Styrkir

Styrkir

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til umsóknar í dagblöðum um eða eftir miðjan janúar ár hvert.  Styrkirnir eru til rannsókna, lista- og þróunarverkefna sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri.
Sérstök nefnd metur þær styrkumsóknir sem berast og velur nokkur verkefni.  Úthlutun styrkjanna fer gjarnan fram í kringum sumardaginn fyrsta.

Styrkir eru aðeins veittir eftir þessa árlegu auglýsingu, berist umsóknir á öðrum tímum er þeim vísað frá.

Smellið á ártölin hér fyrir neðan til að sjá hvaða verkefni hlutu styrki hvert ár.

Styrkir 2016-2017

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna.

 • Síðuskóli á Akureyri, Jóhanna Ásmundsdóttir: Natur – Kultur – Retur. Heimsókn 50 danskra barna í 6. bekk í maí 2017.
 • Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Krabbameinsfélagið o.fl.: Gæðaþjónusta fyrir barnafjölskyldur, rannsóknarverkefni á krabbam.deild LSH.
 • Tónstofa Valgerðar Jónsdóttur: Bjöllukór Tónstofu Valgerðar. Nýjar Suzuki-tónbjöllur og geisla- og mynddiskur.
 • Alexandra Chernyshova söngkona og fleiri: Ævintýrið um norðurljósin. Nýtt íslenskt tónlistar- og dansverk.
 • Hallfríður Ólafsdóttir: Maxímús Músíkús fer á fjöll, íslensk útgáfa, bók og geisladiskur.
 • Lestrarsetur Rannveigar Lund: Fimm vinir í blíðu og stríðu – Vetrarævintýri og sumarævintýri, tvær bækur.
 • Margrét Tryggvadóttir: Kjarvalsbók fyrir 7–11 ára börn, kostnaður við myndefni.
 • Jórunn Elídóttir PhD, Háskólanum á Akureyri: Lítil hönd í lófa, bók um ættleiðingu barna, eða rafræn útgáfa.
 • Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Margrét Valdimarsdóttir: Sumarnámskeið í handverki fyrir börn, tækjakaup.
 • Ævar Þór Benediktsson leikari: Fjórða lestrarátak Ævars vísindamanns í 1. til 7. bekk.
 • Kristín Dýrfjörð dósent við Háskólann á Akureyri: Steingrímur Arason, uppeldisfræðilegar hugmyndir hans í ljósi samtíma og nútíma. (Steingrímur Arason var fyrsti formaður Sumargjafar)

Heildarupphæð styrkja: 6.360.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • 70 ára afmæli leikskólakennaramenntunar, afmælishátíð 4. nóvember 2016: Upphaf leikskólakennaramenntunar var í Uppeldisskóla Sumargjafar 1946, síðar Fóstruskóla Sumargjafar.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka
 • Samtökin Raddir – Stóra upplestrarkeppnin:
Styrkir 2015-2016

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna.

 • Þroska- og hegðunarstöð, Dagmar K. Hannesdóttir: Snillinganámskeið fyrir 9–12 ára börn með ADHD.
 • Jón Hrólfur Sigurjónsson: Íslensk tónlistarsaga fyrir börn, útg. myndskr. bókar og disks með tóndæmum.
 • Greiningarstöð ríkisins, Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur: Að bera kennsl á einhverfu í ung- og smábarnavernd.
 • Gunnjóna Una Guðmundsdóttir: Rannsókn á stöðu barna sem misst hafa foreldri úr krabbameini, 2.-3. hluti.
 • Ævar Þór Benediktsson leikari: Síðasta (þriðja) lestrarátak Ævars vísindamanns 2016–2017.
 • SOL-hópurinn, Margrét Tryggvadóttir, Hvolsvelli: Litla SOL – Spjallað og leikið með 0–3 ára börnum. Þýða og staðfæra bók.
 • Pamela de Sensi, Stórsveit Reykjavíkur o.fl.: Útgáfa á Pétri og úlfinum eftir Prokofiev, í djassútgáfu fyrir börn.
 • Edda Arndal og Lára Pálsdóttir (BUGL): Þróun á íslensku námsefni fyrir unglinga með sjálfskaðandi hegðun.
 • Raddlist ehf, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: Málhljóðamælir, íslenskt smáforrit sem skimar framburð og hljóðkerfisþætti.
 • Assitej á Íslandi, Tinna Grétarsdóttir og Vigdís Jakobsdóttir: Ungi – alþjóðleg sviðslistahátíð, kostnaður við 3 norskar sýningar í Klettaskóla.
 • Bí bí og blaka, Tinna Grétarsdóttir: Vera og vatnið, leikskóladanssýning fyrir 2–5 ára börn, kostn. við 40 sýningar.
 • Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur: Kelerí, kynfæri, kynlíf – handbók um hjartans mál fyrir ungt fólk.
 • Stelpur rokka, Áslaug Einarsdóttir: Rokksmiðjur fyrir 10–12 og 13–16 ára stelpur (40 frí pláss).

Heildarupphæð styrkja:  8.810.000 kr.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka
 • Samtökin Raddir – Stóra upplestrarkeppnin
Styrkir 2014 – 2015

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna.

 • Hrafnhildur Karlsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir: SOL – Syngjum og leikum. Þýðing á bók handa leikskólakennurum og foreldrum.
 • Barnaheill: Sjónvarpsmynd um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
 • Dalskóli – leikskóli í Úlfarsárdal: Hverfisfuglinn okkar – Kaup á sjónaukum o.fl.styrkir_2015
 • Fuglavernd, Hólmfríður Árnadóttir: Komdu og skoðaðu fuglana. Fræðslurit um fuglaskoðun gefið öllum nemendum í 4. bekk.
 • Tónlistarfélag Akureyrar: Skólatónleikar fyrir börn á Akureyri og nágrenni haustið 2015.
 • Raddlist, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: Froskaleikur Hoppa. Smáforrit fyrir spjaldtölvur til að auka málskilning (fyrir 4-9 ára börn).
 • Sirkus Íslands, Ragnheiður Maísól Sturludóttir: Æskusirkus Sirkus Íslands. Námskeið fyrir 350 börn. Leiga á húsnæði.
 • Jóhann G. Jóhannsson tónskáld: Stef fyrir stutta putta. Nótnabók með frumsömdum píanólögum.
 • Þóra Másdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir: Málfærni 4-6 ára leikskólabarna. Fullvinna 259 myndir fyrir þroskapróf.
 • Skaftfell, menningarmiðstöð Seyðisfirði: Farandnámskeið í myndlist fyrir 5.- 7. bekk á Austurlandi 2015-2016.
 • Bjartey Sigurðardóttir: Orðagull, kennsluefni. Smáforrit til málörvunar.

Heildarupphæð styrkja: 6.550.000 kr.

Aðrir styrkir:

Allir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu: Gjafabók: Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
Styrkir 2013-2014

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

  • Áslaug Einarsdóttir o.fl.: Stelpur rokka, rokksumarbúðir fyrir 20 stelpur á Akureyri og 40 í Reykjavík.
  • Bergljót Baldursdóttir fréttamaður:  Barnabók um tvítyngi f. 4‒7 ára börn, kostnaður við myndskreytingu
  • Leikskólinn Hjallatún, Reykjanesbæ, Jóhanna Helgadóttir:  Fjölgreindakenning Howards Gardners. Þýðing á bók, skráninarblað og gátlisti.
  • Leikskólinn Hjallatún, Reykjanesbæ, Ólöf Magnea Sverrisdóttir: Handbók fyrir leikskóla, uppsetning fyrir rafræna útgáfu.
  • Sverrir Guðjónsson o.fl.: Furðuveröld Lísu í Undralandi. Ævintýraópera, eftir John Speight og Böðvar Guðmundsson.
  • Davíð Stefánsson ljóðskáld og bókmenntafræðingur: Skapalónið, lifandi skólasmiðja.
  • Óperartic félagið, Kristín Mjöll Jakobsdóttir: Gælur, þvælur og fælur. Tónlistarævintýri, eftir Þórarin Eldjárn og Elínu Gunnlaugsdóttur.
  • Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri í Nóaborg: paxel 123.com, náms- og leikjavefur.
  • Jóhann Björnsson grunnskólakennari:  Útgáfa heimspekibókar: Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, …

Heildarupphæð styrkja: 5.110.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Grænaborg og Steinahlíð: Leiksýning frá Brúðuheimum.
  • Styrkur: Leiksýning fyrir börnin.
 • Garðyrkjufélag Íslands: Aldingarður æskunnar í Steinahlíð.
  • Styrkur: Fyrirhugað verkefni.
Styrkir 2012-2013

