Tilkynning frá Barnavinafélaginu Sumargjöf um styrkveitingar félagsins 2023
Stjórn Sumargjafar hefur ákveðið að fella niður styrkveitingar að þessu sinni vegna margvíslegra umsvifa félagsins á öðrum sviðum.
Stjórn Sumargjafar hefur ákveðið að fella niður styrkveitingar að þessu sinni vegna margvíslegra umsvifa félagsins á öðrum sviðum.
Í upphafi árs 2022 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til rannsókna-, lista-, og þróunarverkefna í þágu barna þar sem sérstaklega var litið til vandaðra umsókna ætluðum börnum á leikskólaaldri. Í ár bárust 32 umsóknir og komst stjórn Sumargjafar að þeirri niðurstöðu að veita átta styrki að þessu sinni. Öllum umsækjendum hefur verið svarað. Stjórn Sumargjafar hefur ákveðið að vera ekki með formlega athöfn styrkja í ár líkt og í fyrra vegna covid.
Eftirfarandi verkefni hlutu styrki:
Umsóknarfrestur rennur út 7. mars 2022. Afhending styrkja verður auglýst síðar.
Í upphafi árs 2021 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til rannsókna-, lista-, og þróunarverkefna í þágu barna. Í ár bárust 30 umsóknir og komst stjórn Sumargjafar að þeirri niðurstöðu að veita níu styrki að þessu sinni. Öllum umsækjendum hefur verið svarað. Stjórn Sumargjafar hefur ákveðið að vera ekki með formlega athöfn styrkja í ár líkt og í fyrra vegna covid.
Eftirtalin verkefni hlutu styrki:
Íslensk myndlist sem öll ættu að þekkja.
Bók fyrir stálpuð börn, unglinga og fjölskyldur þar sem fjallað verður um allt að 20 íslenska listamenn sem hafa skipt sköpum í þróun myndlistar hér á landi. Styrkurinn er ætlaður fyrir myndbirtingarkostnaði. Höfundur stefnir að útgáfu verksins vorið 2022.
Styrkþegi: Margrét Tryggvadóttir
OCD sumarmeðferð fyrir unglinga 12 – 18 ára, nýtt hópmeðferðarúrræði.
Tilrauna- og samstarfsverkefni nokkurra aðila sem sinna meðferð fyrir börn og unglinga með geðrænan vanda. Tilraunaverkefnið verður haldið sumarið 2022 og er tveggja vikna gagnreynd meðferð við áráttu/þráhyggjuröskun (OCD) sem áætlað er að hamli 1 – 2 % ungmenna á aldrinum 12 – 18 ára.
Styrkþegi: Félag um kvíðaraskanir barna
Tengiliður: Dagmar Hannesdóttir
Sumarfrí innanlands
Markmiðið er að veita börnum og fjöskyldum þeirra sem búa við kröpp kjör þá upplifun að fara í frí saman og stuðla að því að börnin upplifi sig ekki útundan meðal sinna jafningja og einnig að koma í veg fyrir mismunun.
Styrkþegi: Hjálparstarf kirkjunnar
Tengiliður: Júlía Margrét Rúnarsdóttir
Púlz – nútíma tónlist fyrir börn og unglinga
Púlz býður börnum og unglingum að læra að nýta nútíma tækni til þess að semja og flytja tónlist. Styrkurinn er ætlaður til styrktar rekstrinum svo unnt sé að fjölga kennurum og námskeiðum fyrir börn og ungmenni.
Styrkþegi: Púlz, Taktur & Sköpun
Tengiliður: Þorkell Ólafur Árnason
Fiðlufjör á Hvolsvelli, fiðlunámskeið
Þriggja daga fiðlunámskeið sem haldið hefur verið árlega á Hvolsvelli undanfarin fimm ár fyrir fiðlunemendur víðs vegar af landinu. Nemendur fá einkatíma, meðleikstíma, tónlistarsmiðju og spunatíma undir leiðsögn færra kennara. Í lokin eru haldnir lokatónleikar þar sem allir nemendur taka þátt. Aðalmarkmið hátíðarinnar er að bjóða upp á skemmtilegt og metnaðarfullt fiðlunámskeið fyrir fiðlunemendur óháð hvar á landinu þeir búa. Styrknum er ætlað að auðvelda að stilla námskeiðsgjöldum í hóf.
