Styrkir 2020

Í upphafi árs 2020 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til rannsókna-, lista-, og þróunarverkefna í þágu barna. Alls bárust 34 umsóknir. Stjórn Sumargjafar komst að þeirri niðurstöðu að veita níu styrki að þessu sinni. Öllum umsækjendum hefur verið svarað en vegna öryggisráðstafana í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar…

Continue ReadingStyrkir 2020

Aðalfundur Sumargjafar

Barnavinafélagið Sumargjöf hefur haldið aðalfund félagsins ár hvert í byrjun júní en vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar var fundi frestað fram til haustsins. Stjórn Sumargjafar hefur samþykkt nýja dagsetningu aðalfundar og er fundarboðið eftirfarandi: Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjafar verður haldinn í Grænuborg við Eiríksgötu, fimmtudaginn 8. október 2020, kl. 20:00. Dagskrá fundarins…

Continue ReadingAðalfundur Sumargjafar

Styrkjafhendingu og aðalfundi frestað

Í upphafi árs 2020 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til verkefna í þágu barna. Vegna öryggisráðstafana í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur stjórn Sumargjafar ákveðið að fresta styrkjaafhendingunni sem átti að fara fram vorið 2020 um óákveðinn tíma. Öllum umsækjendum verður svarað þegar stjórn Sumargjafar hefur komist…

Continue ReadingStyrkjafhendingu og aðalfundi frestað

Styrkir 2020

Umsóknarfrestur rann út 24. febrúar 2020. Afhending styrkja verður auglýst síðar.  Með því að smella hér er hægt að sjá hvaða verkefni hafa hlotið styrki Sumargjafar frá árinu 1999.

Continue ReadingStyrkir 2020

Styrkir til verkefna í þágu barna árið 2020

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjof@simnet.is að lokinni útfyllingu. Nánari…

Continue ReadingStyrkir til verkefna í þágu barna árið 2020

Jón Freyr Þórarinsson – Kveðja frá Barnavinafélaginu Sumargjöf

Dánardægur: 21. desember 2019 – Útför: 7. janúar 2020. Í dag kveðjum við góðan félaga okkar til margra ára, Jón Frey Þórarinsson, sem starfaði með okkur í stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar um langt skeið og leiddi starfið sem formaður stjórnarinnar í áratugi. Félagið var stofnað árið 1924 í því skyni að…

Continue ReadingJón Freyr Þórarinsson – Kveðja frá Barnavinafélaginu Sumargjöf

Andlát

Jón Freyr Þórarinsson fyrrverandi formaður Barnavinafélagsins Sumargjafar lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 21. desember síðastliðinn. Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju 7. janúar kl. 15. Jón Freyr var formaður Sumargjafar frá árinu 1980 til ársloka 2017. Um leið og stjórn  Sumargjafar vottar aðstandendum samúð minnumst við hans með hlýhug…

Continue ReadingAndlát

Tjarnarborg

Barnavinafélagið Sumargjöf lét setja upp skilti í leikskólanum Tjarnarborg þann 13. nóvember 2019 til minnis um að Uppeldisskóli Sumargjafar starfaði þar í einni stofu fyrsta starfsárið, 1946 – 1947. Uppeldisskóli Sumargjafar var stofnaður að tillögu Þórhildar Ólafsdóttur, forstöðukonu Tjarnarborgar. Skólinn fékk nafnið Fóstruskóli Sumargjafar árið 1957 og var aftur staðsettur…

Continue ReadingTjarnarborg

Leikskólinn Steinahlíð

70 ára Leikskólinn Steinahlíð fagnaði 70 ára starfsafmæli þann 7. nóvember 2019 en leikskólinn hefur verið starfæktur frá árinu 1949. Húsið var byggt 1932 og var það ásamt rúmgóðu landi með túni, görðum og trjálundi gjöf til Barnavinafélagsins Sumargjafar frá erfingjum Elly Schepler Eiríksson og Halldórs Eiríkssonar til minningar um…

Continue ReadingLeikskólinn Steinahlíð

Íslensku barnabókaverðlaunin

Fimmtudaginn 10. október 2019 voru íslensku barnabókaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson var hlutskörpust að þessu sinni en 26 handrit bárust. Að verðlaunasjóði íslenskra barnabóka standa fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, sem stofnaði sjóðinn, bókaútgáfan Vaka-Helgafell sem er innan  vébanda Forlagsins, IBBY…

Continue ReadingÍslensku barnabókaverðlaunin

End of content

No more pages to load