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Edda Austmann, Halla Óskarsdóttir og fleiri: Töfraflautan. Upptaka á geisladiski sem fylgja á myndskreyttri barnabók.
 • Soffía Vagnsdóttir, Bolungarvík: Námsefni í tónlist fyrir 4‒9 ára börn. Myndskreytt bók og geisladiskur.
 • Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, Álfhólsskóla, og fleiri: Ljóð unga fólksins 2013. Útgáfa á ljóðum úr ljóðasamkeppni.
 • YBBY á Íslandi, Þorbjörg Karlsdóttir: Gjafabók handa öllum 6 ára börnum haustin 2014 og 2015.
 • Petrína Ásgeirsdóttir og Sigríður H. Bragadóttir, Laugarnesskóla: Listmeðferðarform í Laugarnesskóla, að ástralskri fyrirmynd.
 • Pamela De Sensi (Töfrahurð, fjölskyldutónleikar): Hljóðfærasmiðjur – Rusl og drasl – tónlistarnámskeið.
 • Brúðuheimar – Hildur M. Jónsdóttir og Bernd Ogrodnik: Brúðuheimar, Þjóðleikhúsinu. Sýningin Aladín og töfralampinn.
 • Össur Geirsson, Skólahljómsveit Kópavogs: Útgáfa bókarinnar „Jólalögin mín“, með tónsetningu fyrir lúðrasveitir.
 • Kolbrún Ríkharðsdóttir og Þórunn Ævarsdóttir á Þroska- og hegðunarstöð: Kvíðameðferðarnámskeiðið Klókir krakkar, fyrir 8-12 ára börn.

Heildarupphæð styrkja: 5.900.000 kr.

Aðrir styrkir:

  • Kvennaathvarfið: Til kaupa á búnaði í tómstundaherbergi barna og unglinga.
  • Íþróttafélag fatlaðra

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
Styrkir 2011-2012

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson, Háskólanum á Akureyri: Rannsókn á byrjendalæsi 2012–2014.
 • Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: Hljóðalestin. Lærum og leikum með hljóðin. Útgáfa á barnabók.
 • Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd: Skólaganga fósturbarna. Aðlögun, þátttaka og virkni.
 • Grasagarður Reykjavíkur, Hjörtur Þorbjörnsson: Trjágróður á Íslandi. Þróun á námsverkefni fyrir miðstig grunnskóla.
 • Laufey Steingrímsdóttir prófessor í HÍ: Rannsókn á D-vítamínhag 6 ára barna á Íslandi.
 • Auður Svavarsdóttir og Hildur Arna Gunnarsdóttir: Frá fræi til fræs. Myndskreyting og útgáfa á barnabók um garðyrkju.
 • Ingibjörg Símonardóttir og Ingibjörg Möller: Íslenskuspilið Orðabelgur. Til að örva orðaforða 8 ára og eldri.
 • Rauði kross Íslands. Helga G. Halldórsdóttir: Gleðidaganámskeið Rauða krossins sumarið 2012, fyrir 7-12 ára börn.
 • Hallfríður Ólafsdóttir: Maxímús Músíkús kætist í kór. Útgáfa á bók um kórsöng.
 • Sabína Steinunn Halldórsdóttir: Færni til framtíðar. Útgáfa handbókar til að auka hreyfifærni barna.

Heildarupphæð styrkja: 6.700.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Grænaborg og Steinahlíð: Spjaldtölva handa hvorum leikskóla.

Fastir styrkir:

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
Styrkir 2010-2011

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna.

 • Unglingasmiðjur Reykjavíkurborgar:                                                                
  Útgáfa blaðsins Dúndurs, fyrir 13-16 ára unglinga.
 • Fellaskóli, Reykjavík: Allir á heimavelli. Gerð útilistaverks við skólann, unnið af nemendum o.fl.
 • Leikskólinn Bakki, Reykjavík, í samstarfi við Fuglavernd: Fiðraðir vinir okkar. Comeniusarverkefni um fugla.
 • ADHD-samtökin: Sjálfshjálparbæklingur fyrir 10-15 ára börn með ADHD, útgáfa og dreifing.
 • Rauði kross Íslands: Gleðidagar – Hvað ungur nemur gamall temur. Sumarnámskeið fyrir 7-12 ára börn.
 • Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda: Lestrargreining með LOGOS-forriti, stofnkostnaður.
 • Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir: Hljóðakista Lubba. Askja með spjöldum til að kenna hljóðmyndun.
 • Vala Þórsdóttir og Agnieszka Nowak: Gerð barnabókar á íslensku og pólsku.
 • Nóaborg, Anna Margrét Ólafsdóttir: Leikjavefurinn PAXEL123.com, um læsi, móðurmál og stærðfræði.

Heildarupphæð styrkja: 5.250.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Grænaborg: Í tilefni af 80 ára afmæli Grænuborgar.
 • Allir leikskólar í Reykjavík: Eintak af bók Unu Margrétar Jónsdóttur: Allir í leik, 2. bindi.
 • Lágafellsskóli í Mosfellsbæ: Til þess að kaupa tölvu fyrir blint barn í skólanum.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
Styrkir 2009-2010

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari o.fl.: Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann. Bók og geisladiskur.
 • Dagmar Kristín Hannesdóttir: Snillingarnir. Fjögur meðferðarnámskeið fyrir börn með ADHD heilkenni.
 • Rithöfundasamband Íslands: Skáld í skólum. Bókmenntakynning í skólum 2010.
 • Óperarctic félagið: Barnaóperan Herra Pottur og frú Lok, eftir Bohuslav Martinu.
 • Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Háskóla Íslands: Börn af erlendum uppruna. Rannsókn á flóttabörnum, 10-18 ára.
 • Listafélag Langholtskirkju: Kórskóli Langholtskirkju, kórstarf fyrir börn og unglinga.
 • Heimili og skóli: Fræðslufyrirlestrar á landsvísu um einelti.
 • Marteinn Sigurgeirsson: Kvikmyndaskóli krakkanna. Kennslumynd um kvikmyndagerð barna.

Heildarupphæð styrkja: 4.440.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Steinahlíð: Í tilefni af 60 ára afmæli Steinahlíðar.
 • Allir leikskólar í Reykjavík: Eintak af bók Unu Margrétar Jónsdóttur: Allir í leik, 1. bindi.
 • Félag leikskólakennara: Til þess að rita sögu félagsins: Spor í sögu stéttar.
 • Fangelsið Litla-Hrauni og Bitru: Til þess að kaupa útileiktæki, þroskaspil, geislaspilara og bæta heimsóknaraðstöðu fyrir börn.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
 • Bernskuskógar
Styrkir 2008-2009

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Leikskólinn Bakki, Reykjavík: Með augum barna. Þróunarverkefni um ljósmyndun.
 • Dr. Jórunn Elídóttir, Háskólanum á Akureyri: Rannsókn um börn ættleidd frá Kína frá 2002.
 • Jafnréttisstofa, í samvinnu við Háskólann á Akureyri: Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Þróunarverkefni.
 • Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd, Háskóla Íslands: Börn af erlendum uppruna (flóttabörn). Rannsókn.
 • Sigríður Pálmadóttir, Háskóla Íslands: Útgáfa á námsefni í tónmennt fyrir leikskólakennara, bók og diskur.
 • Ingibjörg Auðunsdóttir, Háskólanum á Akureyri: Verkefni til að efla lestur drengja.
 • Unglingasmiðjan Tröð: Til þess að gefa út 22. tölublað Dúndurs.
 • Skólakór Kársnesskóla: Ef væri ég söngvari. Útgáfa á geisladiski með barnalögum, sem fylgjr nýrri vísnabók.

Heildarupphæð styrkja: 4.600.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Félag leikskólakennara: Til þess að rita sögu félagsins, fyrir 60 ára afmæli þess 2010.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
 • Bernskuskógar
Styrkir 2007-2008

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Þjóðminjasafn Íslands: Hljóðleiðsögn fyrir 5 10 ára börn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins: Þjóð verður til.
 • Mýrin – félag: Barnabókmenntahátíð í Norræna húsinu í Reykjavík, 19. 23. september 2008.
 • Möguleikhúsið, Laugavegi 105: Leiksýningar fyrir börn, bæði í eigin sýningarsal og í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins.
 • Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: Þróunarvinna og útgáfa framburðarbókar og framburðarmynda fyrir börn með framburðarfrávik.                                   

