Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til umsóknar í dagblöðum um eða eftir miðjan janúar ár hvert.  Styrkirnir eru til rannsókna, lista- og þróunarverkefna sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri.
Sérstök nefnd metur þær styrkumsóknir sem berast og velur nokkur verkefni.  Úthlutun styrkjanna fer gjarnan fram í kringum sumardaginn fyrsta.

Styrkir eru aðeins veittir eftir þessa árlegu auglýsingu, berist umsóknir á öðrum tímum er þeim vísað frá.

Smellið á ártölin hér fyrir neðan til að sjá hvaða verkefni hlutu styrki hvert ár.

styrkir 2018 – 2019

Auglýstir styrkir til verkefna í þágu barna:

 •  Ás styrkarfélag, Valgerður Unnarsdóttir: myndlistarnámskeið í samvinnu við Myndlistarskólann í Reykjavík fyrir börn á aldrinum 1 – 7 ára sem sökum heilsu sinnar eiga erfitt með að sækja tilboð annars staðar.
 • Bergrún Íris Sævarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson: styrkur fyrir myndskreytingu sem Bergrún Íris Sævarsdóttir annast á bókinni Stórhættulega stafrófið eftir Ævar Örn Benediksson.
 • Bergþóra Einarsdóttir: útijóga með dæmisögum Esóps.
 • Bryndís Guðmundsdóttir:  Foreldravaktin – lifandi fræðsla fyrir foreldra og börn um málþroska og læsi: Þróunarverkefni þar sem markmiðið er að opna vefgátt/heimasíðu með fræðslu fyrir foreldra  0 – 10 ára barna um hvað barn þeirra á að geta í málþroska, orðaforða, framburði íslensku málhljóðanna og læsi á hverju aldurskeiði fyrir sig. Leiðir kynntar til að örva mál og tal og aðgangur að sérstökum verkefnum sem foreldrar geta unnið heima þeim að kostnaðarlausu.
 • Aðalheiður Stefánsdóttir, Brynja Ingadóttir og Katrín Njálsdóttir. Samstarfsverkefni LSH, HÍ (hjúkrunarfræðideildar) og háskólans í Turku (hjúkrunarfræðideild): Lokbrá – kennslutölvuleikur til að undirbúa börn undir svæfingu.  
 • Fjóla Ósk Aðalsteinsdóttir, Alexandra Gunnlaugsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir: Mía, Moli og Maríus – vandræðasögur. Fimm sögur í einni bók ætlaðar leikskólabörnum sem hafa það að markmiði að efla tilfinningarmeðvitund hjá börnum og þjálfa samkennd. Styrknum verður varið til þess að gefa öllu leikskólum landsins (254 talsins skv. Hagstofu 2017) eintak af bókinni.
 • Heimili og skóli, Hildur Halldórsdóttir: bæklingurinn Ung börn og snjalltæki unnin í tengslum við meistaraverkefni Ingibjargar Jónsdóttur í samstarfi við Heimili og skóla, landssamtök foreldra og SAFT árið 2017. Bæklingurinn hefur verið sendur til foreldra elstu barna í leikskóla og foreldra barna í 1. bekk í öllum skólum landsins. Styrknum verður varið í að koma til móts við óskir margra skóla um bæklinginn fyrir fleiri foreldra.
 • Hjálparstarf kirkjunnar, Atli Geir Hafliðason: Samvera og góðar minningar – Sumarbúðir fyrir fjölskyldur. Skipulagt sumarfrí fyrir efnalitlar barnafjölskyldur í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn á Íslandi standa saman að sumarfríinu sem er þátttakendum að kostnaðarlausu.
 • Kammersveit Reykjavíkur og Töfrahurð, Pamela De Sensi:  Árstíðirnar – tónlistarsaga fyrir börn – fyrir sögumann, kammersveit og dansara. Tónleikarnir verða hluti af tónleikaröð Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni af 45 ára afmælisári hennar árið 2019 en einnig verður fagnað útgáfu nýrrar myndskreyttrar bókar fyrir börn og unglinga sem inniheldur hljóðrit með sögunni og tónlist Vivaldi.
 • Pálína Þorsteinsdóttir: Velkomin til Íslands – Skólinn minn. Náms- og verkefnabók fyrir byrjendur sem hafa annað móðurmál en íslensku. Útgáfu bókarinnar er ætlað að bregðast við þeim skorti sem er á námsefni fyrir byrjendur sem eru að læra íslensku sem annað mál.
 • Landvernd, Rannveig Magnúsdóttir: Listasmiðjur fyrir Dýradaginn 22. maí 2019. Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta sinn á Íslandi 22. maí n.k. en þessi dagur er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Þema göngunnar er málefni hafsins og viðburðurinn verður settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungmennum  í skóla, í Myndlistarskóla Reykjavíkur, í Norræna húsinu og Gerðubergi í tengslum við Barnamenningarhátíð. Búningar og/eða grímur verða unnar úr endurnýttum efnivið og munu endurspegla þema göngunnar.
 • Sigríður Dögg Arnardóttir: Te & tíðir – kynfræðsla. Verkefninu er ætlað að bæta úr þekkingu unglinga á blæðingum sem er skammarlega lítil en tíðarskömm er raunverulegt fyrirbæri sem getur haft áhrif á hversdagslegt líf unglings, bæði líkamlega og andlega að sögn Siggu Daggar. Ungar stúlkur greina gjarnan frá því í kynfræðslu að þær upplifi sig óundirbúnar fyrir það að byrja á blæðingum, bæði skortir þar fræðslu og samtal um hvað gerist og hvernig það gerist.
 • Tónskáldafélag Íslands, Gunnar Karel Másson: Myrkrabörn – tónlistarhátíð ætluð börnum. Myrkrabörn er ný tónlistarhátíð ætluð börnum. Myrkrabörn er ný tónlistarhátíð ætluð börnum. Hátíðinni er ætlað að gera samtímatónlist aðgengilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra og standa fyrir viðburðum sem eru upplýsandi og fræðandi samhliða því að vera skemmtileg. Hátíðin verður haldin 30. janúar til 1. febrúar í Kaldalóni í Hörpu. Aðgangur að Myrkrabörnum er öllum 10 ára og yngri ókeypis og miðaverði verður haldið í algjöru lágmarki til þess að sem flestir geti sótt hátíðina. Myrkrabörn er hliðarhátíð Myrkra músíkdaga sem fer fram á sama tíma en er þó alveg sjálfstæð.

