Í ár fagnar Barnavinafélagið Sumargjöf aldarafmæli en það var stofnað þann 22. apríl 1924. Stjórn félagsins fékk til liðs við sig Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund til að skrásetja og lýsa lífi barna í Reykjavík síðustu 100 árin og Forlagið, bókaútgáfu til að gefa bókina út.
Í tilefni útgáfu bókarinnar Börn í Reykjavík verður blásið til útgáfuhófs í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð, kl. 16:30 miðvikudaginn 6. nóvember .
Bókinni er lýst sem einstakri heimild á viðburði Bókabúðar Forlagsins á facebook.
Í tilefni útgáfu bókarinnar Börn í Reykjavík eftir Guðjón Friðriksson verður blásið til útgáfuhófs í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð, kl 16:30 miðvikudaginn 6. nóvember. Léttar veitingar verða í boði og bókin verður seld á sérstöku tilboði.
„Bókin Börn í Reykjavík er einstök heimild. Lýst er lífi barna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga. Þau birtast okkur á hvunndagsfötum og sparibúin, sagt er frá leikjum þeirra og námi, félagsstarfi og skemmtunum og fjallað um ólíkar aðstæður þeirra. Sagan er rakin í glöggum og skemmtilegum texta og vel á sjötta hundrað ljósmyndum. Útkoman er einstaklega heillandi aldarspegill sem ungir og aldnir munu gleyma sér yfir.“