsdóttir. Endurbætt útgáfa, viðbætur við snjalltækjaforritið Íslenski málhljóðamælirinn (ÍM) sem skimar framburð íslensku málhljóðann og hljóðkerfisvitund hjá íslenskum börnum. 
  5. Orðaspjall. Leikskólinn Tjarnasel í Reykjanesbæ, Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri og fleiri. Endurútgáfa bókarinnar Orðaspjall sem er ætluð að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bókalestri. Bætt verður við verkefnum sem hafa verið í þróun síðan bókin kom út 2013 og tengjast Orðaspjallsaðferðinn auk bókalista. 
  6. Ég þori! Ég get! Ég vil! Linda Ólafsdóttir. Myndlýst bók fyrir börn um Kvennafrídaginn 1975. „Stígðu ófeimin stúlka upp og stýrðu klæði, yfir geiminn yfir græði, allan heiminn skoða í næði“. Linda er höfundur texta og
    myndefnis. Bókin er hugsuð fyrir unga lesendur.
  7. 30 ára afmælistónleikar Drengjakórs Reykjavíkur. Drengjakór Reykjavíkur, Anna Hugadóttir, formaður Foreldrafélags Drengjakórsins. Kórinn er skipaður 18 drengjum á aldrinum 8 – 15 ára. Áformað er að halda tónleika 4. júní 2022 og verða þeir helgaðir íslenskri tónlist. Sjórnandi kórsins er Þorsteinn Freyr Sigurðsson.
  8. Barnadagskrá RIFF 2022. Hrönn Marinósdóttir. Sýning sérstaks námsefnis fyrir börn þar sem kvikmyndir eru notaðar sem kennslukagn og börnunum kennt kvikmyndalæsi. Myndirnar snerta einni á samfélagslegum málum og gera mögulegar vitsmunalegar umræður milli barna að sýningum loknum.

2021

  1. Íslensk myndlist sem öll ættu að þekkjaMargrét Tryggvadóttir: Bók fyrir stálpuð börn, unglinga og fjölskyldur þar sem fjallað verður um allt að 20 íslenska listamenn sem hafa skipt sköpum í þróun myndlistar hér á landi. Syrkurinn er ætlaður fyrir myndbirtingarkostnaði. Höfundur stefnir að útgáfu verksins vorið 2022. 
  2. OCD sumarmeðferð fyrir unglinga 12 – 18 ára, nýtt hópmeðferðarúrræðiFélag um kvíðaraskanir barna, Dagmar Hannesdóttir: Tilrauna- og samstarfsverkefni nokkurra aðila sem sinna meðferð fyrir börn og unglinga með geðrænan vanda. Tilraunaverkefnið verður haldið sumarið 2022 og er tveggja vikna gagnreynd meðferð við áráttu/þráhyggjuröskun (OCD) sem áætlað er að hamli um 1 – 2 % ungmenna á aldrinum 12 – 18 ára. 
  3. Sumarfrí innanlands – Hjálparstarf kirkjunnar, Júlía Margrét Rúnarsdóttir: Markmiðið er a ðveita börnum og fjölskyldum þeirra sem búa við kröpp kjör þá upplifun að fara í frí saman og stuðla að því að börnin upplifa sig ekki útundan meðal sinna jafningja og einnig að koma í veg fyrir mismunun.
  4. Púlz – nútíma tónlist fyrir börn og unglinga – Púlz, taktur og sköpun, Þorkell Ólafur Árnason: Púlz býður börnum og uglingum að læra að nýta nútíma tækni til þess að semja og flytja tónlist. Styrkurinn er ætlaður til styrktar rekstrinum svo unnt sé að fjölga kennurum og námskeiðum fyrir börn og ungmenni.
  5. Fiðlufjör á Hvolsvelli, fiðlunámskeið – Chrissie Telma Guðmundsdóttir: Þriggja daga fiðlunámskeið sem haldið hefur verið árlega á Hvolsvelli undanfarin fimm ár fyrir fiðlunemendur víðs vegar af landinu. Nemendur fá einkatíma, meðleikstíma, tónlistarsmiðju og spunatíma undir leiðsögn færra kennara. Í lokin eru haldnir lokatónleikar þar sem allir nemendur taka þátt. Aðalmarkmið hátíðarinnar er að bjóða upp á skemmtilegt og metnaðarfullt fiðlunámskeið fyrir fiðlunemendur óháð hvar á landinu þeir búa. Styrknum er ætlað að auðvelda að stilla námskeiðsgjöldum í hóf. 
  6. Sjúkrahústrúðarnir – Trúðavaktin, Agnes Wild: Íslensku sjúkrahústrúðarnir eru fyrstu sinnar tegundar á Íslandi og eru skipaðir tíu fagmenntuðum leikurum sem hlotið hafa sérstaka þjálfun í aðferðafræði og vinnusiðferði sjúkrahústrúða. Trúðavaktin býður ókeypis þjónust við Barnaspítala Hringsins og hóf starfsemi sína 1. mars 2018. Trúðarnir heimsækja öll börn frá 0 – 18 ára á spítalanum alla fimmtudaga allt árið um kring, tveir trúðar í senn. Hlutverk Trúðavaktarinnar er að skapa stuttar gleðistundir í erfiðum aðstæðum. Styrkurinn er ætlaður fyrir efniskostnað í nýja búninga. 
  7. Kjörbókalestur í unglingadeild Vogaskóla – Vogaskóli, Berglind H. Guðmundsdóttir: Verkefnið er lestrarátak í unglingadeild Vogaskóla að frumkvæði bókasafnskennarans, Berglindar H. Guðmundsdóttur, og í samvinnu við kennara þar sem nemendur lesa bækur að eigin vali og ræða þær við bókasafnskennarann og í hópum sín á milli. Skortur á bókum hefur háð verkefninu og er styrknum ætlað að bæta úr því með kaupum á bókum. 
  8. Stuðningur og fræðsla fyrir börn og foreldra barna með geðrænan vanda – Geðhjálp, Sigríður Gísladóttir: Markmið verkefnisins er að styðja við börn foreldra með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra og er unnið í samstarfi við OurTime, góðgerðarsamtök í Bretlandi, sem eru leiðandi í starfi fyrir börn foreldra með geðrænan vanda þar í landi. Fræðsluefni fyrir þennan hóp vantar hér á landi og er styrknum ætlað að bæta úr því með gerð fræðslumyndbanda fyrir börnin. 
  9. Tímahylkið – Svalbarðsstrandarhreppur, Björg Erlingsdóttir: Tímahylkið er verkefni fyrir nemendur og starfsmenn Valsárskóla hafa verið að vinna að í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd frá upphafi Covid árið 2020. Markmið verkefnisins er að varðveita upplifun, reynslu og hugrenningar unga fólksins okkar fyrir framtíðina. Þau fá að spreyta sig í að skrifa texta, teikna, mála og móta verk sem þau tengja verunni skæðu, þau fá að vinna með sögulega texta, taka þátt í að hanna sýningu og vinna með fagfólki innan hönnunar og lista. Sagan verður fest á blað og fryst í tíma í tímahylki sem gert er ráð fyrir að varðveita á góðum stað og opna með viðhöfn að 50, 60 eða hundrað árum liðnum. Gefið er út tímarit og afrakstur vinnunnar sýndur á sýningu í Safnasafninu. 

