Styrkir 2019
Umsóknarfrestur rann út 3. mars 2019. Afhending styrkja verður auglýst síðar. Með því að smella hér er hægt að sjá hvaða verkefni hafa hlotið styrki Sumargjafar frá árinu 1999.
Umsóknarfrestur rann út 3. mars 2019. Afhending styrkja verður auglýst síðar. Með því að smella hér er hægt að sjá hvaða verkefni hafa hlotið styrki Sumargjafar frá árinu 1999.
Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjof@simnet.is að lokinni…
Aldingarður æskunnar er verkefni sem er unnið að frumkvæði Garðyrkjufélags Íslands eftir hugmynd Kristins H. Þorsteinssonar. 22. október 2018 var líf og fjör hjá leikskólabörnunum í Steinahlíð í Reykjavík þegar gróðursett voru eplatré og berjarunnar. Árlega gróðursetja leikskólabörn og starfsmenn leikskólans í Steinahlíð aldintré og berjarunna í lóð Steinarhlíðar. Að…
Þriðjudaginn 16. október 2018 voru íslensku barnabókaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla. Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson var hlutskörpust að þessu sinni en 20 handrit bárust. Að verðlaunasjóði íslenskra barnabóka standa fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, sem stofnaði sjóðinn, bókaútgáfan Vaka-Helgafell sem er innan vébanda Forlagsins, IBBY á íslandi, félagasamtök…
Breytingar á stjórn Þau tíðindi urðu um síðustu áramót að Jón Freyr Þórarinsson formaður og Ragnar Jónasson gjaldkeri hurfu úr stjórn eftir langt og farsælt starf. Jón Freyr var skipaður fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Sumargjafar 14. ágúst 1974 og varð þá varaformaður félagsins. Þegar borgin hafði að fullu tekið við…
Eftir vel heppnaða styrkjaafhendingu þann 6. maí 2018 barst Grænuborg og Steinahlíð óvænt gjöf frá Pamelu de Sensi sem innihélt 7 bækur með geisladiskum. Árið 2016 styrkti Barnavinafélagið Sumargjöf útgáfu á Pétri og úlfinum sem Stórsveit Reykjavíkur setti upp í djassútgáfu fyrir börn og var frumflutt á Listahátíð 2017. Útgáfan…
Í upphafi árs 2018 auglýsti Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til verkefna í þágu barna. Alls bárust 40 umsóknir. Stjórn félagsins komst að þeirri niðurstöðu að veita þrettán styrki að þessu sinni. Styrkirnir voru afhentir í Grænuborg sunnudaginn 6. maí 2018. Eftirtalin verkefni hlutu styrki (til að fá nánari lýsingu…
Styrkir verða afhentir sunnudaginn 6. maí 2018, kl. 14:00. Afhending fer fram í leikskólanum Grænuborg, Eiríksgötu 2, 101 Reykjavík. Allir þeir sem sóttu um styrk hafa fengið tilkynningu annað hvort með símtali, þeir sem fengu styrk eða með tölvupósti, þeir sem fengu ekki styrk.
Umsóknarfrestur rann út 17. febrúar 2018. Afhending styrkja verður auglýst síðar. Með því að smella hér er hægt að sjá hvaða verkefni hafa hlotið styrki Sumargjafar frá árinu 1999.
Í byrjun árs 2018 urðu miklar breytingar á stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar. Jón Freyr Þórarinsson, formaður og Ragnar Jónasson, gjaldkeri létu af störfum sínum fyrir félagið eftir farsælt starf. Kristín Hagalín Ólafsdóttir tók við sem formaður og Gerður Sif Hauksdóttir sem gjaldkeri. Albert Björn Lúðvígsson og Sölvi Sveinsson komu inn í…