Heildarupphæð styrkja: 8.629.000 kr.

Styrkir 2017 – 2018

Auglýstir styrkir til verkefna í þágu barna:

 • Trúðavaktin – íslensku sjúkrahústrúðarnir: Trúðavaktin heimsækir Barnaspítala Hringsins einu sinni í viku, tveir og tveir trúðar í senn. Styrkur Sumargjafar er ætlaður til að greiða laun trúðanna í tvo mánuði.
 • Arnór Kári Egilsson: Veggmynd á tengigangi Barna- og Kvennadeildar Landspítalans.
 • Daníel Sigríðarson: Spítalablöðrur – styrkþegi heimsækir Barnaspítala Hringsins vikulega og gerir blöðrudýr fyrir börnin sem þar eru en einnig fá krakkarnir líka að spreyta sig.
 • Björg Bjarkey KristjánsdóttirSumardagurinn fyrsti – dagur barnanna er sýning sem var opnuð á sumardaginn fyrsta 19. apríl sl. í Ráðhúsinu. Sýningin fjallar um tilurð og þróun barnamenningar með hliðsjón af sumardeginum fyrsta og sögu hans. Grunnhugmynd sýningarinnar og meginmarkmið er að vekja athygli á mikilvægi sumardagnsins fyrsta fyrir velferð barna og þróun barnamenningar í Reykjavík 1918 – 2018.
 • Ferðast um fullveldið – sögur af fullvalda börnum: Um er að ræða tónleika og útgáfu á nýju tónlistarævintýri við nýjar sögur og ljóð eftir Þórarin Eldjárn og nýja tónlist Elínar Gunnlaugsdóttur. Þórarinn semur barnaljóð og sögur sem fjalla um börn á fullveldistímanum frá 1918 – 2018. Tekin eru fyrir tíu ártöl, 1918, 1928 o.s.frv. og búin til saga og ljóðatexti sem passar við hvert ártal. Stúlkur og drengir segja þá frá atburði í lífi sínu og kynna þannig fyrir yngstu kynslóðinni hvernig líf Íslendinga var á árunum 1918 – 2018 og þær breytingar sem orðið hafa. Gefin verður út myndskreytt bók og hljómdiskur og dagskráin flutt í Hörpu 18. nóvember 2018.
 • Eyrún Ísfold GísladóttirTákn með tali tekið lengra – Þróun námskeiðs ásamt bæklingi með hagnýtum leiðbeiningum.
 • Birna Arnbjörnsdóttir og Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir: vefnámskeið í íslensku fyrir snjalltæki ætlað 5 – 7 ára börnum. Þróað verður aðgengilegt, skemmtilegt og gagnvirkt 60 klst. námsefni með leikjaívafi í íslensku sem öðru máli fyrir börn á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla, jafnt börn sem eiga erlent mál að móðurmáli og íslensk börn sem alist hafa upp í öðru málumhverfi.
 • Jamil KouwatliAuðvitað get ég – myndbandagerð fyrir börn úr innflytjendafjölskyldum á Íslandi. Verkefninu er ætlað að styðja börn og fjölskyldur þeirra af erlendum uppruna í íslensku samfélagi við að aðlagast og öðlast færni til að lifa og starfa til fullnustu í íslensku samfélagi. Myndböndin eru ætluð til að fræða börnin um ýmsa hagnýta samfélagsþætti. Að verkefninu koma um 20 börn af ýmsum þjóðernum sem búa á Íslandi. Þau skipuleggja viðtöl, skrifa handrit fyrir myndböndin, sjá um upptökur og klippa myndböndin með aðstoð verkefnisstjóra.
 • Jóna Hrönn Bolladóttir: Örninn – Sumarbúðir fyrir syrgjandi börn er ætlað börnum sem misst hafa náinn ástvin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem var haldið helgina 20.-22. apríl sl. í Vindáshlíð í fyrsta sinn. Fyrirhugað var að hafa aðrar búðir haustið 2019.
