Starfsmenn Grænuborgar voru á Lubbanámskeiði föstudaginn 17. mars. Allir voru glaðir og sáttir í lok námskeiðs sem þótti gagnlegt og fróðlegt.
Lubbi finnur málbein
Lubbi býður öllum börnum í ævintýraferð um Ísland í leit að 35 málbeinum sem hjálpa honum að læra íslensku málhljóðin.
Sérstaða Lubbaefnisins liggur m.a. í eftirfarandi:
- hnitmiðaðri rannsóknar- og þróunarvinnu höfunda til fjölda ára, m.a. doktorsverkefni Þóru um tileinkun íslenskra barna á ískenslu máhljóðunum sem sýnir fram á tileinkunarröð. Um er að ræða grundvallarrannsókn á þessu sviði innan talmeinafræðinnar.
- notkun táknrænna hreyfinga fyrir hvert málhljóð sem gerir hljóðin nánast sýnileg og áþreyfanleg. Byggt er á þekkingu og áralangri reynslu Eyrúnar af notkun tjáskiptamátans Tákna með tali í vinnu með börn með fjölbreytileg frávik í máli og tali.
- byggt er á Hljóðanámi í þrívídd, nálgun er höfundar hafa þróað og felur í sér samþættingu skynleiða: sjón-, heyrnar- og hreyfi-/snertiskyns sem auðveldar og hraðar tileinkun hljóðanna og vistun þeirra í minni.
- málbeinum Lubba fyrir hvert málhljóð í litum Hljóðaregnbogans sem vekja áhuga barnanna og gera hljóðanámið að skemmtilegum leik.
- áherslu á brúarsmíð á milli málhljóða og bókstafa með stuðningi táknrænu hreyfinganna. Lubbi er sannkallaður brúarsmiður.
- sérstakri áherslu á hljóðavitund sem liggur til grundvallar umskráningu sem er forsenda lestrarfærni.
- áhersla á hljóðtengingu með stuðningi málbeina og hringja með táknrænum hreyfingum, sbr. Vinnuborð Lubba sem hann notar til að læra að lesa.
- tengingu við íslenska náttúru og staðhætti
vísum fyrir hvert málhljóð eftir Þórarin EldjárnNánari umfjöllun um hin ýmsu atriði er að finna í ítarlegri handbók sem fylgir Hljóðasmiðju Lubba.
Texti og mynd af Lubba tekin af facebook síðunni Lubbi finnur málbein