Íslensku barnabókaverðlaunin

Þriðjudaginn 16. október 2018 voru íslensku barnabókaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla. Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson var hlutskörpust að þessu sinni en 20 handrit bárust. Að verðlaunasjóði íslenskra barnabóka standa fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, sem stofnaði sjóðinn, bókaútgáfan Vaka-Helgafell sem er innan  vébanda Forlagsins, IBBY á íslandi, félagasamtök áhugamanna um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi og barnavinafélagið Sumargjöf. Dómnefnd skipa fulltrúar þessara aðila en einnig tveir nemendur úr 8. bekk sem voru að þessu sinni úr Háteigsskóla. Kristín Hagalín Ólafsdóttir formaður Sumargjafar sat í nefndinni fyrir hönd Sumargjafar.

í umsögn dómnefndar um bókina segir að hún sé „spennandi fantasía… í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi“.

Continue ReadingÍslensku barnabókaverðlaunin