Heildarupphæð styrkja: 3.000.000 kr.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
 • Bernskuskógar


Styrkir 2006-2007 

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Guðrún Bjarnadóttir og Hrönn Pálmadóttir, kennarar í KHÍ: Leikskólalíf yngstu barna, rannsókn.
 • Eyrún Ísfeld Gísladóttir og Þóra Másdóttir, talmeinafræðingar: Lubbi og hljóðaskjóðan. Bók, hljóðdiskur og brúða til málörvunar fyrir börn.
 • Skólakór Kársnesskóla: Ef væri ég söngvari. Styrkur var greiddur út 2009, sjá þar.
 • Mannréttindaskrifstofa Íslands: Vefleikurinn ‘Against all odds’. Þýðing og staðfærsla á vefleik um flóttamenn.

Heildarupphæð styrkja: 1.800.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Eva Örnólfsdóttir kennari: Orð fyrir orð. Útgáfa á kennslubók í íslensku fyrir börn með annað móðurmál.                        
 • Samtökin Raddir: Stóra upplestrarkeppnin.
 • Skóli Ísaks Jónssonar: Í tilefni af 80 ára afmæli skólans.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar


Styrkir 2005-2006 

Auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna:

 • Slysavarnarfélagið Landsbjörg: Námsspil með Núma. Forvarnarefni ætlað nemendum í öllum leikskólum og grunnskólum landsins.
 • Jóhanna Einarsdóttir dósent við KHÍ og Bryndís Garðarsdóttir lektor við KHÍ: Rannsókn á samstarfi foreldra og leikskóla. Fjölþjóðlegt samstarfsverkefni.
 • Klara Geirsdóttir: Þýðing og útgáfa á barnabók eftir Dan og Lotte Höjer um hjón sem eignast barn með ættleiðingu.
 • Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn: Börn og barnamenning. Ný sýning um líf og leik barna í Reykjavík.
 • Rúna K. Tetzschner: Gerð geisladisks um ævintýraveröld ófétanna, með friðarboðskap, ljóðum og söngvum fyrir börn.

Heildarupphæð styrkja: 2.200.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Árdís Ívarsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir og Matthildur Guðmundsdóttir: Fagleg kennsla í fyrirrúmi. Útgáfa á handbók fyrir kennara í 1.-4. bekk grunnskóla.                                

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Verðlaunin féllu niður.
 • Bernskuskógar


Styrkir 2004-2005

Auglýstir styrkir til þróunarverkefna á sviði rannsókna eða lista:

 • Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari: Hring eftir hring. Gerð námsefnis í tónlist og hreyfingu fyrir 4-6 ára börn.
 • Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn (Baldur Sigurðsson og fleiri): Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk grunnskóla.
 • Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur og Anna C. Leplar myndmenntakennari: List fyrir krakka. Bók um 20 íslensk listaverk. Kostnaður vegna birtingarréttar á myndum.

Heildarupphæð styrkja: 1.500.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Minningarsjóður um Helgu Björgu Svansdóttur: Til náms og vinnu í músíkþerapíu.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar


Styrkir 2003-2004

Auglýstir styrkir til þróunarverkefna á sviði rannsókna eða lista:

 • Jensína Edda Hermannsdóttir, fyrir hönd starfsmannahóps Leikskólans Seljaborgar: Félagsfærninám sem forvörn við einelti. Þróunarverkefni og útgáfa efnis og leiðbeininga.
 • Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður: Rannsókn á leikjasöngvum íslenskra barna fyrr og nú, gerð útvarpsþátta og fl.
 • Þórný Ólý Óskarsdóttir forstöðumaður f.h. unglingaathvarfa á Amtmannsstíg og í Keilufelli: Útgáfa blaðsins Dúndurs, sem unglingarnir vinna og gefa út.
 • Arnar Pálsson verkefnisstjóri, fyrir hönd Foreldrafélags barna með ADHD heilkenni: Útgáfa bókarinnar Síríus eftir norska höfundinn Lisbeth Iglum Rønhovde, í íslenskri þýðingu.