2020

  1.  Bland í poka Snorri Helgason: Safn nýrra barnalaga, plata sem inniheldur 11 lög flutt af Snorra og hljómsveit hans ásamt úrvalsliði gestasöngvara, m.a. Sögu Garðarsdóttur, Valdimar Guðmundssyni, Bubba Morthens, Hugleiki Dagssyni, Halldóru Geirharðsdóttur, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og Teiti Magnússyni. Teiknarinn Elín Elísabet Einarsdóttir hefur gert teikningar við öll lögin á plötunni sem fylgir útgáfunni ásamt textum og gítarhljómum í 28 síðna bók sem hönnuðurinn Bobby Breiðholt setur upp. Bland í poka kom út í nóvember 2019 hjá Hinni íslenzku hljómplötuútgáfu sem er útgáfufyrirtæki Snorra. 
  2. Handform íslenska táknmálsins í formi plakats – Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Nedelina Ivanova fagstjóri rannsókna: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hefur unnið að þróun handformaplakats fyrir íslenskt táknmál (ÍTM). Handformaplakatið er verkfæri þeirra sem læra íslenskt táknmál (ÍTM) til að tileinka sér fljótt grunn eineiningu ÍTM. Plakatið nýtist börnum frá leikskólaaldri og verður dreift ókeypis til þeirra sem nota ÍTM til daglegra samskipta og/eða eru að læra ÍTM í leikskólum og grunnskólum. Áætlað er að prenta 2000 eintök af plakatinu. 
  3. Endurskoðun og uppfærsla á námsefni í Díalektískri atferlismeðferð (DAM) fyrir unglinga með sjálfsskaða og sjálfsvígshegðun ætlað unglingum og fjölskyldum þeirra á göngudeild BUGL Orri Smárason og Kolbrún Ása Ríkharðsdóttir, sálfræðingar á BUGL: DAM er það meðferðarúrræði sem sýnt hefur mestan árangur í rannsóknum við meðhöndlun alvarlegs tilfinningalegs óstöðugleika hjá unglingum sem birtist í sjálfsskaðandi hegðun, sjálfsvígshugsunum og annarri áhættuhegðun. Reynsla styrkþega er að DAM sé það úrræði sem gagnist best þeirra viðkvæmasta skjólstæðingahópi en að þeirra mati er brýn þörf fyrir endurskoðun og uppfærslu námsefnisins. 
  4.  Fræðslumyndbönd um slysavarnir barna fyrir foreldra og afa og ömmur  – Miðstöð slysavarna barna, Herdís Storgaard: Miðstöð slysavarna barna býður öllum foreldrum sem eiga von á barni eða hafa nýlega eignast barn að koma í kennsluaðstöðu miðstöðvarinnar sem er innréttuð eins og heimili en þar er einnig að finna öryggisbúnað fyrir börn í bílum og öryggisbúnað fyrir heimilið sem foreldrar geta skoðað og kynnt sér. Um leið læra þeir um þroska og getu barnsins og hvernig skortur á þroska er oftast orsök slysa. Þar sem kennslan fer fram í Reykjavík er nauðsynlegt að útbúa myndbönd fyrir þá foreldra sem ekki geta nýtt sér kennsluna þar. Einnig er brýn nauðsyn að útbúa stutt myndbönd á erlendum tungumálum fyrir erlenda foreldra hér á landi. Myndböndin verða með texta eða talsetninga á filipínsku, pólsku, tælensku, rúmensku, portúgölsku, spænsku, ensku, frönsku, litháísku, þýsku og táknmáli/með íslenskum texta fyrir heyrnarskerta. 
  5. Atferlisþjálfun – verkefni, leiðbeiningar og kennslugögn fyrir börn á leikskólaaldri, með einhverfu eða aðra gagntæka þroskaröskun sem eiga í miklum erfiðleikum með máltöku og samskipti – Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Thelma Lind Tryggvadóttir sálfræðingur: Í kennsluefninu er áhersla lögð á að læra að skilja og tala íslensku með því að auka orðaforða og að læra að eiga samskipti og geta notað orðin í samskiptum, læra að láta vilja sinn í ljós, læra að taka eftir, læra með herminámi, læra að verða sjálfbjarga og sjálfstæðir einstaklingar. Náms- og kennsluefnið verður sett fram á einfaldan hátt svo bæði faglærði og ófaglærðir starfsmenn geti tileinkað sér efnið hratt og kennt það. Nálgunin er önnur tveggja kennsluleiða sem Greiningar – og ráðgjafarstöð ríkisins mælir með fyrir börn með einhverfu. 
  6. Málörvunarspjöld til að efla orðaforða og hugtakaskilning barna – Leikskólinn Tjarnarsel, Reykjanesbæ, Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri: Útgáfa á málörvunarspjöldum, upplýsingabæklingum og pappaöskjum með kennsluleiðbeiningum fyrir leikskólakennara og leiðbeinendur í leikskólum. Málörvunarspjöldin eru sérstaklega ætluð til að auka orðaforða og málskilning tví- og fjöltyngdra barna með seinkaðan málþroska og ná ekki greiningarviðmiðum 2ja til 6 ára barna. Spjöldin eru handhæg með stuttum lýsingum að kennsluleiðbeiningum og málörvunaræfingum, með vísan í handbók umsækjanda „Lengi býr að fyrstu gerð, snemmtæk íhlutun í mál og læsi”. Í handbókinni er farið yfir verkáætlanir og verkferla fyrir kennara, ásamt fræðilegum hluta um málþroska og læsi. Einnig eru ítarlegir listar yfir bækur og margvísleg spil ásamt leiðbeininum sem henta vel til málörvunar. Spjöldin eru útfærð með fjölbreyttum og aldurstengdum verkefnum, sem eru flokkuð eftir skilgreindum málþáttum, eins og orðaforða, málskilningi, málvitund, hlustunarskilningi og framburði. Einnig fléttast hugmyndir og leiðir málörvunarspjaldanna inn í flestalla grunnþætti menntunar. 
  7. Smáforritið Orðagull – síðari áfangi – Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur B. Snorradóttir, talmeinafræðingar og sérkennarar: Orðagull er frítt málörvunarforrit fyrir spjaldtölvur og snjallsíma og hefur að markmiði að styrkja orðaforða og málskilning, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, lesskilning og máltjáningu barna. Allt eru þetta mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis. Smáforritið hentar elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig getur það nýst eldri nemendum sem glíma við erfiðleika hvað varðar vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn, sem og nemendum á öllum aldri með islensku sem annað tungumál. Orðagull var fyrst gefið út fyrir iOS spjaldtölvur á degi íslenskrar tungu 2016. Ári síðar var það gert aðgengilegt fyrir bæði snjallsíma og spjaldtölvur sem styðjast við Android og iOS stýrikerfin. Forritið hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá kennurum í leik- og grunnskólum, foreldrum og börnum. Nú er komið að nýrri uppfærslu á forritinu og er samtímis verið að bæta 14 nýjum borðum við appið (fyrir eru 24 borð í eldri útgáfu). Nýja útgáfan mun því innihalda 38 borð sem hægt er að fara í gegnum á fjóra mismunandi vegu, þ.e. sem orðabók, fyrirmælavinna (málskilningur og lesskilningur), spurningar og orðalestur. Höfundar stefna á að hafa forritið áfram frítt. 
  8. Rafrænt kynningarefni fyrir foreldra og aðstandenur póska barna á einhverfurófi – Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í samstarfi við Einhverfusamtökin, Dóra Magnúsdóttir hjá GRR: Skortur er á kynningarefni hérlendis fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna á einhverfurófi sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Einnig hefur orðið mikil aukning tilvísana barna af erlendum uppruna til Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR) vegna gruns um einhverfu og aðrar raskanir. GRR hefur ekki enn getað svarað þörf um námskeið til foreldra af erlendum uppruna, bæði vegna þess að þróa þarf slík námskeið með túlkum fyrir tiltölulega mörg tungumál auk þess sem það eru ekki ýkja margir innan hvers tungumálahóps. Við þetta bætist að margir þessara foreldra og aðstandenda búa víðsvegar um landið og því ekki alltaf auðvelt að komast á námskeið á Höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta skrefið í að þjónusta þennan hóp betur gæti verið að útbúa kynningarefni þar sem pólskur túlkur kynnir efni myndbandsins en svo verði farið yfir helstu grunnþætti skilgreiningar á einhverfu í myndbandi með íslenskum kennara og pólskum testa. Verkefnið felst í að útbúa þrjú 10 – 15 mínútna myndbönd sem gætu gefið foreldrum og öðrum aðstandendum mikilvægar grunnupplýsingar þegar grunur leikur á einhverfu í barni. Sama efni mætti síðar nota með einföldum hætti í samskonar miðlun á fleiri tungumálum. Byrjað verður á pólsku því sá hópur er stærsti erlendi innflytjendahópurinn hérlendis. 
  9. „Hvar er húfan mín?” – Virki Jokinen: Þróunarverkefni í tengslum við óskilamuni í grunnskólum. Markmið er m.a. að lengja líftíma flíkna barna og koma í veg fyrir óþarf textílúrgangs í grunnskólum. Kunnugleg sjóð í grunnskólum landsins að vori eru heilu haugarnir af flíkum sem hafa orðið eftir í skólanum yfir veturinn. Í Laugarnesskólanum í Reykjavík er þessu öðruvísi farið en þar hefur átt sér stað vitundarvakning á síðastliðnum fjórum árum og ríkir hreinlega stemmning í kringum óskilamunina. Verkefnastjórnun hefur verið í höndum einnar móður við skólann, Virpi Jokinen. Sjálfboðastarfið hefur í tvígang fengið tilnefningu til Foreldraverðlauna á vegum Heimilis og skóla og þar á bæ er talið að þetta verkefni eigi erindi við fleiri skóla. Hér má sjá innslag í Landanum í febrúar 2019 um verkefnið. Hugmyndin er að fara með verkefnið í fleiri skóla og styrkur Sumargjafar ætlaður til þess verkefnis. 

2019

  1.  Myndlistarnámskeið Ás styrktarfélag, Valgerður Unnarsdóttir: myndlistarnámskeið í samvinnu við Myndlistarskólann í Reykjavík fyrir börn á aldrinum 1 – 7 ára sem sökum heilsu sinnar eiga erfitt með að sækja tilboð annars staðar. 
  2. Myndskreyting fyrir bókina Stórhættulega stafrófið Bergrún Íris Sævarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson: styrkur fyrir myndskreytingu sem Bergrún Íris Sævarsdóttir annast á bókinni Stórhættulega stafrófið eftir Ævar Örn Benediktsson.
  3. Útijóga með dæmisögum EsópsBergþóra Einarsdóttir.
  4. Foreldravaktin – lifandi fræðsla fyrir foreldra og börn um málþroska og læsi Bryndís Guðmundsdóttir: Þróunarverkefni þar sem markmiðið er að opna vefgátt/heimasíðu með fræðslu fyrir foreldra 0 – 10 ára barna um hvað barn þeirra á að geta í málþroska, orðaforða, framburði íslensku málhljóðanna og læsi á hverju aldurskeiði fyrir sig. Leiðir kynntar til að örva mál og tal og aðgangur að sérstökum verkefnum sem foreldrar geta unnið heima þeim að kostnaðarlausu.  
  5. Lokbrá – kennslutölvuleikur til að undirbúa börn undir svæfingu Aðalheiður Stefánsdóttir, Brynja Ingadóttir og Katrín Njálsdóttir. Samstarfsverkefni LSH, HÍ (hjúkrunarfræðideildar) og háskólans í Turku (hjúkrunarfræðideild). 
  6.  Mia, Moli og Maríus – vandræðasögurFjóla Ósk Aðalsteinsdóttir, Alexandra Gunnlaugsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir: Fimm sögur í einni bók ætlaðar leikskólabörnum sem hafa það að markmiði að efla tilfinningarmeðvitund hjá börnum og þjálfa samkennd. Styrknum verður varið til þess að gefa öllum leikskólum landsins (254 talsins skv. Hagstofu 2017) eintak af bókinni.  
  7. Bæklingurinn ung börn og snjalltæki Heimili og skóli, Hildur Halldórsdóttir: Bæklingurinn er unnin í tengslum við meistaraverkefni Ingibjargar Jónsdóttur í samstarfi við Heimili og skóla, landssamtök foreldra og SAFT árið 2017. Bæklingurinn hefur verið sendur til foreldra elstu barna í leikskóla og foreldra barna í 1. bekk í öllum skólum landsins. Styrknum verður varið í að koma til móts við óskir margra skóla um bæklinginn fyrir fleiri foreldra. 
  8. Samvera og góðar minningar – Sumarbúðir fyrir fjölskyldurHjálparstarf kirkjunnar, Atlli Geir Hafliðason: Skipulagt sumarfrí fyrir efnalitlar barnafjölskyldur í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn á Íslandi standa saman að sumarfríinu sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. 
  9. Árstíðirnar – tónlistarsaga fyrir börn – fyrir sögumann, kammersveit og dansara Kammersveit Reykjavíkur og Töfrahurð, Pamela De Sensi. Tónleikarnir verða hluti af tónleikaröð Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni af 45 ára afmælisári hennar árið 2019 en einnig verður fagnað útgáfu nýrrar myndskreyttrar bókar fyrir börn og unglinga sem inniheldur hljóðrit með sögunni og tónlist Vivaldi. 
  10. Velkomin til Íslands – Skólinn minnPálína Þorsteinsdóttir: Náms- og verkefnabók fyrir byrjendur sem hafa annað móðurmál en íslensku. Útgáfa bókarinnar er ætlað að bregðast við þeim skorti sem er á námsefni fyrir byrjendur sem eru að læra íslensku sem annað mál.   
  11. Listasmiðjur fyrir dýradaginn 22. maí 2019Landvernd, Rannveig Magnúsdóttir: Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta sinn á Íslandi 22. maí 2019 en þessi dagur er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Þema göngunnar er málefni hafsins og viðburðurinn verður settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungmennum í skóla, i Myndlistarskóla Reykjavíkur, í Norræna húsinu og Gerðubergi í tengslum við Barnamenningarhátíð. Búningar og/eða grímur verða unnur úr endurnýttum efnivið og munu endurspegla þema göngunnar. 
  12. Te og tíðir – kynfræðslaSigríður Dögg Arnardóttir: Verkefninu er ætlað að bæta úr þekkingu unglinga á blæðingum sem er skammarlega lítil en tíðarskömm er raunverulegt fyrirbæri sem getur haft áhrif á hversdagslegt líf unglings, bæði líkamlega og andlega að sögn Siggu Daggar. Ungar stúlkur greina gjarnan frá því í kynfræðslu að þær upplifi sig óundirbúnar fyrir það að byrja á blæðingum, bæði skortir þar fræðslu og samtal um hvað gerist og hvernig það gerist. 
  13. Myrkrabörn – tónlistarhátíð ætluð börnumTónskáldafélag Íslands, Gunnar Karel Másson: Myrkrabörn er ný tónlistarhátið ætluð börnum. Hátíðinni er ætlað að að gera samtímatónlist aðgengilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra og standa fyrir viðburðum sem eru upplýsandi og fræðandi samhliða þvi að vera skemmtileg. Hátíð verður haldin 30. janúar til 1. febrúar í Kaldalóni í Hörpu. Aðgangur að Myrkrabörnum er öllum 10 ára og yngri ókeypis og miðaverði verður haldið í algjöru lágmarki til þess að sem flestir geti sótt hátíðina. Myrkrabörn er hliðarhátíð Myrkra músikdaga sem fer fram á sama tíma en er þó alveg sjálfstæð.  

