Eftir vel heppnaða styrkjaafhendingu þann 6. maí 2018 barst Grænuborg og Steinahlíð óvænt gjöf frá Pamelu de Sensi sem innihélt 7 bækur með geisladiskum. Árið 2016 styrkti Barnavinafélagið Sumargjöf útgáfu á Pétri og úlfinum sem Stórsveit Reykjavíkur setti upp í djassútgáfu fyrir börn og var frumflutt á Listahátíð 2017. Útgáfan var í formi myndskreyttrar bókar og geisladisks.
Á myndinni fyrir neðan má sjá Kristínu Hagalín Ólafsdóttur formann Barnavinafélagsins Sumargjafar, Steinunni Jónsdóttur leikskólastjóra Steinahlíðar og stjórnarmeðlim Sumargjafar og Gerði Sif Hauksdóttur leikskólastjóra Grænuborgar og gjaldkera Sumargjafar taka við bókargjöfinni frá Pamelu de Sensi. Talið frá vinstri: Kristín Hagalín Ólafsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Gerður Sif Hauksdóttir og Pamela de Sensi