Styrkir 2025
Umsóknarfrestur rann út 2. mars 2025. Afhending styrkja verður auglýst síðar.
Umsóknarfrestur rann út 2. mars 2025. Afhending styrkja verður auglýst síðar.
Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2025 fyrir styrkumsóknir. Umsækjendum er gert að fylla út umsókn sem hægt er að nálgast hér og senda það í viðhengi á netfang Sumargjafar, sumargjof@simnet.is.
Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar óskar Guðjóni Friðrikssyni innilega til hamingju með íslensku bókmenntaverðlaunin 2024 í flokki fræðirita og rita almenns efnis. Í umsögn dómnendar segir: „Börn í Reykjavík er yfirgripsmikið og fróðlegt verk um sögu barna í höfuðborginni allt frá þéttbýlismyndun til dagsins í dag. Stíllinn er leikandi léttur og skrifað er…
Í ár fagnar Barnavinafélagið Sumargjöf aldarafmæli en það var stofnað þann 22. apríl 1924. Stjórn félagsins fékk til liðs við sig Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund til að skrásetja og lýsa lífi barna í Reykjavík síðustu 100 árin og Forlagið, bókaútgáfu til að gefa bókina út. Í tilefni útgáfu bókarinnar…
Aðalfundur Sumargjafar var haldinn í Grænuborg fimmtudaginn 6. júní 2024. Þar var flutt skýrsla um starfsemi félagsins frá aðalfundi 2023 til aðalfundar 2024. Helstu atriðin fara hér á eftir.Aðalfundur og stjórnarkjörAðalfundur Sumargjafar var haldinn í Grænuborg fimmtudaginn 1. júní 2023, kl. 19:30. Þar voru venjuleg aðalfundarstörf, ársreikningur afgreiddur til áritunar…
Aðalfundur Sumargjafar var haldinn í Grænuborg fimmtudaginn 1. júní 2023. Þar var flutt skýrsla um starfsemi félagsins frá aðalfundi 2022 til aðalfundar 2023. Helstu atriðin fara hér á eftir.Aðalfundur og stjórnarkjörAðalfundur Sumargjafar var haldinn í Grænuborg miðvikudaginn 8. júní 2022, kl. 19:30.Þar voru venjuleg aðalfundarstörf, ársreikningur afgreiddur til áritunar og…
Tilkynning frá Forlaginu: "Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur komist að þeirri niðurstöðu að Íslensku barnabókaverðlaunin verði ekki veitt árið 2022 þar sem ekkert handrit í samkeppninni stóðst þær gæðakröfur sem gerðar eru til verðlaunabókar."
Fimmtudaginn 22. október voru íslensku barnabókaverðlaunin afhent. Venjan er að afhending verðlaunanna fari fram í skóla þeirra krakka sem lesa handrit bóka sem koma til greina að mati dómnefndar. Til að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir vegna smithættu var verðlaunaafhendingin með breyttu sniði í bókabúð Forlagsins út á Granda að viðstöddum…
Barnavinafélagið Sumargjöf hefur haldið aðalfund félagsins ár hvert í byrjun júní en vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar var fundi frestað fram til haustsins. Stjórn Sumargjafar hefur samþykkt nýja dagsetningu aðalfundar og er fundarboðið eftirfarandi: Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjafar verður haldinn í Grænuborg við Eiríksgötu, fimmtudaginn 8. október 2020, kl. 20:00. Dagskrá fundarins…
Í upphafi árs 2020 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til verkefna í þágu barna. Vegna öryggisráðstafana í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur stjórn Sumargjafar ákveðið að fresta styrkjaafhendingunni sem átti að fara fram vorið 2020 um óákveðinn tíma. Öllum umsækjendum verður svarað þegar stjórn Sumargjafar hefur komist…