 • Linda Ólafsdóttir: Reykjavík barnanna verður ríkulega myndskreytt bók um höfuðborgina og nágrenni hennar. Hún er framhald Íslandsbókar barnanna sem kom út árið 2016 og styrkþeginn, Linda Ólafsdóttir, myndskreytti. Nýja bókin er ætluð börnum, ungmennum og fólki á öllum aldri sem langar að fræðast um Reykjavík og nágrenni í máli og myndum. Markmið verkefnisins er að kynna höfuðstað Íslands, sögu hans, mannlíf og náttúru. Bókin er unnin í samstarfi við Margréti Tryggvadóttur sem skrifar bókina.
 • Þinn besti vinur – Forvarnamyndbönd fyrir börn og unglinga um kvíða og þunglyndi: Hópur sálfræðinga í samvinnu við leikara og framleiðslufyrirtæki vinnur að gerð stuttra myndbanda um þunglyndi og kvíða fyrir unglinga og ungt fólk. Myndböndin verða opin öllum á vef verkefnisins, thinnbestivinur.is og hugsuð sem forvörn til að sporna við þróun lyndisraskana hjá unglingum. Þeim er ætlað að vera fræðandi og skemmtileg þar sem grundvallaratriði í hugrænni atferlismeðferð (HAM) eru kynnt en HAM er gagnreynd meðferð við kvíða og þunglyndi. Myndböndin eiga að vera almennt fræðsluefni en einnig til notkunar í einstaklings- eða hópmeðferð við kvíða og þunglyndi.
 • Ævar Þór Benediktsson: Síðasta lestrarátak Ævars Vísindamanns. Veturinn 2014 – 2015 stóð Ævar Þór Benediktsson fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns í fyrsta sinn. Markmiðið var einfalt að hans sögn; að vekja áhuga barna á lestri á nýjan og skemmtilegan hátt. Átakið virkaði þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem krakkar í 1.-7. bekk lásu fylltu þau út lestrarmiða sem skilað var í sérstakan lestrarátakskassa sem var á hverju skólabókasafni. Í lok átaksins voru allir kassarnir sendir til Ævars sem dró út fimm börn sem fengu í verðlaun að verða persónur í risaeðluævintýrabók sem bar titilinn Risaeðlur í Reykjavík. Viðbrögðin við átakinu fóru fram úr björtustu vonum og hefur Ævar endurtekið leikinn árlega nokkrum sinnum síðan og börnum sem taka þátt fjölgar sífellt. Ævar hótar því nú að endurtaka leikinn í síðasta sinn og verðum við bara að vona að hann standi ekki við þau orð sín.
 • María Sól Ingólfsdóttir og Agnes Eyja Gunnarsdóttir: Dyndilyndi – Verkefnið felst í hljóðritun og útgáfu á átta nýjum sönglögum Megasar í nýjum útsetningum Þórðar Magnússonar. Lögin eru hugsuð fyrir börn á leikskólaaldri og yngstu bekki grunnskóla. Flytjendur og skipuleggjendur eru nemendur úr Tónlistardeild Listaháskóla Íslands í samstarfi við Mengi Records sem styrkir og sér um útgáfu. Lögin segja frá dýrum, heimkynnum þeirra, ástum og lífsbaráttu og eru sprottin frá hugmyndum barna. Í glænýjum útsetningum Þórðar Magnússonar fyrir strengjakvartett og rödd eignast lögin nýtt og litríkt líf. Skipuleggjendur og flytjendur eru allir nemendur úr Listaháskóla Íslands.

Heildarupphæð styrkja: 9.500.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Sumardagurinn fyrsti: ljósmyndasýning í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Fastir styrkir: 

 • Verðlaunasjóður barnabóka
 • Stóra upplestrarkeppnin
Styrkir 2016 – 2017

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna.

