Íslensku barnabókaverðlaunin 2021

Ljósberi
Ljósberi
eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson

Þriðjudaginn 12. október 2021 voru íslensku barnabókaverðlaunin afhent. Venjan er að afhending verðlaunanna fari fram í skóla þeirra krakka sem lesa handrit bóka sem koma til greina að mati dómnefndar. Vegna covid var verðlaunaafhendingin með breyttu sniði í ár, líkt og í fyrra, í bókabúð Forlagsins út á Granda en hún hefði átt að vera í Vogaskóla. Verðlaunahafi, nánasta fjölskylda, dómnefnd og fjölmiðlar voru viðstaddir afhendingu. Ólafur Gunnar Guðlaugsson bar sigur úr býtum með bók sína Ljósberi.

Að mati dómnefndar er Ljósberi kraftmikil og spennandi fantasía fyrir unglinga, metnaðarfull fyrsta bók í fyrirhuguðum þríleik sem ber heitið Síðasti seiðskrattinn.

Ljósberi fjallar um „fjögur ungmenni [sem] rannsaka dularfullan dauða lærimeistara síns. Þeim er öllum gefing skyggnigáfa en eru mislangt á veg komin í að beita henni. Fljótlega blasir við að ekkert af því sem þau þóttust vita um lífið, alheiminn og eðli tilverunnar er eins og þau héldu – eða gat órað fyrir – og vilji þeirra til að sættast við krafta sína og læra að beita þeim skiptir sköpum í viðureigninni við djöflana sem ógna tilveru okkar allra.“

Ljósberi er fyrsta skáldsaga Ólafs Gunnars fyrir eldri lesendur en áður hefur hann sent frá sér vinsælar barnabækur og leikrit um Benedikt búálf.

Continue ReadingÍslensku barnabókaverðlaunin 2021