Styrkþegi: Chrissie Telma Guðmundsdóttir
Sjúkrahústrúðarnir
Íslensku sjúkrahústrúðarnir eru fyrstir sinnar tegundar á Íslandi og eru skipaðir tíu fagmenntuðum leikurum sem hlotið hafa sérstaka þjálfun í aðferðarfræði og vinnusiðferði sjúkrahústrúða. Trúðavaktin býður ókeypis þjónustu við Barnaspítala Hringsins og hóf starfsemi sína 1. mars 2018. Trúðarnir heimsækja öll börn frá 0 – 18 ára á spítalanum alla fimmtudaga allt árið um kring, tveir trúðar í senn. Hlutverk Trúðavaktarinnar er að skapa stuttar gleðistundir í erfiðum aðstæðum. Styrkurinn er ætlaður fyrir efniskostnað í nýja búninga.
Styrkþegi: Trúðavaktin
Tengiliður: Agnes Wild
Kjörbókalestur í unglingadeild Vogaskóla
Verkefnið er lestrarátak í unglingadeild Vogaskóla að frumkvæði bókasafnskennarans, Berglindar H. Guðmundsdóttur, og í samvinnu við kennara þar sem nemendur lesa bækur að eigin vali og ræða þær við bókasafnskennarann og í hópum sín á milli. Skortur á bókum hefur háð verkefninu og er styrknum ætlað að bæta úr því með kaupum á bókum.
Styrkþegi: Vogaskóli
Tengiliður: Berglind H. Guðmundsdóttir
Stuðningur og fræðsla fyrir börn foreldra barna með geðrænan vanda.
Markmið verkefnisins er að styðja við börn foreldra með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra og er unnið í samstarfi við OurTime, góðgerðarsamtök í Bretlandi, sem eru leiðandi í starfi fyrir börn foreldra með geðrænan vanda þar í landi. Fræðsluefni fyrir þennan hóp vantar hér á landi og er styrknum ætlað að bæta úr því með gerð fræðslumyndbanda fyrir börnin.
Styrkþegi: Geðhjálp
Tengiliður: Sigríður Gísladóttir
Tímahylkið
Tímahylkið er verkefni sem nemendur og starfsmenn Valsárskóla hafa verið að vinna að í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd frá upphafi COVID árið 2020. Markmið verkefnisins er að varðveita upplifun, reynslu og hugrenningar unga fólksins okkar fyrir framtíðina. Þau fá að spreyta sig í að skrifa texta, teikna, mála og móta verk sem þau tengja veirunni skæðu, þau fá að vinna með sögulega texta, taka þátt í að hanna sýningu og vinna með fagfólki innan hönnunar og lista. Sagan verður fest á blað og fryst í tíma í tímahylki sem gert er ráð fyrir að varðveita á góðum stað og opna með viðhöfn að 50, 60 eða hundrað árum liðum. Gefið er út tímarit og afrakstur vinnunnar sýndur á sýningu í Safnasafninu.
Styrkþegi: Svalbarðsstrandarhreppur
Tengiliður: Björg Erlingsdóttir
Umsóknarfrestur rann út 1. mars 2021. Afhending styrkja verður auglýst síðar.
Í upphafi árs 2020 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til rannsókna-, lista-, og þróunarverkefna í þágu barna. Alls bárust 34 umsóknir. Stjórn Sumargjafar komst að þeirri niðurstöðu að veita níu styrki að þessu sinni. Öllum umsækjendum hefur verið svarað en vegna öryggisráðstafana í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur stjórn Sumargjafar ákveðið að vera ekki með formlega athöfn styrkja að þessu sinni.
Eftirtalin verkefni hlutu styrki:
Bland í poka. Safn nýrra barnalaga eftir Snorra HelgasonPlata sem inniheldur 11 lög flutt af Snorra og hljómsveit hans ásamt úrvalsliði gestasöngvara, meðal annars Sögu Garðarsdóttur, Valdimar Guðmundssyni, Bubba Morthens, Hugleiki Dagssyni, Halldóru Geirharðsdóttur, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og Teiti Magnússyni. Teiknarinn Elín Elísabet Einarsdóttir hefur gert teikningar við öll lögin á plötunni sem fylgir útgáfunni ásamt textum og gítarhljómum í 28 síðna bók sem hönnuðurinn Bobby Breiðholt setur upp. Bland í poka kom út í nóvember 2019 hjá Hinni islenzku hljómplötuútgáfu sem er útgáfufyrirtæki Snorra.
– Styrkþegi Snorri Helgason.
Handform íslenska táknmálsins í formi veggspjaldsSamskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hefur unnið að þróun handformaplakats fyrir íslenskt táknmál (ÍTM). Handformaplakatið er verkfæri þeirra sem læra íslenskt táknmál (ÍTM) til að tileinka sér fljótt grunneiningu ÍTM. Plakatið nýtist börnum frá leikskólaaldri og verður dreift ókeypis til sem nota ÍTM til daglegra samskipta og/eða eru að læra ÍTM í leikskólum og grunnskólum. Áætlað er að prenta 2000 eintök af plakatinu.