 • Síðuskóli á Akureyri, Jóhanna Ásmundsdóttir: Natur – Kultur – Retur. Heimsókn 50 danskra barna í 6. bekk í maí 2017.
 • Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Krabbameinsfélagið o.fl.: Gæðaþjónusta fyrir barnafjölskyldur, rannsóknarverkefni á krabbam.deild LSH.
 • Tónstofa Valgerðar Jónsdóttur: Bjöllukór Tónstofu Valgerðar. Nýjar Suzuki-tónbjöllur og geisla- og mynddiskur.
 • Alexandra Chernyshova söngkona og fleiri: Ævintýrið um norðurljósin. Nýtt íslenskt tónlistar- og dansverk.
 • Hallfríður Ólafsdóttir: Maxímús Músíkús fer á fjöll, íslensk útgáfa, bók og geisladiskur.
 • Lestrarsetur Rannveigar Lund: Fimm vinir í blíðu og stríðu – Vetrarævintýri og sumarævintýri, tvær bækur.
 • Margrét Tryggvadóttir: Kjarvalsbók fyrir 7–11 ára börn, kostnaður við myndefni.
 • Jórunn Elídóttir PhD, Háskólanum á Akureyri: Lítil hönd í lófa, bók um ættleiðingu barna, eða rafræn útgáfa.
 • Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Margrét Valdimarsdóttir: Sumarnámskeið í handverki fyrir börn, tækjakaup.
 • Ævar Þór Benediktsson leikari: Fjórða lestrarátak Ævars vísindamanns í 1. til 7. bekk.
 • Kristín Dýrfjörð dósent við Háskólann á Akureyri: Steingrímur Arason, uppeldisfræðilegar hugmyndir hans í ljósi samtíma og nútíma. (Steingrímur Arason var fyrsti formaður Sumargjafar)

Heildarupphæð styrkja: 6.360.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • 70 ára afmæli leikskólakennaramenntunar, afmælishátíð 4. nóvember 2016: Upphaf leikskólakennaramenntunar var í Uppeldisskóla Sumargjafar 1946, síðar Fóstruskóla Sumargjafar.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka
 • Samtökin Raddir – Stóra upplestrarkeppnin:
Styrkir 2015-2016

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna.

 • Þroska- og hegðunarstöð, Dagmar K. Hannesdóttir: Snillinganámskeið fyrir 9–12 ára börn með ADHD.
 • Jón Hrólfur Sigurjónsson: Íslensk tónlistarsaga fyrir börn, útg. myndskr. bókar og disks með tóndæmum.
 • Greiningarstöð ríkisins, Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur: Að bera kennsl á einhverfu í ung- og smábarnavernd.
 • Gunnjóna Una Guðmundsdóttir: Rannsókn á stöðu barna sem misst hafa foreldri úr krabbameini, 2.-3. hluti.
 • Ævar Þór Benediktsson leikari: Síðasta (þriðja) lestrarátak Ævars vísindamanns 2016–2017.
 • SOL-hópurinn, Margrét Tryggvadóttir, Hvolsvelli: Litla SOL – Spjallað og leikið með 0–3 ára börnum. Þýða og staðfæra bók.
 • Pamela de Sensi, Stórsveit Reykjavíkur o.fl.: Útgáfa á Pétri og úlfinum eftir Prokofiev, í djassútgáfu fyrir börn.
 • Edda Arndal og Lára Pálsdóttir (BUGL): Þróun á íslensku námsefni fyrir unglinga með sjálfskaðandi hegðun.
 • Raddlist ehf, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: Málhljóðamælir, íslenskt smáforrit sem skimar framburð og hljóðkerfisþætti.
 • Assitej á Íslandi, Tinna Grétarsdóttir og Vigdís Jakobsdóttir: Ungi – alþjóðleg sviðslistahátíð, kostnaður við 3 norskar sýningar í Klettaskóla.
 • Bí bí og blaka, Tinna Grétarsdóttir: Vera og vatnið, leikskóladanssýning fyrir 2–5 ára börn, kostn. við 40 sýningar.
 • Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur: Kelerí, kynfæri, kynlíf – handbók um hjartans mál fyrir ungt fólk.
 • Stelpur rokka, Áslaug Einarsdóttir: Rokksmiðjur fyrir 10–12 og 13–16 ára stelpur (40 frí pláss).

Heildarupphæð styrkja:  8.810.000 kr.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka
 • Samtökin Raddir – Stóra upplestrarkeppnin
Styrkir 2014 – 2015

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna.

 • Hrafnhildur Karlsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir: SOL – Syngjum og leikum. Þýðing á bók handa leikskólakennurum og foreldrum.
 • Barnaheill: Sjónvarpsmynd um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
 • Dalskóli – leikskóli í Úlfarsárdal: Hverfisfuglinn okkar – Kaup á sjónaukum o.fl.styrkir_2015
 • Fuglavernd, Hólmfríður Árnadóttir: Komdu og skoðaðu fuglana. Fræðslurit um fuglaskoðun gefið öllum nemendum í 4. bekk.
 • Tónlistarfélag Akureyrar: Skólatónleikar fyrir börn á Akureyri og nágrenni haustið 2015.
 • Raddlist, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: Froskaleikur Hoppa. Smáforrit fyrir spjaldtölvur til að auka málskilning (fyrir 4-9 ára börn).
 • Sirkus Íslands, Ragnheiður Maísól Sturludóttir: Æskusirkus Sirkus Íslands. Námskeið fyrir 350 börn. Leiga á húsnæði.
 • Jóhann G. Jóhannsson tónskáld: Stef fyrir stutta putta. Nótnabók með frumsömdum píanólögum.
 • Þóra Másdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir: Málfærni 4-6 ára leikskólabarna. Fullvinna 259 myndir fyrir þroskapróf.
 • Skaftfell, menningarmiðstöð Seyðisfirði: Farandnámskeið í myndlist fyrir 5.- 7. bekk á Austurlandi 2015-2016.
 • Bjartey Sigurðardóttir: Orðagull, kennsluefni. Smáforrit til málörvunar.

