Ævar Þór Benediktsson styrkhafi

Árið 2019 styrkti barnavinafélagið Sumargjöf Ævar Þór Benediktsson, leikara og rithöfund og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, mynd- og rithöfundi til að klára bók þeirra Stórhættulega stafrófið. Styrkurinn munaði miklu fyrir þau til að myndskreyta þessa fallegu bók. 

Sumargjöf er stolt að geta styrkt verkefni sem skipta sköpum fyrir þroska barna.