Category Archives: Uncategorized

Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar

Í byrjun árs 2018 urðu miklar breytingar á stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar. Jón Freyr Þórarinsson, formaður og Ragnar Jónasson, gjaldkeri létu af störfum sínum fyrir félagið eftir farsælt starf. Kristín Hagalín Ólafsdóttir tók við sem formaður og Gerður Sif Hauksdóttir sem gjaldkeri. Albert Björn Lúðvígsson og Sölvi Sveinsson komu inn í stjórn félagsins sem varamenn. Af því tilefni var haldinn kveðjufundur með Jóni Frey, Ragnari og núverandi stjórn þann 29. janúar 2018 og þeim þakkað fyrir ómetanlegt starf fyrir Barnavinafélagið Sumargjöf.

Núverandi stjórn með fráfarandi stjórnarmönnum. Talið frá vinstri, efri röð: Kristín Hagalín Ólafsdóttir (formaður) Jón Freyr Þórarinsson (fráfarandi formaður), Albert Björn Lúðvígsson, Rósa Björg Brynjarsdóttir, Ragnar Jónasson (fráfarandi gjaldkeri), Rán Einarsdóttir og Hildur Biering. Neðri röð: Helga Hallgrímsdóttir, Gerður Sif Hauksdóttir (gjaldkeri), Steinunn Jónsdóttir, Sölvi Sveinsson og Sigurjón Páll Ísaksson (ritari).

Fráfarandi stjórnarmenn: Ragnar Jónasson (t.v.) og Jón Freyr Þórarinsson (t.h.)

Jón Freyr Þórarinsson var skipaður fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjón Sumargjafar þann 14. ágúst 1974 og varð þá varaformaður félagsins. Hann sat í stjórninni til ársloka 1978, en þá hafði borgin að fullu yfirtekið rekstur leikskólanna. Jón Freyr vann samt áfram fyrir félagið, því hann sat í byggingarnefnd n‎‎‎‎‎‎‎ýrrar Grænuborgar. Á aðalfundi sem haldinn var 25. nóvember 1980 var Jón Freyr kjörinn í stjórn Sumargjafar, og varð þá formaður félagsins. Blés hann brátt n‎‎ýju lífi í starfsemi þess. Hann var því formaður Sumargjafar í 37 ár, þar áður varaformaður í rúm 4 ár, og hefur unnið fyrir félagið í rúm 43 ár.

Ragnar Jónasson kom inn sem varamaður í stjórn Sumargjafar 1984, kom inn í aðalstjórn 1985 og tók við sem gjaldkeri 1992. Hann var því gjaldkeri í rúm 25 ár og sat í stjórn í rúm 33 ár, þar af 32 í aðalstjórn.

Stjórn Sumargjafar þakkar þeim fyrir einstaklega ánægjulega samveru og samvinnu.

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjafar verður haldinn í Grænuborg við Eiríksgötu, fimmtudaginn 8. júní 2017, kl. 20:30.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
 3. Stjórnarkjör.
 4. Lagabreytingar, sjá nánar hér.
 5. Önnur mál.

Núverandi stjórn félagsins er skipuð þessum mönnum:

Formaður: Jón Freyr Þórarinsson
Varaformaður: Kristín Hagalín Ólafsdóttir
Gjaldkeri: Ragnar Jónasson
Ritari: Sigurjón Páll Ísaksson
Meðstjórnendur: Rán Einarsdóttir, Gerður Sif Hauksdóttir og Steinunn Jónsdóttir
Varamenn: Helga Hallgrímsdóttir, Rósa Björg Brynjarsdóttir og Hildur Biering

