Á sumardaginn fyrsta 1934 hóf göngu sína blaðið Barnadagurinn. Þetta nýja blað náði allmikilli útbreiðslu sem fór vaxandi. Ritstjóri var Ísak Jónsson. Árið 1940 breytti blaðið um nafn og nefndist Barnadagsblaðið. Árið 1956 fékk það nafnið Sumardagurinn fyrsti og kom út til 1978.