2018

  1.  Íslensku sjúkrahústrúðarnir – Trúðavaktin: Trúðavaktin heimsækir Barnaspítala Hringsins einu sinni í viku, tveir og tveir í senn. Styrkur Sumargjafar er ætlaður til að greiða laun trúðanna í tvo mánuði. 
  2. Veggmynd – Arnór Kári Egilsson: Veggmynd á tengigangi Barna- og Kvennadeildar Landspítalans. 
  3. Spítalablöðrur – Daníel Sigriðarson: Styrkþeki heimsækir Barnaspítala Hringsins vikulega og gerir blöðrudýr fyrir börnin sem þar eru einnig fá krakkarnir að spreyta sig. 
  4. Sumardagurinn fyrsti – dagur barnanna Björg Bjarkey Kristjánsdóttir: Sumardagurinn fyrsti – dagur barnanna er sýning sem var opnuð á sumardaginn fyrsta 19. apríl sl. í Ráðhúsinu. Sýningin fjallar um tilurð og þróun barnamenningar með hliðsjón af sumardeginum fyrsta og sögu hans. Grunnhugmynd sýningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi sumardagsins fyrsta fyrir velferð barna og þróun barnamenningar í Reykjavík 1918 – 2018. 
  5.  Ferðast um fullveldið – sögur af fullvalda börnum: Um er að ræða tónleika og útgáfu á nýju tónlistarævintýri við nýjar sögur og ljóð eftir Þórarinn Eldjárn og nýja tónlist Elínar Gunnlaugsdóttur. Þórarinn semur barnaljóð og sögur sem fjalla um börn á fullveldistímanum frá 1918 – 2018. Tekin eru fyrir tíu ártöl, 1918, 1928 o.s.frv. og búin til saga og ljóðatexti sem passar við hvert ártal. Stúlkur og drengir segja þá frá atburði í lífi sínu og kynna þannig fyrir yngslu kynslóðini hvernig líf Íslendinga var á árunm 1918 – 2018 og þær breytingar sem orðið hafa. Gefin verður út myndskreytt bók og hljómdiskur og dagskráin flutt í Hörpu 18. nóvembr 2018.  
  6. Tákn með tali tekið lengra Eyrún Ísfold Gísladóttir: Þróun námskeiðs ásamt bæklingi með hagnýtum leiðbeiningum. 
  7. Vefnámskeið í íslensku Birna Arnbjörnsdóttir og Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir: vefnámskeið í íslensku fyrir sjalltæki ætlað 5 – 7 ára börnum. Þróað verður aðgengilegt, skemmtilegt og gagnvirkt 60 klst námsefni með leikjaívafi í íslensku sem öðru máli fyrir börn á leikskólaaldri og fyrstu bekkjum grunnskóla, jafnt börn sem eiga erlent mál að móðurmáli og íslensk börn sem alist hafa upp í öðru málumhverfi. 
  8. Auðvitað get égJamil Kouwatli: Myndbandagerð fyrir börn úr innflytjendafjölskyldum á Íslandi. Verkefninu er ætlað að styðja börn og fjölskyldur þeirra af erlendum uppruna í íslensku samfélagi við að aðlagast og öðlast færni til að lifa og starfa til fullnustu í íslensku samfélagi. Myndböndin eru ætluð til að fræða börnin um ýmsa hagnýta samfélagsþætti. Að verkefninu koma um 20 börn af ýmsum þjóðernum sem búa á Íslandi. Þau skipuleggja viðtöl, skrifa handrit fyrir myndböndin, sjá um upptökur og klippa myndböndin með aðstoð verkefnastjóra. 
  9. Örninn – sumarbúðir fyrir syrgjandi börn Jóna Hrönn Bolladóttir: Örninn – sumarbúðir fyrir syrgjandi börn er ætlað börnum sem misst hafa náinn ástvin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem var haldið helgina 20. – 22. apríl sl. í Vindáshlíð í fyrsta sinn. Fyrirhugað er að hafa aðrar búðir haustið 2019. 
  10. Reykjavík barnannaLinda Ólafsdóttir: Reykjavík barnanna verður ríkulega myndskreytt bók um höfuðborgina og nágrenni hennar. Hún er framhald Íslandsbókar barnanna sem kom út árið 2016 og styrkþeginn, Linda Ólafsdóttir, myndskreytti. Nýja bókin er ætluð börnum, ungmennum og fólki á öllum aldri sem langar að fræðast um Reykjavík og nágrenni í máli og myndum. markmið verkefnisins er að kynna höfuðstað Íslands, sögu hans, mannlíf og náttúru. Bókin er unnin í samstarfi við Margréti Tryggvadóttur sem skrifar bókina. 
  11. Þinn besti vinur – Forvarnarmyndband fyrir börn og unglinga um kvíða og þunglyndi: Hópur sálfræðinga í samvinnu við leikara og framleiðslufyrirtæki vinnur að gerð stuttra myndbanda um þunglyndi og kvíða fyrir unglinga og ungt fólk. Myndböndin verða opin öllum á vef verkefnisins og hugsuð sem forvörn ti lað sporna við þróun lyndisraskana hjá unglingum. Þeim er ætlað að vera fræðandi og skemmtileg þar sem grundvallaratriði í hugrænni atferlismeðferð (HAM) er kynnt en HAM er gagnreynd meðferð við kvíða og þunglyndi. Myndböndin eiga að vera almennt fræðsluefni en einnig til notkunar í einstaklings- eða hópmeðferð við kvíða og þunglyndi. 
  12. Síðasta lestrarátak Ævars VísindamannsÆvar Þór Benediktsson: Veturinn 2014 – 2015 stóð Ævar Þór Benediktsson fyrir Lestrarátaki Ævars Vísindamanns í fyrsta sinn. Markmiðið var einfalt að hans sögn; að vekja áhuga barna á lestri á nýjan og skemmtilegan hátt. Átakið virkaði þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem krakkar í 1. – 7. bekk lásu fylltu þau út lestrarmiða sem skilað var í sérstakan lestrarátakskassa sem var á hverju skólabókasafni. Í lok átaksins voru allir kassarnir sendir til Ævars sem dró út fimm börn sem fengu í verðlaun að verða persónur í risaeðluævintýrabók sem bar titilinn Risaeðlur í Reykjavík. Viðbrögðin við átakinu fóru fram úr björtustu vonum og hefur Ævar endurtekið leikinn árlega nokkrum sinnum síðan og börnum sem taka þátt fjölgar sífellt. Ævar hótar því nú að endurtaka leikinn í síðasta sinn og verðum við bara að vona að hann standi ekki við þau orð sín.  
  13. Dyndillindi María Sól Ingólfsdóttir og Agnes Eyja Gunnarsdóttir: Verkefnið felst í hljóðritun og útgáfu á átta nýjum sönglögum Megasar í nýjum útsetningum Þórðar Magnússonar. Lögin eru hugsuð fyrir börn á leikskólaaldri og yngstu bekkjum grunnskóla. Flytjendur og skipuleggjendur eru nemendur úr Tónlistardeild Listaháskóla Íslands í samstarfi við Mengi Records sem styrkir og sér um útgáfu. Lögin segja frá dýrum, heimkynnum þeirra, ástum og lífsbaráttu og eru sprottin frá hugmyndum barna. Í glænýjum útsetningum Þórðar Magnússonar fyrir strengjakvartett og rödd eignast lögin nýtt og litríkt líf. Skipuleggjendur og flytjendur eru allir nemendur úr Listaháskóla Íslands. 

