Sumargjöfin

Þegar stjórn Sumargjafar hóf undirbúning barnadagsins 1925 var ákveðið að félagið gæfi út blað á sumardaginn fyrsta. Blað Sumargjafar fékk nafnið Sumargjöfin og hóf göngu sína á sumardaginn fyrsta 1925. Ritstjóri var Steingrímur Arason, formaður Sumargjafar. Þetta rit var einkum ætlað foreldrum og fjallaði um barnauppeldi auk þess sem árleg dagskrá barnadagsins og fregnir af viðfangsefnum félagsins var birt. Sumargjöfin kom út í fimm ár, til 1929, en vegna lítillar sölu féll útgáfan niður 1930. Upp kom sú umræða að heppilegra væri að gefa út tvö rit. Ritið Fóstra var ætlað foreldum og öðrum uppalendum og Sólskin var ætlað börnum.

Sumargjöfin - tímarít

Með því að smella hér er hægt að skoða blaðið inn á timarit.is.