Breytt fyrirkomulag

Árlega hefur verið sent út fréttabréf ásamt auglýsingu um aðalfund og rukkun árgjalda. Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulaginu á þann hátt að fréttabréfið birtist eingöngu á heimasíðu félagsins, rukkun árgjalda birtist í heimabanka félagsmanna sem valgreiðsla og boðað verður til aðalfundar með auglýsingu á RÚV. Hér fyrir neðan er dagskrá aðalfundarins sem haldinn verður þriðjudaginn 13. október kl. 17:00 í Hannesarholti.