2017

  1.  Natur – Kultur – Retur – Síðuskóli á Akureyri, Jóhanna Ásmundsdóttir: Heimsókn 50 danskra barna í 6. bekk í maí 2017. 
  2. Gæðaþjónusta fyrir barnafjölskyldurGunnjóna Una Guðmundsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Krabbameinsfélagið o.fl.: Rannsóknarverkefni á krabbameinsdeild LSH.
  3. Bjöllukór Tónstofu ValgerðarTónstofa Valgerðar Jónsdóttur: Nýjar Suzuki-tónbjöllur og geisla- og mynddiskur.
  4. Ævintýrið um norðurljósin Alexandra Chernyshova söngkona o.fl.: Nýtt íslenskt tónlistar- og dansverk.
  5. Maxímús Músikús fer á fjöllHallfríður Ólafsdóttir: íslensk útgáfa, bók og geisladiskur.
  6. Fimm vinir í blíður og stríðurlestrarsetur Rannveigar Lund: Vetrarævintýri og sumarævintýri, tvær bækur.
  7. Kjarvalsbók fyrir 7 – 11 ára Margrét Tryggvadóttir: kostnaður við myndefni.
  8. Lítil hönd í lófaJórunn Elídóttir PhD, Háskólanum á Akureyri: bók eða rafræn útgáfa um ættleiðingu barna. 
  9. Sumarnámskeið í handverki fyrir börnHeimilisiðnaðarfélag Íslands, Margrét Valdimarsdóttir: tækjakaup.
  10. Fjórða lestrarátak Ævars VísindamannsÆvar Þór Benediktsson: lestrarátak fyrir nemendur í 1. – 7. bekk. 
  11. Steingrímur Arason, uppeldisfræðilegar hugmyndir hans í ljósi samtíma og nútíma Kristín Dýrfjörð dósent við Háskólann á Akureyri: Steingrímur Arason var fyrsti formaður Sumargjafar.

2016

  1.  Snillinganámskeið fyrir 9 – 12 ára börn með ADHD – Þroska- og hegðunarstöð, Dagmar K. Hannesdóttir.
  2. Íslensk tónlistarsaga fyrir börnJón Hrólfur Sigurjónsson: útgáfa myndskreyttrar bókar og disks með tóndæmum.
  3. Að bera kennsl á einhverfu í ung- og smábarnavernd Greiningarstöð ríkisins, Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur.
  4. Rannsókn á stöðu barna sem misst hafa foreldri úr krabbameini, 2. og 3. hlutiGunnjóna Una Guðmundsdóttir.
  5. Síðasta (þriðja) lestrarátak Ævars VísindamannsÆvar Þór Benediktsson, leikari. 
  6. Litla SOL – Spjallað og leikið með 0 – 3 ára börnumSOL- hópurinn, Margrét Tryggvadóttir: Þýða og staðfæra bók.
  7. Útgáfa á Pétri og úlfinum eftir Prokofiev í djassútgáfu fyrir börnPamela de Sensi, Stórsveit Reykjavíkur o.fl.
  8. Þróun á íslensku námsefni fyrir unglinga með sjálfskaðandi hegðunBUGL, Edda Arndal og Lára Pálsdóttir
  9. Málhljóðamælir Raddlist ehf, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur. Íslenskt smáforrit sem skimar framburð og hljóðkerfisþætti.
  10. Ungi – alþjóðleg sviðslistahátíðAssitej á Íslandi, Tinna Grétarsdóttir og Vigdís Jakobsdóttir: kostnaður við 3 norskar sýningar í Klettaskóla.
  11. Vera og vatnið, leikskóladanssýning fyrir 2 – 5 ára börn Bí, bí og blaka, Tinna Grétarsdóttir: kostnaður við 40 sýningar.
  12. Kelerí, kynfæri, kynlíf – handbók um hjartans mál fyrir ungt fólk Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur.
  13. Rokksmiðjur fyrir stelpur Stelpur rokka, Áslaug Einarsdóttir: rokksmiðjur fyrir 10 – 12 ára og 13 – 16 ára stelpur, 40 frí pláss.

2015

  1.  SOL – syngjum og leikum – Hrafnhildur Karlsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir: Þýðing á bók hana leikskólakennurum og foreldrum.
  2. Sjónvarpsmynd um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Barnaheill.
  3. Hverfisfuglinn okkar Dalskóli, leikskóli í Úlfarsárdal: Kaup á sjónaukum o.fl.
  4. Komdu og skoðaðu fuglana Fuglavernd, Hólmfríður Arnardóttir: Fræðslurit um fuglaskoðun gefið öllum nemendum í 4. bekk.
  5. Skólatónleikar Tónlistarfélag Akureyrar: skólatónleikar fyrir börn á Akureyri og nágrenni haustið 2015.
  6. Froskaleikur HoppaRaddlist, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: smáforrit fyrir spjaldtölvur til að auka málskilning, fyrir 4 – 9 ára börn. 
  7. Æskusirkus Sirkus Íslands Sirkus Íslands, Ragnheiður Maísól Sturludóttir: námskeið fyrir 350 börn, leiga á húsnæði.
  8. Stef fyrir stutta putta Jóhann G. Jóhannsson, tónskáld: Nótnabók með frumsömdum píanólögum.
  9. Málfærni 4 – 6 ára leikskólabarna Þóra Másdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir: fullvinna 259 myndir fyrir þroskapróf.
  10. Farandnámskeið í myndlist Skaftfell, menningarmiðstöð Seyðisfirði: farandnámskeið í myndlist fyrir 5. – 7. bekk á Austurlandi 2015 – 2016.
  11. Orðagull, kennsluefniBjartey Sigurðardóttir: smáforrit til málörvunar.

