Stefán Pálsson fjallaði um Börn í Reykjavík í tímariti Máls og menningar og segir hann meðal annars að:
„Í stað þess að drekkja lesendum í talnasúpu eða miðla gögnum með stöpla- og skífuritum, eins og hefði þó auðveldlega verið unnt, kýs höfundur að bera frásögnina áfram með fjölda tilvitnana í minningarbrot gamalla Reykvíkinga. Niðurstaðan er skemmtilegur texti sem dregur upp lifandi fortíðarmyndir. Minningarbrotin eru flest fengin úr ævisögum viðkomandi einstaklinga, ýmist rithöfunda eða fólks sem þekkt varð af öðrum störfum. Að auki hikar höfundur ekki við að skrifa frá eigin brjósti og rifja upp minningar frá uppvaxtarárum sínum þar sem það á við… Eldri lesendur geta kitlað fortíðarþrána með því að skoða myndir og lesa upprifjanirnar, á meðan þau yngri klóra sér í kollinum yfir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á skömmum tíma“.
Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér.