Styrkir 2022

Í upphafi árs 2022 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til rannsókna-, lista-, og þróunarverkefna í þágu barna þar sem sérstaklega var litið til vandaðra umsókna ætluðum börnum á leikskólaaldri. Í ár bárust 32 umsóknir og komst stjórn Sumargjafar að þeirri niðurstöðu að veita átta styrki að þessu sinni. Öllum umsækjendum hefur verið svarað. Stjórn Sumargjafar hefur ákveðið að vera ekki með formlega athöfn styrkja í ár líkt og í fyrra vegna covid.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrki:

  1. Snillinganámskeið í grunnskólunum fyrir börn með ADHD (The OutSMARTers program)Félag um kvíðaraskanir barna, Dagmar Kr. Hannesdóttir. Rannsókn af árangri snillinganámskeiðisins sem hefur verið þróað á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar. 
  2. Sumarfrí Innanlands fyrir efnaminni fjölskyldurHjálparstarf kirkjunnar, Júlía Margrét Rúnarsdóttir.
  3. Fatakort fyrir börn á leikskólaaldriHjálparstarf kirkjunnar, Júlía Margrét Rúnarsdóttir.
  4. Íslenski málhljóðamælirinn. Bryndís Guðmundsdóttir. Endurbætt útgáfa, viðbætur við snjalltækjaforritið Íslenski málhljóðamælirinn (ÍM) sem skimar framburð íslensku málhljóðann og hljóðkerfisvitund hjá íslenskum börnum. 
  5. OrðaspjallLeikskólinn Tjarnasel í Reykjanesbæ, Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri og fleiri. Endurútgáfa bókarinnar Orðaspjall sem er ætluð að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bókalestri. Bætt verður við verkefnum sem hafa verið í þróun síðan bókin kom út 2013 og tengjast Orðaspjallsaðferðinn auk bókalista. 
  6. Ég þori! Ég get! Ég vil! Linda Ólafsdóttir. Myndlýst bók fyrir börn um Kvennafrídaginn 1975. „Stígðu ófeimin stúlka upp og stýrðu klæði, yfir geiminn yfir græði, allan heiminn skoða í næði“. Linda er höfundur texta og
    myndefnis. Bókin er hugsuð fyrir unga lesendur.
  7. 30 ára afmælistónleikar Drengjakórs Reykjavíkur. Drengjakór Reykjavíkur, Anna Hugadóttir, formaður Foreldrafélags Drengjakórsins. Kórinn er skipaður 18 drengjum á aldrinum 8 – 15 ára. Áformað er að halda tónleika 4. júní 2022 og verða þeir helgaðir íslenskri tónlist. Sjórnandi kórsins er Þorsteinn Freyr Sigurðsson.
  8. Barnadagskrá RIFF 2022. Hrönn Marinósdóttir. Sýning sérstaks námsefnis fyrir börn þar sem kvikmyndir eru notaðar sem kennslukagn og börnunum kennt kvikmyndalæsi. Myndirnar snerta einni á samfélagslegum málum og gera mögulegar vitsmunalegar umræður milli barna að sýningum loknum.