2014

  1. Stelpur rokka Áslaug Einarsdóttir o.fl.: Rokksumarbúðir fyrir 20 stelpur á Akureyri og 40 í Reykjavík.
  2. Barnabók um tvítyngi fyrir 4 – 7 ára börn Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður: kostnaður við myndskreytingu bókarinnar.
  3. Fjölgreindarkenning Howards Gardners Leikskólinn Hjallatún, Reykjanesbæ, Jóhanna Helgadóttir: Þýðing á bók, skráningarblað og gátlisti.
  4.  Handbók fyrir leikskóla Leikskólinn Hjallatún, Reykjanesbæ, Ólöf Magnea Sverrisdóttir: uppsetning fyrir rafræna útgáfu.
  5. Furðuveröld Lísu í Undralandi Sverrir Guðjónsson o.fl.: Ævintýraópera eftir John Speight og Böðvar Guðmundsson.
  6. Skapalónið, lifandi skólasmiðjaDavíð Stefánsson ljóðskáld og bókmenntafræðingur.
  7. Gælur, þvælur og fælur Óperartic félagið, Kristín Mjöll Jakobsdóttir: Tónlistarævintýri eftir Þórarinn Eldjárn og Elínu Gunnlaugsdóttur.
  8. Paxel123.com, náms- og leikjavefurAnna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri í Nóaborg.
  9. Útgáfa heimspekibókarJóhann Björnsson: Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest…

2013

  1. Töfraflautan – Edda Austmann, Halla Óskarsdóttir o.fl.: Upptaka á geisladiski sem fylgja á myndskreyttri barnabók.
  2. Námsefni í tónlist fyrir 4 – 9 ára börn Soffía Vagnsdóttir, Bolungarvík: Myndskreytt bók og geisladiskur.
  3. Ljóð unga fólksins 2013 Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, Álfhólsskóla o.fl.: Útgáfa á ljóðum úr ljóðasamkeppni.
  4. Gjafabók handa öllum 6 ára börnum haustin 2014 og 2015IBBY á Íslandi, Þorbjörg Karlsdóttir.
  5. Listmeðferðarform í Laugarnesskóla, að ástralskri fyrirmynd Petrína Ásgeirsdóttir og Sigríður H. Bragadóttir, Laugarnesskóla.
  6. Hljóðfærasmiðjur – rusl og drasl – tónlistarnámskeiðPamela de Sensi (töfrahurð, fjölskyldutónleikar).
  7. Aladin og töfralampinnBrúðuheimar, Þjóðleikhúsinu, Hildur M. Jónsdóttir og Bernd Ogrodnik.
  8. Jólalögin mín Össur Geirsson, Skólahljómsveit Kópavogs: útgáfa bókarinnar með tónsetningu fyrir lúðrasveitir.
  9. Kvíðameðferðarnámskeiðið Klókir krakkar fyrir 8 – 12 ára börn Þroska- og hegðunarstöð, Kolbrún Ríkharðsdóttir og Þórunn Ævarsdóttir

2012

  1. Rannsókn á byrjendalæsi 2012 – 2014 – Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson.
  2. Hljóðalestin. Lærum og leikum með hljóðin Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur: útgáfa á barnabók.
  3. Skólaganga fósturbarna. aðlögun, þátttaka og virkniRannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd.
  4. Trjágróður á Íslandi Grasagarður Reykjavíkur, Hjörtur Þorbjörnsson: Þróun á námsverkefni fyrir miðstig grunnskóla. 
  5. Rannsókn á D-vítamínhag 6 ára barna á ÍslandiLaufey Steingrímsdóttir, prófessor í HÍ.
  6. Frá fræi til fræs Auður Svavarsdóttir og Hildur Arna Gunnarsdóttir: Myndskreyting og útgáfa á barnabók um garðyrkju.
  7. Íslenskuspilið Orðabelgur Ingibjörg Símonardóttir og Ingibjörg Möller: til að örva orðaforða 8 ára og eldri. 
  8. Gleðidaganámskeið Rauða krossins Rauði kross Íslands, Helga G. Halldórsdóttir: námskeið fyrir 7 – 12 ára börn sumarið 2012. 
  9. Maxímús Músikús kætist í kór Hallfríður Ólafsdóttir: Útgáfa á bók um kórsöng.
  10. Færni til framtíðar Sabína Steinunn Halldórsdóttir: Útgáfa handbókar til að auka hreyfifærni barna.

2011

  1. Dúndur – Unglingasmiðjur Reykjavíkurborgar: útgáfa blaðsins Dúndur fyrir 13 – 16 ára unglinga.
  2. Allir á heimavelli Fellaskóli, Reykjavík: Gerð útilistaverks við skólann, unnið af nemendum o.fl.
  3. Fiðraðir vinir okkar Leikskólinn Bakki, Reykjavík í samstarfi við Fuglavernd: Comeniusarverkefni um fugla.
  4. Sjálfshjálparbæklingur fyrir 10 – 15 ára börn með ADHD ADHD samtökin: útgáfa og dreifing.
  5. Gleðidagar – Hvað ungur nemur, gamall temur – Rauði kross Íslands: Sumarnámskeið fyrir 7 – 12 ára börn.
  6. Lestrargreining með LOGOS forriti Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda: stofnkostnaður.
  7. Hljóðakista Lubba Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir: Askja með spjöldum til að kenna hljóðmyndun.
  8. Gerð barnabókar á íslensku og pólsku Vala Þórsdóttir og Agnieszka Nowaki.
  9. paxel123.com Nóaborg, Anna Margrét Ólafsdóttir: leikjavefur um læsi, móðurmál og stærðfræði.

2010

  1. Maximús Músikús trítlar í tónlistarskólann – Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikar o.fl.: Bók og geisladiskur.
  2. Snillingarnir Dagmar Kristín Hannesdóttir: fjögur meðferðarnámskeið fyrir börn með ADHD.
  3. Skáld í skólum Rithöfundarsamband Íslands: Bókmenntakynning í skólum 2010.
  4. Barnaóperan herra Pottur og frú Lok eftir Bohuslav MartinuÓperarctic félagið.
  5. Börn af erlendum uppruna Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd, Háskóla Íslands: Rannsókn á flóttabörnum, 10 – 18 ára. 
  6. Kórskóli Langholtskirkju Listafélag Langholtskirkju: kórstarf fyrir börn og unglinga.
  7. Fræðslufyrirlestrar á landsvísu um eineltiHeimili og skóli.
  8. Kvikmyndaskóli krakkanna Marteinn Sigurgeirsson: Kennslumyndband um kvikmyndagerð barna.

2009

  1. Með augum barna – Leikskólinn, Bakki, Reykjavík: Þróunarverkefni ljósmyndun.
  2. Rannsókn um börn ættleidd frá Kína frá 2002 Dr. Jórunn Elídóttir.
  3. Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Jafnréttisstofa í samvinnu við Háskólann á Akureyri: Þróunarverkefni.
  4. Börn af erlendum uppruna (flóttabörn) Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd, Háskóla Íslands: Rannsókn.
  5. Útgáfa á námsefni í tónmennt fyrir leikskólakennara Sigríður Pálmadóttir: bók og diskur.
  6. Verkefni til að efla lestur drengja Ingibjörg Auðunsdóttir, Háskólanum á Akureyri.
  7. Dúndur Unglingasmiðjan Tröð: útgáfa 22. tölublaðs Dúndurs. 
  8. Ef væri ég söngvari Skólakór Kársnesskóla: útgáfa á geisladiski með barnalögum sem fylgir nýrri vinnubók.

