Útikennsla í Steinahlíð

Bergsteinn Þór Jónsson leikskólastjóri og Lárus Lúðvík Hilmarsson verkefnastjóri útikennslu ætla að segja frá starfi Steinahlíðar miðvikudaginn 16 mars kl. 17 – 18. Leikskólinn hefur verið þátttakandi í vest-norrænu samstarfi síðastliðið vetur en yfirskrift verkefnisins er: Sjálfbært menningar og umhverfismiðað uppeldi.

Barnavinafélaginu Sumargjöf barst vegleg gjöf á 25 ára afmælisdegi félagsins árið 1949 en það var húsið Steinahlíð við Suðurlandsbraut ásamt rúmgóðu landi með túni, görðum og trjálundum. Einkaerfingjar hjónanna Elly Scheplar Eiríksson og Halldórs Eiríkssonar stórkaupmanns gáfu félaginu Steinahlíð til minningar um foreldra sína, að ósk föður þeirra. Gjöfinni fylgdi til að mynda það skilyrði að eingöngu skyldi vera starfrækt barnaheimili á eigninni þar sem væri lögð sérstök áhersla á trjárækt og matjurtarækt. Alla tíð hefur þetta skilyrði verið haft í hávegum.

Steinahlíð fékk að gjöf Bambahús, sjálfbært gróðurhús frá félaginu í tilefni 70 ára afmælis Steinahlíðar árið 2019. Með tilkomu hússins eykst fjölbreytnin í ræktuninni, ræktunartíminn lengist og forræktun verður auðveldari. Börnin taka virkan þátt.

Slóð á fundinn:  https:// meet.google.com/hxc-yzsd-gbh