Afhending styrkja 2018

Í upphafi árs 2018 auglýsti Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til verkefna í þágu barna. Alls bárust 40 umsóknir. Stjórn félagsins komst að þeirri niðurstöðu að veita þrettán styrki að þessu sinni. Styrkirnir voru afhentir í Grænuborg sunnudaginn 6. maí 2018. Eftirtalin verkefni hlutu styrki (til að fá nánari lýsingu…

Continue ReadingAfhending styrkja 2018

Styrkir 2018

Styrkir verða afhentir sunnudaginn 6. maí 2018, kl. 14:00. Afhending fer fram í leikskólanum Grænuborg, Eiríksgötu 2, 101 Reykjavík. Allir þeir sem sóttu um styrk hafa fengið tilkynningu annað hvort með símtali, þeir sem fengu styrk eða með tölvupósti, þeir sem fengu ekki styrk.

Continue ReadingStyrkir 2018

Styrkir 2018

Umsóknarfrestur rann út 17. febrúar 2018. Afhending styrkja verður auglýst síðar.  Með því að smella hér er hægt að sjá hvaða verkefni hafa hlotið styrki Sumargjafar frá árinu 1999.

Continue ReadingStyrkir 2018

Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar

Í byrjun árs 2018 urðu miklar breytingar á stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar. Jón Freyr Þórarinsson, formaður og Ragnar Jónasson, gjaldkeri létu af störfum sínum fyrir félagið eftir farsælt starf. Kristín Hagalín Ólafsdóttir tók við sem formaður og Gerður Sif Hauksdóttir sem gjaldkeri. Albert Björn Lúðvígsson og Sölvi Sveinsson komu inn í…

Continue ReadingStjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar

Umsókn um styrk árið 2018

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjof@simnet.is að lokinni…

Continue ReadingUmsókn um styrk árið 2018

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjafar verður haldinn í Grænuborg við Eiríksgötu, fimmtudaginn 8. júní 2017, kl. 20:30. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Stjórnarkjör. Lagabreytingar, sjá nánar hér. Önnur mál. Núverandi stjórn félagsins er skipuð þessum mönnum: Formaður: Jón Freyr Þórarinsson Varaformaður: Kristín…

Continue ReadingAðalfundur 2017

Starfsemi Sumargjafar veturinn 2016 – 2017

Verðlaunasjóður barnabóka: Sjóðurinn var stofnaður 1985 og standa að honum Forlagið, fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, rithöfundar, Íslandsdeild IBBY-samtakanna og Sumargjöf (frá 1988). Barnabókaverðlaunin voru afhent í Seljaskóla 13. október 2016. Að þessu sinni fékk Inga Mekkín Beck verðlaunin fyrir skáldsöguna: Skóladraugurinn, sem er fyrsta bók hennar og jafnframt lokaverkefni til…

Continue ReadingStarfsemi Sumargjafar veturinn 2016 – 2017

Afhending styrkja 2017

  Sumargjöf hefur undanfarin ár verið styrktaraðili málefna sem varða heill barna. Í upphafi árs 2017 voru auglýstir styrkir til rannsókna, lista og þróunarverkefna sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri. Alls bárust 35 áhugaverðar umsóknir. Ákveðið var að veita ellefu styrki, samtals 6.360.000 krónur. Styrkirnir voru afhentir í Grænuborg sunnudaginn…

Continue ReadingAfhending styrkja 2017

Styrkir 2017

Styrkir 2017 verða afhentir sunnudaginn 7. maí. Þeir sem fá styrki að þessu sinni fá tilkynningu um það næstu daga en þeir sem ekki fengu styrk fá bréf eftir 7. maí.

Continue ReadingStyrkir 2017

Lubbi finnur málbein

Starfsmenn Grænuborgar voru á Lubbanámskeiði föstudaginn 17. mars. Allir voru glaðir og sáttir í lok námskeiðs sem þótti gagnlegt og fróðlegt. Lubbi finnur málbein Lubbi býður öllum börnum í ævintýraferð um Ísland í leit að 35 málbeinum sem hjálpa honum að læra íslensku málhljóðin. Sérstaða Lubbaefnisins liggur m.a. í eftirfarandi:…

Continue ReadingLubbi finnur málbein

End of content

No more pages to load