Aldingarður æskunnar

Aldingarður æskunnar er verkefni sem er unnið að frumkvæði Garðyrkjufélags Íslands eftir hugmynd Kristins H. Þorsteinssonar.

22. október 2018 var líf og fjör hjá leikskólabörnunum í Steinahlíð í Reykjavík þegar gróðursett voru eplatré og berjarunnar.

Árlega gróðursetja leikskólabörn og starfsmenn leikskólans í Steinahlíð aldintré og berjarunna í lóð Steinarhlíðar. Að lokinni gróðursetningu er slegið upp veislu undir berum himni þar sem borð svigna undan eplum auk fjölmargra annarra gómsætra aldina.

Hugmyndin að baki Aldingarði æskunnar er að byggja garð eða trjáreit sem hefði algjöra sérstöðu. Svæði sem er í senn fallegt, hefur fræðslugildi fyrir börn og forelda og skilaði af sér hollar og góðar afurðir. Verkefninu Aldingarði æskunnar sem er landsverkefni var formlega hleypt af stokkunum 2014 við leikskólann í Steinahlíð við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Á þessum tímamótum voru gróðursett ávaxtatré og berjarunnar af leikskólabörnum, foreldrum og starfsmönnum Steinahlíðar. Verkefnið í Steinahlíð er samstarfsverkefni Barnavinafélagsins Sumargjafar og Garðyrkjufélags Íslands.
Markmið verkefnisins er að efla vitund og virðingu ungra barna á ræktun ávaxtatrjáa, berjarunnum og öðrum aldinplöntum. Leyfa ungu fólki og þeim tengdum að fræðast um gróðurrækt og efla meðvitund um umhverfisvænan lífstíl, matarsóun og matvælaframleiðslu.

Texti og myndir eru af facebooksíðu Garðyrkjufélags Íslands með leyfi Kristins H. Þorsteinssonar.

Continue ReadingAldingarður æskunnar