Starfsemi Sumargjafar veturinn 2016 – 2017

Verðlaunasjóður barnabóka: Sjóðurinn var stofnaður 1985 og standa að honum Forlagið, fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, rithöfundar, Íslandsdeild IBBY-samtakanna og Sumargjöf (frá 1988). Barnabókaverðlaunin voru afhent í Seljaskóla 13. október 2016. Að þessu sinni fékk Inga Mekkín Beck verðlaunin fyrir skáldsöguna: Skóladraugurinn, sem er fyrsta bók hennar og jafnframt lokaverkefni til meistaraprófs í ritlist frá Háskóla Íslands. Að mati dómnefndar er þetta spennandi draugasaga og trúverðug lýsing á barni sem misst hefur ástvin. Sumargjöf lagði fram verðlaunaféð, 500.000 kr, en auk þess fær höfundur samningsbundin ritlaun. Auglýst var eftir handritum fyrir næstu úthlutun og bárust 26 handrit að barna- og unglingabókum. Búið er að velja verðlaunabók og verður hún kynnt og gefin út í haust. Kristín Hagalín Ólafsdóttir er fulltrúi Sumargjafar í dómnefnd. Þetta var í 28. sinn sem verðlaunin voru veitt, en alls eru verðlaunabækurnar 31; þetta er því orðinn veglegur bókaflokkur. 

Styrkir: Á undanförnum árum hefur Sumargjöf haslað sér völl sem styrktaraðili málefna sem varða heill barna. Eins og í fyrra voru auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna, sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri. Alls bárust 35 áhugaverðar umsóknir. Ákveðið var að veita ellefu styrki, samtals 6.360.000 krónur. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Grænuborg sunnudaginn 7. maí 2017, kl. 14.

70 ára afmæli leikskólakennaramenntunar: Uppeldisskóli Sumargjafar var stofnaður 1946 og hafði það hlutverk að mennta leikskólakennara, sem þá kölluðust fóstrur. Þann 4. nóvember 2016 var haldin afmælishátíð í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð, í tilefni af því að 70 ár voru liðin frá því að Uppeldisskólinn var stofnaður, en hann er nú á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Sumargjöf tilnefndi Helgu Hallgrímsdóttur í undirbúningsnefnd og lagði fram 200.000 kr. styrk. Hátíðin var mjög vel heppnuð og voru þar 450 til 500 manns; á eftir var boðið upp á veitingar. Flutt voru nokkur erindi á sögulegum nótum, m.a. ræddi Jón Freyr Þórarinsson formaður félagsins um þátt Sumargjafar og Uppeldisskólann. – Í tilefni af afmælinu ákvað stjórnin að setja upp skilti í Steinahlíð til að minnast þess að þar var Uppeldisskólinn á árunum 1949–1952. Árið 1957 fékk skólinn nafnið Fóstruskóli Sumargjafar. Ríkið tók við rekstrinum 1973 undir nafninu Fósturskóli Íslands. Námið færðist á háskólastig 1998.

Stóra upplestrarkeppnin: Sumargjöf hefur um mörg undanfarin ár styrkt samtökin Raddir, sem sjá um Stóru upplestrarkeppnina í skólum. Styrkurinn var nú 750.000 kr.

Steinahlíð: Komið hefur verið upp matjurtagarði fyrir foreldra og starfsfólk, og voru á síðasta ári keypt verkfæri, verkfærakista, borð o.fl. Framhald er á Aldingarði æskunnar sem hófst 2014 og er samstarfsverkefni Garðyrkjufélags Íslands og Sumargjafar. Ragnar Jónasson hefur tekið saman greinargerð um upphaf Aldingarðsins, sem finna má á heimasíðu félagsins. Grænaborg: Nokkrar endurbætur voru gerðar innanhúss, en framkvæmdir á lóð bíða sumars.

Heimasíða Sumargjafar: Áfram var unnið að því að bæta efni inn á heimasíðuna sumargjof.is

Bernskan: Sumargjöf er aðili að Bernskunni – Íslandsdeild OMEP samtakanna. Bernskan samnýtir húsnæðið í Skipholti 5, og hefur þar eitt herbergi og aðgang að fundarherbergi.

Annað: Í eigu Sumargjafar eru leikskólarnir Grænaborg og Steinahlíð. Reykjavíkurborg leigir leikskólana og sér um rekstur þeirra. Einnig á Sumargjöf 76 m2 skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð í Skipholti 5. Tölvupóstfang Sumargjafar er: [email protected]

Lubbi finnur málbein

Starfsmenn Grænuborgar voru á Lubbanámskeiði föstudaginn 17. mars. Allir voru glaðir og sáttir í lok námskeiðs sem þótti gagnlegt og fróðlegt.