Heildarupphæð styrkja: 6.550.000 kr.

Aðrir styrkir:

Allir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu: Gjafabók: Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
Styrkir 2013-2014

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

  • Áslaug Einarsdóttir o.fl.: Stelpur rokka, rokksumarbúðir fyrir 20 stelpur á Akureyri og 40 í Reykjavík.
  • Bergljót Baldursdóttir fréttamaður:  Barnabók um tvítyngi f. 4‒7 ára börn, kostnaður við myndskreytingu
  • Leikskólinn Hjallatún, Reykjanesbæ, Jóhanna Helgadóttir:  Fjölgreindakenning Howards Gardners. Þýðing á bók, skráninarblað og gátlisti.
  • Leikskólinn Hjallatún, Reykjanesbæ, Ólöf Magnea Sverrisdóttir: Handbók fyrir leikskóla, uppsetning fyrir rafræna útgáfu.
  • Sverrir Guðjónsson o.fl.: Furðuveröld Lísu í Undralandi. Ævintýraópera, eftir John Speight og Böðvar Guðmundsson.
  • Davíð Stefánsson ljóðskáld og bókmenntafræðingur: Skapalónið, lifandi skólasmiðja.
  • Óperartic félagið, Kristín Mjöll Jakobsdóttir: Gælur, þvælur og fælur. Tónlistarævintýri, eftir Þórarin Eldjárn og Elínu Gunnlaugsdóttur.
  • Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri í Nóaborg: paxel 123.com, náms- og leikjavefur.
  • Jóhann Björnsson grunnskólakennari:  Útgáfa heimspekibókar: Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, …

Heildarupphæð styrkja: 5.110.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Grænaborg og Steinahlíð: Leiksýning frá Brúðuheimum.
  • Styrkur: Leiksýning fyrir börnin.
 • Garðyrkjufélag Íslands: Aldingarður æskunnar í Steinahlíð.
  • Styrkur: Fyrirhugað verkefni.
Styrkir 2012-2013

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Edda Austmann, Halla Óskarsdóttir og fleiri: Töfraflautan. Upptaka á geisladiski sem fylgja á myndskreyttri barnabók.
 • Soffía Vagnsdóttir, Bolungarvík: Námsefni í tónlist fyrir 4‒9 ára börn. Myndskreytt bók og geisladiskur.
 • Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, Álfhólsskóla, og fleiri: Ljóð unga fólksins 2013. Útgáfa á ljóðum úr ljóðasamkeppni.
 • YBBY á Íslandi, Þorbjörg Karlsdóttir: Gjafabók handa öllum 6 ára börnum haustin 2014 og 2015.
 • Petrína Ásgeirsdóttir og Sigríður H. Bragadóttir, Laugarnesskóla: Listmeðferðarform í Laugarnesskóla, að ástralskri fyrirmynd.
 • Pamela De Sensi (Töfrahurð, fjölskyldutónleikar): Hljóðfærasmiðjur – Rusl og drasl – tónlistarnámskeið.
 • Brúðuheimar – Hildur M. Jónsdóttir og Bernd Ogrodnik: Brúðuheimar, Þjóðleikhúsinu. Sýningin Aladín og töfralampinn.
 • Össur Geirsson, Skólahljómsveit Kópavogs: Útgáfa bókarinnar „Jólalögin mín“, með tónsetningu fyrir lúðrasveitir.
 • Kolbrún Ríkharðsdóttir og Þórunn Ævarsdóttir á Þroska- og hegðunarstöð: Kvíðameðferðarnámskeiðið Klókir krakkar, fyrir 8-12 ára börn.

Heildarupphæð styrkja: 5.900.000 kr.