– Styrkþegi: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
– Tengiliður: Nedelina Ivanova, fagstjóri rannsókna.
Námsefni í Díalektískri atferlismeðferð (DAM)Endurskoðun og uppfærsla á námsefni í Díalektískri aðferlismeðferð (DAM) fyrir unglinga með sjálfsskaða og sjálfsvígshegðun ætlað unglingum og fjölskyldum þeirra á göngudeild BUGL. DAM er það meðferðarúrræði sem sýnt hefur mestan árangur í rannsóknum við meðhöndlun alvarlegs tilfinningalegs óstöðugleika hjá unglingum sem birtist í sjálfskaðandi hegðun, sjálfsvígshugsunum og annarri áhættuhegðun. Reynsla styrkþega er að DAM sé það úrræði sem gagnist best þeirra viðkvæmasta skjólstæðingahópi en að þeirra mati er brýn þörf fyrir endurskoðun og uppfærslu námsefnisins.
– Styrkþegar: Orri Smárason og Kolbrún Ása Ríkharðsdóttir sálfræðingar á BUGL.
Fræðslumyndbönd um slysavarnir barnaMiðstöð slysavarna barna býður öllum foreldrum sem eiga von á barni eða hafa nýlega eignast barn að koma í kennsluaðstöðu miðstöðvarinnar sem er innréttuð eins og heimili en þar er einnig að finna öryggisbúnað fyrir börn í bílum og öryggisbúnað fyrir heimilið sem foreldrar geta skoðað og kynnt sér. Um leið læra þeir um þroska og getu barnsins og hvernig skortur á þroska er oftast orsök slysa. Þar sem kennslan fer fram í Reykjavík er nauðsynlegt að útbúa myndbönd fyrir þá foreldra sem ekki geta nýtt sér kennsluna þar. Einnig er brýn nauðsyn að útbúa stutt myndbönd á erlendum tungummálum fyrir erlenda foreldra hér á landi. Myndböndin verða með texta eða talsetningu á filipínsku, pólsku, tælensku, rúmensku, portúgölsku, spænsku, ensku, frönsku, litháísku, þýsku og táknmáli/með texta á íslensku fyrir heyrnarskerta.
– Styrkþegi: Miðstöð slysavarna barna. Tengiliður: Herdís Storgaard.
Atferlisþjálfun fyrir börn á leikskólaaldri með þroskaröskun sem eiga í erfiðleikum með máltöku og samskiptiAtferlisþjálfun – verkefni, leiðbeiningar og kennslugögn fyrir börn á leikskólaaldri, með einhverfu eða aðra gagntæka þroskaröskun sem eiga í miklum erfiðleikum með máltöku og samskipti. Í kennsluefninu er áhersla lögð á að læra að skilja og tala íslensku með því að auka orðaforða og að læra að eiga samskipti og geta notað orðin í samskiptum, læra að láta vilja sinn í ljós, læra að taka eftir, læra með herminámi, læra að verða sjálfbjarga og sjálfstæðir einstaklingar. Náms- og kennsluefnið verður sett fram á einfaldan hátt svo bæði faglærðir og ófaglærðir starfsmenn geti tileinkað sér efnið hratt og kennt það. Nálgunin er önnur tveggja kennsluleiða sem Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins mælir með fyrir börn með einhverfu.
– Styrkþegi: Thelma Lind Tryggvadóttir sálfræðingur.
Málörvunarspjöld til að efla orðaforða og hugtakaskilning barnaÚtgáfa á málörvunarspjöldum, upplýsingabæklingum og pappaöskjum með kennsluleiðbeiningum fyrir leikskólakennara og leiðbeinendur í leikskólum. Málörvunarspjöldin eru sérstaklega ætluð til að auka orðaforða og málskilning tví- og fjöltyngdra barna með seinkaðan málþroska og ná eikki greiningarviðmiðum 2ja til 6 ára barna. Spjöldin eru handhæg með stuttum lýsingum að kennsluleiðbeiningum og málörvunaræfingum, með vísan í handbók umsækjanda „Lengi býr að fyrstu gerð, snemmtæk íhlutun í mál og læsi”. Í handbókinni er farið yfir verkáætlanir og verkferla fyrir kennara, ásamt fræðilegum hluta um málþroska og læsi. Einnig eru ítarlegir listar yfir bækur og margvísleg spil ásamt leiðbeiningum sem henta vel til málörvunar. Spjöldin eru útfærð með fjölbreyttum og aldurstengdum verkefnum, sem eru flokkuð eftir skilgreindum málþáttum, eins og orðaforða, málskilningi, málvitund, hlustunarskilningi og framburði. Einnig fléttast hugmyndir og leiðir málörvunarspjaldanna inn í flesta alla grunnþætti menntunar.
