Styrkir til verkefna í þágu barna árið 2020

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar [email protected] að lokinni útfyllingu.
Nánari upplýsingar er að finna hér.

Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila.

Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2020.

Reykjavík 23. janúar 2020
Barnavinafélagið Sumargjöf

Continue ReadingStyrkir til verkefna í þágu barna árið 2020

Aldingarður æskunnar

Aldingarður æskunnar er verkefni sem er unnið að frumkvæði Garðyrkjufélags Íslands eftir hugmynd Kristins H. Þorsteinssonar.

22. október 2018 var líf og fjör hjá leikskólabörnunum í Steinahlíð í Reykjavík þegar gróðursett voru eplatré og berjarunnar.

Árlega gróðursetja leikskólabörn og starfsmenn leikskólans í Steinahlíð aldintré og berjarunna í lóð Steinarhlíðar. Að lokinni gróðursetningu er slegið upp veislu undir berum himni þar sem borð svigna undan eplum auk fjölmargra annarra gómsætra aldina.

Hugmyndin að baki Aldingarði æskunnar er að byggja garð eða trjáreit sem hefði algjöra sérstöðu. Svæði sem er í senn fallegt, hefur fræðslugildi fyrir börn og forelda og skilaði af sér hollar og góðar afurðir. Verkefninu Aldingarði æskunnar sem er landsverkefni var formlega hleypt af stokkunum 2014 við leikskólann í Steinahlíð við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Á þessum tímamótum voru gróðursett ávaxtatré og berjarunnar af leikskólabörnum, foreldrum og starfsmönnum Steinahlíðar. Verkefnið í Steinahlíð er samstarfsverkefni Barnavinafélagsins Sumargjafar og Garðyrkjufélags Íslands.
Markmið verkefnisins er að efla vitund og virðingu ungra barna á ræktun ávaxtatrjáa, berjarunnum og öðrum aldinplöntum. Leyfa ungu fólki og þeim tengdum að fræðast um gróðurrækt og efla meðvitund um umhverfisvænan lífstíl, matarsóun og matvælaframleiðslu.

Texti og myndir eru af facebooksíðu Garðyrkjufélags Íslands með leyfi Kristins H. Þorsteinssonar.

Continue ReadingAldingarður æskunnar

Íslensku barnabókaverðlaunin

Þriðjudaginn 16. október 2018 voru íslensku barnabókaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla. Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson var hlutskörpust að þessu sinni en 20 handrit bárust. Að verðlaunasjóði íslenskra barnabóka standa fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, sem stofnaði sjóðinn, bókaútgáfan Vaka-Helgafell sem er innan  vébanda Forlagsins, IBBY á íslandi, félagasamtök áhugamanna um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi og barnavinafélagið Sumargjöf. Dómnefnd skipa fulltrúar þessara aðila en einnig tveir nemendur úr 8. bekk sem voru að þessu sinni úr Háteigsskóla. Kristín Hagalín Ólafsdóttir formaður Sumargjafar sat í nefndinni fyrir hönd Sumargjafar.

í umsögn dómnefndar um bókina segir að hún sé „spennandi fantasía… í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi“.

Continue ReadingÍslensku barnabókaverðlaunin