Lubbi

Lubbi finnur málbein

Lubbi býður öllum börnum í ævintýraferð um Ísland í leit að 35 málbeinum sem hjálpa Lubbi_finnur_málbeinhonum að læra íslensku málhljóðin.

Sérstaða Lubbaefnisins liggur m.a. í eftirfarandi:

 • hnitmiðaðri rannsóknar- og þróunarvinnu höfunda til fjölda ára, m.a. doktorsverkefni Þóru um tileinkun íslenskra barna á ískenslu máhljóðunum sem sýnir fram á tileinkunarröð. Um er að ræða grundvallarrannsókn á þessu sviði innan talmeinafræðinnar.
 • notkun táknrænna hreyfinga fyrir hvert málhljóð sem gerir hljóðin nánast sýnileg og áþreyfanleg. Byggt er á þekkingu og áralangri reynslu Eyrúnar af notkun tjáskiptamátans Tákna með tali í vinnu með börn með fjölbreytileg frávik í máli og tali.
 • byggt er á Hljóðanámi í þrívídd, nálgun er höfundar hafa þróað og felur í sér samþættingu skynleiða: sjón-, heyrnar- og hreyfi-/snertiskyns sem auðveldar og hraðar tileinkun hljóðanna og vistun þeirra í minni.
 • málbeinum Lubba fyrir hvert málhljóð í litum Hljóðaregnbogans sem vekja áhuga barnanna og gera hljóðanámið að skemmtilegum leik.
 • áherslu á brúarsmíð á milli málhljóða og bókstafa með stuðningi táknrænu hreyfinganna. Lubbi er sannkallaður brúarsmiður.
 • sérstakri áherslu á hljóðavitund sem liggur til grundvallar umskráningu sem er forsenda lestrarfærni.
 • áhersla á hljóðtengingu með stuðningi málbeina og hringja með táknrænum hreyfingum, sbr. Vinnuborð Lubba sem hann notar til að læra að lesa.
 • tengingu við íslenska náttúru og staðhætti
  vísum fyrir hvert málhljóð eftir Þórarin Eldjárn

  Nánari umfjöllun um hin ýmsu atriði er að finna í ítarlegri handbók sem fylgir Hljóðasmiðju Lubba.

Texti og mynd af Lubba tekin af facebook síðunni Lubbi finnur málbein

 

Styrkir 2017

Umsóknarfrestur rann út 15. febrúar 2017. Styrkir verða afhentir í lok apríl, nánar auglýst síðar. 

Með því að smella hér er hægt að sjá hvaða verkefni hafa hlotið styrki Sumargjafar frá árinu 1999.

Umsókn um styrk árið 2017

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna.

Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar [email protected] að lokinni útfyllingu.

 • Umsóknareyðublað um styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf (PDF)
  Vistið eyðublaðið á skjáborð tölvunnar og notið Adobe Reader til að opna skjalið og fylla út umsóknina. Hér er hægt að nálgast Adobe Reader.

Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2017.

Reykjavík, 16. janúar 2017
Barnavinafélagið Sumargjöf

Póstfang: Pósthólf 5423, 125 Reykjavík
Tölvupóstfang: [email protected]
Vefur: sumargjof.is

Leikskólakennaramenntun í 70 ár

Afmælismálþing

70-ara-afmaeli
Mynd tekin af facebook síðu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Í tilefni þess að 70 ár eru síðan leikskólakennaranám hófst hér á landi var haldið afmælismálþing föstudaginn 4. nóvember 2016 í Skriðu, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háteigsveg. Menntavísindasvið HÍ, Barnavinafélagið Sumargjöf, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar stóðu að málþinginu og var salurinn þéttsetinn.

 

70-ara-afmaeli-2
Mynd tekin af facebook síðu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Litið var yfir farinn veg og stiklað á stóru í þróun menntunar leikskólakennara á Íslandi en á undanförnum áratugum hafa orðið miklar breytingar á námi leikskólakennara og starfsvettvangi.

