Í upphafi árs 2020 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til verkefna í þágu barna. Vegna öryggisráðstafana í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur stjórn Sumargjafar ákveðið að fresta styrkjaafhendingunni sem átti að fara fram vorið 2020 um óákveðinn tíma.
Öllum umsækjendum verður svarað þegar stjórn Sumargjafar hefur komist að niðurstöðu um hvaða verkefni hljóta styrki að þessu sinni og ný dagsetning hefur verið ákveðin.
Með því að smella hér er hægt að sjá hvaða verkefni hafa hlotið styrki Sumargjafar frá árinu 1999.
Aðalfundi Sumargjafar hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma.
Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar