Tvö afmælisrit hafa verið gefin út, á 25 og 50 ára afmæli félagsins.
25 ára afmælisrit Sumargjafar, gefið út 1949
Ritið sem gefið var út á aldarfjórðungsafmæli gefur ítarlegt yfirlit yfir aðdragandann að stofnun félagsins, auk þess sem starfssaga þess fyrstu 25 árin er rakin.
50 ára afmælisrit Sumargjafar, gefið út 1974
Í ritinu sem kom út á hálfrar aldar afmæli félagsins er stutt samantekt úr fyrra riti um starfsemi Sumargjafar, og saga annars aldarfjórðungs Sumargjafar í annálsformi.