Aðrir styrkir:

  • Kvennaathvarfið: Til kaupa á búnaði í tómstundaherbergi barna og unglinga.
  • Íþróttafélag fatlaðra

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
Styrkir 2011-2012

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson, Háskólanum á Akureyri: Rannsókn á byrjendalæsi 2012–2014.
 • Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: Hljóðalestin. Lærum og leikum með hljóðin. Útgáfa á barnabók.
 • Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd: Skólaganga fósturbarna. Aðlögun, þátttaka og virkni.
 • Grasagarður Reykjavíkur, Hjörtur Þorbjörnsson: Trjágróður á Íslandi. Þróun á námsverkefni fyrir miðstig grunnskóla.
 • Laufey Steingrímsdóttir prófessor í HÍ: Rannsókn á D-vítamínhag 6 ára barna á Íslandi.
 • Auður Svavarsdóttir og Hildur Arna Gunnarsdóttir: Frá fræi til fræs. Myndskreyting og útgáfa á barnabók um garðyrkju.
 • Ingibjörg Símonardóttir og Ingibjörg Möller: Íslenskuspilið Orðabelgur. Til að örva orðaforða 8 ára og eldri.
 • Rauði kross Íslands. Helga G. Halldórsdóttir: Gleðidaganámskeið Rauða krossins sumarið 2012, fyrir 7-12 ára börn.
 • Hallfríður Ólafsdóttir: Maxímús Músíkús kætist í kór. Útgáfa á bók um kórsöng.
 • Sabína Steinunn Halldórsdóttir: Færni til framtíðar. Útgáfa handbókar til að auka hreyfifærni barna.

Heildarupphæð styrkja: 6.700.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Grænaborg og Steinahlíð: Spjaldtölva handa hvorum leikskóla.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
Styrkir 2010-2011

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna.

 • Unglingasmiðjur Reykjavíkurborgar:                                                                
  Útgáfa blaðsins Dúndurs, fyrir 13-16 ára unglinga.
 • Fellaskóli, Reykjavík: Allir á heimavelli. Gerð útilistaverks við skólann, unnið af nemendum o.fl.
 • Leikskólinn Bakki, Reykjavík, í samstarfi við Fuglavernd: Fiðraðir vinir okkar. Comeniusarverkefni um fugla.
 • ADHD-samtökin: Sjálfshjálparbæklingur fyrir 10-15 ára börn með ADHD, útgáfa og dreifing.
 • Rauði kross Íslands: Gleðidagar – Hvað ungur nemur gamall temur. Sumarnámskeið fyrir 7-12 ára börn.
 • Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda: Lestrargreining með LOGOS-forriti, stofnkostnaður.
 • Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir: Hljóðakista Lubba. Askja með spjöldum til að kenna hljóðmyndun.
 • Vala Þórsdóttir og Agnieszka Nowak: Gerð barnabókar á íslensku og pólsku.
 • Nóaborg, Anna Margrét Ólafsdóttir: Leikjavefurinn PAXEL123.com, um læsi, móðurmál og stærðfræði.

Heildarupphæð styrkja: 5.250.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Grænaborg: Í tilefni af 80 ára afmæli Grænuborgar.
 • Allir leikskólar í Reykjavík: Eintak af bók Unu Margrétar Jónsdóttur: Allir í leik, 2. bindi.
 • Lágafellsskóli í Mosfellsbæ: Til þess að kaupa tölvu fyrir blint barn í skólanum.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
Styrkir 2009-2010

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari o.fl.: Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann. Bók og geisladiskur.
 • Dagmar Kristín Hannesdóttir: Snillingarnir. Fjögur meðferðarnámskeið fyrir börn með ADHD heilkenni.
 • Rithöfundasamband Íslands: Skáld í skólum. Bókmenntakynning í skólum 2010.
 • Óperarctic félagið: Barnaóperan Herra Pottur og frú Lok, eftir Bohuslav Martinu.
 • Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Háskóla Íslands: Börn af erlendum uppruna. Rannsókn á flóttabörnum, 10-18 ára.
 • Listafélag Langholtskirkju: Kórskóli Langholtskirkju, kórstarf fyrir börn og unglinga.
 • Heimili og skóli: Fræðslufyrirlestrar á landsvísu um einelti.
 • Marteinn Sigurgeirsson: Kvikmyndaskóli krakkanna. Kennslumynd um kvikmyndagerð barna.

Heildarupphæð styrkja: 4.440.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Steinahlíð: Í tilefni af 60 ára afmæli Steinahlíðar.
 • Allir leikskólar í Reykjavík: Eintak af bók Unu Margrétar Jónsdóttur: Allir í leik, 1. bindi.
 • Félag leikskólakennara: Til þess að rita sögu félagsins: Spor í sögu stéttar.
 • Fangelsið Litla-Hrauni og Bitru: Til þess að kaupa útileiktæki, þroskaspil, geislaspilara og bæta heimsóknaraðstöðu fyrir börn.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
 • Bernskuskógar
Styrkir 2008-2009

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Leikskólinn Bakki, Reykjavík: Með augum barna. Þróunarverkefni um ljósmyndun.
 • Dr. Jórunn Elídóttir, Háskólanum á Akureyri: Rannsókn um börn ættleidd frá Kína frá 2002.
 • Jafnréttisstofa, í samvinnu við Háskólann á Akureyri: Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Þróunarverkefni.
 • Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd, Háskóla Íslands: Börn af erlendum uppruna (flóttabörn). Rannsókn.
 • Sigríður Pálmadóttir, Háskóla Íslands: Útgáfa á námsefni í tónmennt fyrir leikskólakennara, bók og diskur.
 • Ingibjörg Auðunsdóttir, Háskólanum á Akureyri: Verkefni til að efla lestur drengja.
 • Unglingasmiðjan Tröð: Til þess að gefa út 22. tölublað Dúndurs.
 • Skólakór Kársnesskóla: Ef væri ég söngvari. Útgáfa á geisladiski með barnalögum, sem fylgjr nýrri vísnabók.