Heildarupphæð styrkja: 1.500.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Laugarnesskóli, Foreldrafélag Laugarnesskóla og Laugarneskirkja: Til þess að geta boðið öllum nemendum 4. bekkjar í tjaldbúðir í Katlagili í júní.
 • Börn og menning (tímarit)
 • Munaðarlaus börn króatískrar konu
 • Munaðarlaus börn á Tálknafirði

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar


Styrkir 2002-2003 

Auglýstir styrkir til rannsókna eða lista:

 • Anh-Dao Tran kennari í Breiðagerðisskóla o.fl.: Rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á námsframvindu asískra nemenda á Íslandi. 
 • Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður og Hulda Elsa Björgvinsdóttir lögfræðingur: Rannsókn á dómum frá 1992 um kynferðisafbrot gegn börnum.
 • Guðrún Hannesdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur: Til að safna og gefa út gamlar barnagælur, þulur og vísur í tölvutæku og prentuðu formi.
 • Ólafur B. Ólafsson tónmenntakennari: Tumi og fjársjóðurinn (barnabók). Til að gefa út bókina og geisladisk með efni hennar.

Heildarupphæð styrkja: 1.800.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Samtök Psoriasis- og Exemsjúklinga: Til þess að gefa út bókina Lalli og fagra Klara, um dreng með húðsjúkdóm.                                     
 • Grænaborg 20 ára (hljómtæki)
 • Börn og menning (tímarit)

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar


Styrkir 2001-2002

Auglýstir styrkir til framhaldsnáms eða rannsókna:

 • Jóhanna Einarsdóttir dósent í KHÍ: Rannsókn á hugmyndum 5 ára barna um grunnskólann og upphaf skólagöngu.
 • Anh-Dao Tran kennari í Breiðagerðisskóla o.fl.: Rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á námsárangur asískra nemenda á Íslandi.
 • Gísli Baldursson og Páll Magnússon sérfræðingar á BUGL:       
  Forkönnun á geðheilsu 5 ára barna í Reykjavík.

Heildarupphæð styrkja: 1.500.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Félag íslenskra leikskólakennara (menntunarsjóður): Í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, þriðji hluti styrks.
 • Árbæjarsafn (Minjasafn leikskóla): Laun Margrétar G. Schram.
  • Einnig framlag vegna vinnu þjóðfræðinga, sem tóku viðtöl.
 • Börn og menning (tímarit)

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlauni.
 • Bernskuskógar

 

Styrkir 2000-2001

Auglýstir styrkir til framhaldsnáms:

 • Dóra Sigurlaug Júlíussen félagsráðgjafi: Til fjarnáms í Osló, í barnavernd.
 • Guðrún Bjarnadóttir kennari við KHÍ: Til fjarnáms í Osló, um frjálsan leik í leikskóla.
 • Birna Hildur Bergsdóttir hjúkrunarfræðingur: Til fjarnáms í Svíþjóð, í samskiptum við þroskahamlaða.

Heildarupphæð styrkja: 1.050.000 kr.

Aðrir styrkir:

 • Félag íslenskra leikskólakennara (menntunarsjóður): Í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, annar hluti styrks.
 • Una Birna Guðjónsdóttir sjúkraþjálfari: Til náms í Ungverjalandi, í að þjálfa spastísk börn sem hafa orðið fyrir slysum.
 • Unglingaathvarfið

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskuskógar


Styrkir 1999-2000
 • Félag íslenskra leikskólakennara (menntunarsjóður): Í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, fyrsti hluti styrks.
 • Ólöf Björg Steinþórsdóttir kennari í Foldaskóla: Rannsókn á stærðfræðiskilningi barna.
 • Steinahlíð 50 ára

Heildarupphæð styrkja: 350.000 kr.

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Unglingaathvarfið
 • Bernskan

 

Styrkir 1998-1999
 • Barnahús
 • EFI-prófið (Elmar Þórðarson, Friðrik Rúnar Guðmundsson og Ingibjörg Símonardóttir): Til þess að kanna heyrnarvandamál og málþroska forskólabarna.
 • Unglingaathvarfið: Til þess að heimsækja meðferðarheimili fyrir fíkniefnaneytendur á Gotlandi.
 • KFUM: Til þess að gefa út 100 ára sögu KFUM.
 • Karl Marinósson félagsráðgjafi hjá BUGL: Til framhaldsnáms í Noregi.

Heildarupphæð styrkja: 200.000 kr.

Styrkir í tilefni af 75 ára afmæli Sumargjafar vorið 1999:

 • Foreldrafélag geðsjúkra barna
 • Umsjónarfélag einhverfra
 • Barna- og unglingageðdeild (BUGL)
 • Dalbrautarskólinn (BUGL)

Fastir styrkir:

 • Verðlaunasjóður barnabóka: Íslensku barnabókaverðlaunin.
 • Bernskan