2008

  1. Þjóð verður til Þjóðminjasafn Íslands: Hljóðleiðsögn fyrir 5 – 10 ára börn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.
  2. Barnabókmenntahátíð Mýrin – félag: Í Norræna húsinu í Reykjavík dagana 19. – 23. september 2008.
  3. Leiksýningar fyrir börn Möguleikhúsið, Laugarvegi 105: Leiksýningar bæði í eigin sýningarsal og í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins.
  4. Framburðarbók og framburðarmyndir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur: þróunarvinna og útgáfa framburðarbókar og framburðarmynda fyrir börn með framburðarfrávik. 

2007

  1. Leikskólalíf yngstu barna – Guðrún Bjarnadóttir og Hrönn Pálmadóttir, kennarar í KHÍ: rannsókn.
  2. Lubbi og hljóðaskjóðan Eyrún Ísfeld og Þóra Másdóttir, talmeinafræðingar: Bók, hljóðdiskur og brúða til málörvunar fyrir börn.
  3. Ef væri ég söngvariSkólakór Kársnesskóla: styrkur var greiddur út 2009. 
  4. Against all odds” Mannréttindaskrifstofa Íslands: Þýðing og staðfærsla á vefleiknum “Against all odds”, um flóttamenn.

2006

  1. Námsspil með Núma – Slysavarnarfélagið Landsbjörg: Forvarnarefni ætlað nemendum í öllum leik- og grunnskólum landsins.
  2. Rannsókn á samstarfi foreldra og leikskóla Jóhanna Einarsdóttir, dósend við KHÍ og Bryndís Garðarsdóttir, lektor við KHÍ: Fjölþjóðlegt samstarfsverkefni.
  3. Barnabók um ættleiðingu Klara Gestsdóttir: Þýðing og útgáfa á barnabók eftir Dan og Lotte Höjer um hjón sem eignast barn með ættleiðingu.
  4. Börn og barnamenning Minjasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn: Ný sýning um líf og leik barna í Reykjavík. 
  5. Ævintýraveröld ófétanna Rósa K. Tetzschner: Gerð geisladisks um ævintýraveröld ófétanna, með friðarboðskap, ljóðum og söngvum fyrir börn.

2005

  1. Hring eftir hring – Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennar: Gerð námsefnis í tónlist og hreyfingu fyrir 4 – 6 ára börn.
  2. Stóra upplestrarkeppnin Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögu, Baldur Sigurðsson o.fl.: Fyrir 7. bekk.
  3. List fyrir krakka Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og Anna C. Leplar, myndmenntakennari: bók um 20 íslensk listaverk. Kostnaður vegna birtingaréttar á myndum. 

2004

  1. Félagsfærninám sem forvörn við einelti – Jensína Edda Hermannsdóttir, leiksólinn Seljaborg: Þróunarverkefni, útgáfa efnis og leiðbeiningar.
  2. Rannsókn á leikjasöngvum íslenskra barna fyrr og nú – Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður: Gerð útvarpsþátta o.fl.
  3. Dúndur – Þórný Ólý Óskarsdóttir, forstöðumaður, unglingaathvarfið á Amtmannsstíg og í Keilufelli: Útgáfa blaðsins Dúndurs sem unglingar vinna og gefa út. 
  4. Siríus – Arnar Pálsson, verkefnastjóri, foreldrafélag barna með ADHD heilkenni: útgáfa bókarinnar Siríus eftir norska höfundinn Lisbeth Iglum Ronhovde, í íslenskri þýðingu.  

2003

  1. Rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á námsframvindu asískra nemenda á Íslandi – Anh-Dao Tran, kennari í Breiðagerðisskóla o.fl.
  2. Rannsókn á dómum frá 1992 um kynferðisafbrot gegn börnum Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, lögfræðingur.
  3. Útgáfa – gamlar barnagælur, þulur og vísur Guðrún Hannesdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur: rafræn og prentuð útgáfa.
  4. Tumi og fjársjóðurinn Ólafur B. Ólafsson, tónmenntakennari: útgáfa barnabókar og geisladisks með efni hennar. 

2002

  1. Rannsókn á hugmyndum 5 ára barna um grunnskólann og upphaf skólagöngu Jóhanna Einarsdóttir, dósent í KHÍ.
  2. Rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á námsárangur asískra nemenda á Íslandi Anh-Dao Tran, kennari í Breiðagerðisskóla o.fl.
  3. Fordómar á geðheilsu 5 ára barna í Reykjavík Gísli Baldursson og Páll Magnússon, sérfræðingar á BUGL

2001

  1. Til fjarnáms í Osló, í barnavernd – Dóra Sigurlaug Júlíussen, félagsráðgjafi.
  2. Til fjarnáms í Osló, um frjálsan leik í leikskóla Guðrún Bjarnadóttir, kennari við KHÍ.
  3. Til fjarnáms í Svíþjóð, í samskiptum við þroskahömlun Birna Hildur Bergsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

2000

  1. 50 ára afmæli íslenskra leikskólakennara – Félag íslenskra leikskólakennara: Menntunarsjóður.
  2. Rannsókn á stærðfræðiskilningi barna – Ólöf Björg Steinþórsdóttir, kennari í Foldaskóla.

1999

  1. Barnahús
  2. EFI-prófið – Elmar Þórðarson, Friðrik Rúnar Guðmundsson og Ingibjörg Símonardóttir: Til þess að kanna heyrnarvandamál og málþroska forskólabarna.
  3. Heimsókn á meðferðarheimili fyrir fíkniefnaneytendur á GotlandiUnglingaathvarfið.
  4. 100 ára saga KFUM KFUM: Útgáfa.
  5. Til framhaldsnáms í Noregi Karl Marinósson, félagsráðgjafi hjá BUGL.