– Styrkþegi: Leikskólinn Tjarnarsel, Reykjanesbæ.
– Tengiliður: Árdís Hrönn Jónsdóttir leikskólastjóri.
Orðagull – smáforritOrðagull er frítt málörvunarforrit fyrir spjaldtölvur og snjallsíma og hefur að markmiði að styrkja orðaforða og málskilning, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, lesskilning og máltjáningu barna. Allt eru þetta mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis. Smáforritið hentar elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig getur það nýst eldri nemendum sem glíma við erfiðleika hvað varðar vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn, sem og nemendum á öllum aldri með íslensku sem annað tungumál. Orðagull var fyrst gefið út fyrir iOS spjaldtölvur á degi íslenskrar tungu 2016. Ári síðar var það gert aðgengilegt fyrir bæði snjallsíma og spjaldtölvur sem styðjast við Android og iOS stýrikerfin. Forritið hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá kennurum í leik- og grunnskólum, foreldrum og börnum. Nú er komið að nýrri uppfærslu á forritinu og er samtímis verið að bæta 14 nýjum borðum við appið (fyrir eru 24 borð í eldri útgáfu). Nýja útgáfan mun því innihalda 38 borð sem hægt er að fara í gegnum á fjóra mismunandi vegu, þ.e. sem oðabók, fyrirmælavinna (málskilningur og lesskilningur), spurningar og orðalestur. Höfundar stefna á að hafa forritið áfram frítt.
– Styrkþegar: Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur B. Snorradóttir talmeinafræðingar og sérkennarar.
Rafrænt kynningarefni fyrir foreldra og aðra aðstandendur pólskra barna á einhverfurófiSkortur er á kynningarefni hérlendis fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna á einhverfurófi sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Einnig hefur orðið mikil aukning tilvísana barna af erlendum uppruna til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR) vegna gruns um einhverfu og aðrar raskanir. GRR hefur ekki enn getað svarað þörf um námskeið til foreldra af erlendum uppruna, bæði vegna þess að þróa þarf slík námskeið með túlkum fyrir tiltölulega mörg tungumál auk þess sem það eru ekki ýkja margir innan hvers tungumálahóps. Við þetta bætist að margir þessara foreldra og aðstandenda búa víðsvegar um landið og því ekki alltaf auðvelt að komast á námskeið á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta skrefið í að þjónusta þennan hóp betur gæti verið að útbúa kynningarefni þar sem pólskur túlkur kynnir efni myndbandsins en svo verði farið yfir helstu grunnþætti skilgreiningar á einhverfu í myndbandi með íslenskum kennara og pólskum texta. Verkefnið felst í að útbúa þrjú 10 – 15 mínútna myndbönd sem gætu gefið foreldrum og öðrum aðstandendum mikilvægar grunnupplýsingar þegar grunur leikur á einhverfu í barni. Sama efni mætti síðar nota með einföldum hætti í samskonar miðlun á fleiri tungumálum. Byrjað verður á pólsku því sá hópur er stærsti erlendi innflytjendahópurinn hérlendis.
– Styrkþegi: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í samstarfi við Einhverfusamtökin
– Tengiliður: Dóra Magnúsdóttir hjá GRR.
„Hvar er húfan mín?“ – þróunarverkefni í tengslum við óskilamuni í grunnskólum.Markmið er m.a. að lengja líftíma flíkna barna og koma í veg fyrir myndun óþarfa textilúrgangs í grunnskólum. Kunnuleg sjón í grunnskólum landsins að vori eru heilu haugarnir af flíkum sem hafa orðið eftir í skólanum yfir veturinn. Í Laugarnesskólanum í Reykjavík er þessu öðruvísi farið en þar hefur átt sér stað vitundarvakning á síðastliðnum fjórum árum og ríkir hreinlega stemmning í kringum óskilamunina. Verkefnastjórnin hefur verið í höndum einnar móður við skólann, Virpi Jokinen. Sjálfboðastarfið hefur í tvígang fengið tilnefningu til Foreldraverðlauna á vegum Heimilis og skóla og þar í bæ er talið að þetta verkefni eigi erindi í fleiri skóla. Hér má sjá innslag í Landanum í febrúar 2019 um verkefnið: https://www.ruv.is/frett/med-ahuga-a-oskilamunum? Hugmyndin er að fara með verkefnið í fleiri skóla og er styrkur Sumargjafar ætlaður til þess verkefnis.
– Styrkþegi: Virki Jokinen.