Heildarupphæð styrkja: 4.600.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Félag leikskólakennara: Til þess að rita sögu félagsins, fyrir 60 ára afmæli þess 2010.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
 • Bernskuskógar
Styrkir 2007-2008

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Þjóðminjasafn Íslands: Hljóðleiðsögn fyrir 5 10 ára börn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins: Þjóð verður til.
 • Mýrin – félag: Barnabókmenntahátíð í Norræna húsinu í Reykjavík, 19. 23. september 2008.
 • Möguleikhúsið, Laugavegi 105: Leiksýningar fyrir börn, bæði í eigin sýningarsal og í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins.
 • Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: Þróunarvinna og útgáfa framburðarbókar og framburðarmynda fyrir börn með framburðarfrávik.                                   

Heildarupphæð styrkja: 3.000.000 kr.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
 • Bernskuskógar

 

Styrkir 2006-2007 

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Guðrún Bjarnadóttir og Hrönn Pálmadóttir, kennarar í KHÍ: Leikskólalíf yngstu barna, rannsókn.
 • Eyrún Ísfeld Gísladóttir og Þóra Másdóttir, talmeinafræðingar: Lubbi og hljóðaskjóðan. Bók, hljóðdiskur og brúða til málörvunar fyrir börn.
 • Skólakór Kársnesskóla: Ef væri ég söngvari. Styrkur var greiddur út 2009, sjá þar.
 • Mannréttindaskrifstofa Íslands: Vefleikurinn ‘Against all odds’. Þýðing og staðfærsla á vefleik um flóttamenn.

Heildarupphæð styrkja: 1.800.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Eva Örnólfsdóttir kennari: Orð fyrir orð. Útgáfa á kennslubók í íslensku fyrir börn með annað móðurmál.                        
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
 • Skóli Ísaks Jónssonar: Í tilefni af 80 ára afmæli skólans.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar

Styrkir 2005-2006 

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Slysavarnarfélagið Landsbjörg: Námsspil með Núma. Forvarnarefni ætlað nemendum í öllum leikskólum og grunnskólum landsins.
 • Jóhanna Einarsdóttir dósent við KHÍ og Bryndís Garðarsdóttir lektor við KHÍ: Rannsókn á samstarfi foreldra og leikskóla. Fjölþjóðlegt samstarfsverkefni.
 • Klara Geirsdóttir: Þýðing og útgáfa á barnabók eftir Dan og Lotte Höjer um hjón sem eignast barn með ættleiðingu.
 • Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn: Börn og barnamenning. Ný sýning um líf og leik barna í Reykjavík.
 • Rúna K. Tetzschner: Gerð geisladisks um ævintýraveröld ófétanna, með friðarboðskap, ljóðum og söngvum fyrir börn.

Heildarupphæð styrkja: 2.200.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Árdís Ívarsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir og Matthildur Guðmundsdóttir: Fagleg kennsla í fyrirrúmi. Útgáfa á handbók fyrir kennara í 1.-4. bekk grunnskóla.                                

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Verðlaunin féllu niður.
 • Bernskuskógar

Styrkir 2004-2005

Auglýstir styrkir til þróunarverkefna á sviði rannsókna eða lista:

 • Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari: Hring eftir hring. Gerð námsefnis í tónlist og hreyfingu fyrir 4-6 ára börn.
 • Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn (Baldur Sigurðsson og fleiri): Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk grunnskóla.
 • Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur og Anna C. Leplar myndmenntakennari: List fyrir krakka. Bók um 20 íslensk listaverk. Kostnaður vegna birtingarréttar á myndum.

Heildarupphæð styrkja: 1.500.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Minningarsjóður um Helgu Björgu Svansdóttur: Til náms og vinnu í músíkþerapíu.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar

Styrkir 2003-2004

Auglýstir styrkir til þróunarverkefna á sviði rannsókna eða lista:

 • Jensína Edda Hermannsdóttir, fyrir hönd starfsmannahóps Leikskólans Seljaborgar: Félagsfærninám sem forvörn við einelti. Þróunarverkefni og útgáfa efnis og leiðbeininga.
 • Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður: Rannsókn á leikjasöngvum íslenskra barna fyrr og nú, gerð útvarpsþátta og fl.
 • Þórný Ólý Óskarsdóttir forstöðumaður f.h. unglingaathvarfa á Amtmannsstíg og í Keilufelli: Útgáfa blaðsins Dúndurs, sem unglingarnir vinna og gefa út.
 • Arnar Pálsson verkefnisstjóri, fyrir hönd Foreldrafélags barna með ADHD heilkenni: Útgáfa bókarinnar Síríus eftir norska höfundinn Lisbeth Iglum Rønhovde, í íslenskri þýðingu.