 

 

 

Dagskrá málþingsins var eftirfarandi:

20161104_163242
Jón Freyr Þórarinsson, formaður Sumargjafar

Setning – Bryndís Garðarsdóttir, formaður námsbrautar í  leikskólakennarafræði

Söngatriði – sönghópur leikskólakennara ásamt Sigríði Pálmadóttur, tónmenntakennara

Uppeldisskóli Sumargjafar – Aðdragandi og upphaf
Jón Freyr Þórarinsson, formaður Barnavinafélagsins Sumargjafar.

Fyrstu árin – áherslur og umgjörð námsins
Margrét G. Schram, leikskólakennari

„Þú ert hraust og opnar“
Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólakennari

Frá Laugalæk í Stakkahlíð
Gunnur Árnadóttir, leikskólastjóri

Þróun menntunarinnar –  leikskólafræði sem fræðigrein
Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs20161104_161636

Samantekt og slit
Haraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennara

Samsöngur undir stjórn Sigríðar Pálmadóttur

Málþingsstjóri: Hildur Skarphéðinsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri SFS

Að lokinni dagskrá í Skriðu var gestum boðið að þiggja veitingar og skoða sýningu í Skála.

20161104_155252 20161104_155237

Þróun menntunar leikskólakennara

Uppeldisskóli Sumargjafar var stofnaður árið 1946 og er hann upphaf leikskólakennaramenntunar á Íslandi. Tilgangur skólans var að mennta fóstrur fyrir barnaheimilin en starfsheitið fóstra samsvarar nú orðinu leikskólakennari. Valborg Sigurðardóttir, MA í uppeldis- og sálarfræði, var ráðin skólastjóri og gegndi hún starfinu allan þann tíma sem Sumargjöf sá um reksturinn.

Árið 1957 var nafni Uppeldisskóla Sumargjafar breytt í Fóstruskóla Sumagjafar þegar starfsheitið „fóstra“ hafði unnið sér hefð í málinu. Hlé var á starfseminni árin 1952 – 1954. Á árunum 1946 – 1952 var námið tvö ár, hvort ár tvær fjögurra mánaða annir, bóklegt og verklegt. Haustið 1954 var námsfyrirkomulaginu breytt, bóklega námið tvö ár en verklega námið fór fram yfir sumartímann og nokkra eftirmiðdaga í viku fyrri veturinn og í 4 – 6 lotum seinni veturinn.

Ítarlegri sögu má finna hér: http://sumargjof.is/uppeldisskolinn/

Árið 1973 yfirtók ríkið Fóstruskólann og var nafni skólans breytt í Fósturskóli Íslands sem var jafnt fyrir karla og konur. Námsfyrirkomulaginu var breytt í þrjú ár.

Árið 1996 var sett á fót leikskólakennarskor við Háskólann á Akureyri.

Árið 1998 sameinaðist Fósturskóli Íslands Kennaraháskóla Íslands. Nám leikskólakennara breyttist og aukin áhersla var lögð á rannsóknir á menntun ungra barna.

Árið 2008 sameinaðist Kennaraháskólinn Háskóla Íslands og varð að Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Innan sviðsins er leikskólakennaradeild. Námið var lengt í fimm ár.
Nám leikskólakennara hefur alla tíð endurspeglað svipaðar áherslur, leikskólakennaranemendur læra að skipuleggja fjölbreytt nám í leikskóla ásamt því að leiða og þróa faglegt starf. Leikskólakennarar eiga að vera leiðandi í mótun uppeldis- og menntstarfs samkvæmt núgildandi aðalnámskrá. Rík áhersla er lögð á að börn séu sjálfstæð, virk og skapandi.

70-ara-afmaeli-7
Mynd tekin af facebook síðu Menntasviðs Háskóla Íslands

Umsókn um styrk árið 2016

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna.

Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar [email protected] að lokinni útfyllingu.

Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016.

Reykjavík, 14. janúar 2016
Barnavinafélagið Sumargjöf

Póstfang: Pósthólf 5423, 125 Reykjavík
Tölvupóstfang: [email protected]
Vefur: sumargjof.is