Leikskólakennaramenntun í 70 ár

Afmælismálþing

70-ara-afmaeli
Mynd tekin af facebook síðu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Í tilefni þess að 70 ár eru síðan leikskólakennaranám hófst hér á landi var haldið afmælismálþing föstudaginn 4. nóvember 2016 í Skriðu, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háteigsveg. Menntavísindasvið HÍ, Barnavinafélagið Sumargjöf, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar stóðu að málþinginu og var salurinn þéttsetinn.

 

70-ara-afmaeli-2
Mynd tekin af facebook síðu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Litið var yfir farinn veg og stiklað á stóru í þróun menntunar leikskólakennara á Íslandi en á undanförnum áratugum hafa orðið miklar breytingar á námi leikskólakennara og starfsvettvangi.

 

 

 

Dagskrá málþingsins var eftirfarandi:

20161104_163242
Jón Freyr Þórarinsson, formaður Sumargjafar

Setning – Bryndís Garðarsdóttir, formaður námsbrautar í  leikskólakennarafræði

Söngatriði – sönghópur leikskólakennara ásamt Sigríði Pálmadóttur, tónmenntakennara

Uppeldisskóli Sumargjafar – Aðdragandi og upphaf
Jón Freyr Þórarinsson, formaður Barnavinafélagsins Sumargjafar.

Fyrstu árin – áherslur og umgjörð námsins
Margrét G. Schram, leikskólakennari

„Þú ert hraust og opnar“
Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólakennari

Frá Laugalæk í Stakkahlíð
Gunnur Árnadóttir, leikskólastjóri

Þróun menntunarinnar –  leikskólafræði sem fræðigrein
Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs20161104_161636

Samantekt og slit
Haraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennara

Samsöngur undir stjórn Sigríðar Pálmadóttur

Málþingsstjóri: Hildur Skarphéðinsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri SFS

Að lokinni dagskrá í Skriðu var gestum boðið að þiggja veitingar og skoða sýningu í Skála.

20161104_155252 20161104_155237

Þróun menntunar leikskólakennara

Uppeldisskóli Sumargjafar var stofnaður árið 1946 og er hann upphaf leikskólakennaramenntunar á Íslandi. Tilgangur skólans var að mennta fóstrur fyrir barnaheimilin en starfsheitið fóstra samsvarar nú orðinu leikskólakennari. Valborg Sigurðardóttir, MA í uppeldis- og sálarfræði, var ráðin skólastjóri og gegndi hún starfinu allan þann tíma sem Sumargjöf sá um reksturinn.

Árið 1957 var nafni Uppeldisskóla Sumargjafar breytt í Fóstruskóla Sumagjafar þegar starfsheitið „fóstra“ hafði unnið sér hefð í málinu. Hlé var á starfseminni árin 1952 – 1954. Á árunum 1946 – 1952 var námið tvö ár, hvort ár tvær fjögurra mánaða annir, bóklegt og verklegt. Haustið 1954 var námsfyrirkomulaginu breytt, bóklega námið tvö ár en verklega námið fór fram yfir sumartímann og nokkra eftirmiðdaga í viku fyrri veturinn og í 4 – 6 lotum seinni veturinn.

Ítarlegri sögu má finna hér: http://sumargjof.is/uppeldisskolinn/

Árið 1973 yfirtók ríkið Fóstruskólann og var nafni skólans breytt í Fósturskóli Íslands sem var jafnt fyrir karla og konur. Námsfyrirkomulaginu var breytt í þrjú ár.

Árið 1996 var sett á fót leikskólakennarskor við Háskólann á Akureyri.

Árið 1998 sameinaðist Fósturskóli Íslands Kennaraháskóla Íslands. Nám leikskólakennara breyttist og aukin áhersla var lögð á rannsóknir á menntun ungra barna.

Árið 2008 sameinaðist Kennaraháskólinn Háskóla Íslands og varð að Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Innan sviðsins er leikskólakennaradeild. Námið var lengt í fimm ár.
Nám leikskólakennara hefur alla tíð endurspeglað svipaðar áherslur, leikskólakennaranemendur læra að skipuleggja fjölbreytt nám í leikskóla ásamt því að leiða og þróa faglegt starf. Leikskólakennarar eiga að vera leiðandi í mótun uppeldis- og menntstarfs samkvæmt núgildandi aðalnámskrá. Rík áhersla er lögð á að börn séu sjálfstæð, virk og skapandi.

70-ara-afmaeli-7
Mynd tekin af facebook síðu Menntasviðs Háskóla Íslands