Heildarupphæð styrkja: 1.500.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Laugarnesskóli, Foreldrafélag Laugarnesskóla og Laugarneskirkja: Til þess að geta boðið öllum nemendum 4. bekkjar í tjaldbúðir í Katlagili í júní.
 • Börn og menning (tímarit)
 • Munaðarlaus börn króatískrar konu
 • Munaðarlaus börn á Tálknafirði

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar

Styrkir 2002-2003 

Auglýstir styrkir til rannsókna eða lista:

 • Anh-Dao Tran kennari í Breiðagerðisskóla o.fl.: Rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á námsframvindu asískra nemenda á Íslandi. 
 • Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður og Hulda Elsa Björgvinsdóttir lögfræðingur: Rannsókn á dómum frá 1992 um kynferðisafbrot gegn börnum.
 • Guðrún Hannesdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur: Til að safna og gefa út gamlar barnagælur, þulur og vísur í tölvutæku og prentuðu formi.
 • Ólafur B. Ólafsson tónmenntakennari: Tumi og fjársjóðurinn (barnabók). Til að gefa út bókina og geisladisk með efni hennar.

Heildarupphæð styrkja: 1.800.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Samtök Psoriasis- og Exemsjúklinga: Til þess að gefa út bókina Lalli og fagra Klara, um dreng með húðsjúkdóm.                                     
 • Grænaborg 20 ára (hljómtæki)
 • Börn og menning (tímarit)

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar

Styrkir 2001-2002

Auglýstir styrkir til framhaldsnáms eða rannsókna:

 • Jóhanna Einarsdóttir dósent í KHÍ: Rannsókn á hugmyndum 5 ára barna um grunnskólann og upphaf skólagöngu.
 • Anh-Dao Tran kennari í Breiðagerðisskóla o.fl.: Rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á námsárangur asískra nemenda á Íslandi.
 • Gísli Baldursson og Páll Magnússon sérfræðingar á BUGL:       
  Forkönnun á geðheilsu 5 ára barna í Reykjavík.

Heildarupphæð styrkja: 1.500.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Félag íslenskra leikskólakennara (menntunarsjóður): Í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, þriðji hluti styrks.
 • Árbæjarsafn (Minjasafn leikskóla): Laun Margrétar G. Schram.
  • Einnig framlag vegna vinnu þjóðfræðinga, sem tóku viðtöl.
 • Börn og menning (tímarit)

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlauni.
 • Bernskuskógar
Styrkir 2000-2001

Auglýstir styrkir til framhaldsnáms:

 • Dóra Sigurlaug Júlíussen félagsráðgjafi: Til fjarnáms í Osló, í barnavernd.
 • Guðrún Bjarnadóttir kennari við KHÍ: Til fjarnáms í Osló, um frjálsan leik í leikskóla.
 • Birna Hildur Bergsdóttir hjúkrunarfræðingur: Til fjarnáms í Svíþjóð, í samskiptum við þroskahamlaða.

Heildarupphæð styrkja: 1.050.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Félag íslenskra leikskólakennara (menntunarsjóður): Í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, annar hluti styrks.
 • Una Birna Guðjónsdóttir sjúkraþjálfari: Til náms í Ungverjalandi, í að þjálfa spastísk börn sem hafa orðið fyrir slysum.
 • Unglingaathvarfið

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar

Styrkir 1999-2000

 • Félag íslenskra leikskólakennara (menntunarsjóður): Í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, fyrsti hluti styrks.
 • Ólöf Björg Steinþórsdóttir kennari í Foldaskóla: Rannsókn á stærðfræðiskilningi barna.
 • Steinahlíð 50 ára

Heildarupphæð styrkja: 350.000 kr.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Unglingaathvarfið
 • Bernskan
Styrkir 1998-1999
 • Barnahús
 • EFI-prófið (Elmar Þórðarson, Friðrik Rúnar Guðmundsson og Ingibjörg Símonardóttir): Til þess að kanna heyrnarvandamál og málþroska forskólabarna.
 • Unglingaathvarfið: Til þess að heimsækja meðferðarheimili fyrir fíkniefnaneytendur á Gotlandi.
 • KFUM: Til þess að gefa út 100 ára sögu KFUM.
 • Karl Marinósson félagsráðgjafi hjá BUGL: Til framhaldsnáms í Noregi.

Heildarupphæð styrkja: 200.000 kr.

Styrkir í tilefni af 75 ára afmæli Sumargjafar vorið 1999:

 • Foreldrafélag geðsjúkra barna
 • Umsjónarfélag einhverfra
 • Barna- og unglingageðdeild (BUGL)
 • Dalbrautarskólinn (BUGL)

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskan