Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjof@simnet.is að lokinni útfyllingu.
Nánari upplýsingar er að finna hér.
Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila.
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2020.
Reykjavík 23. janúar 2020
Barnavinafélagið Sumargjöf