70 ára
Leikskólinn Steinahlíð fagnaði 70 ára starfsafmæli þann 7. nóvember 2019 en leikskólinn hefur verið starfæktur frá árinu 1949. Húsið var byggt 1932 og var það ásamt rúmgóðu landi með túni, görðum og trjálundi gjöf til Barnavinafélagsins Sumargjafar frá erfingjum Elly Schepler Eiríksson og Halldórs Eiríkssonar til minningar um foreldra sína, að ósk föður þeirra. Skilyrði gjafarinnar fólust í því að eignina skyldi eingöngu nota til að starfrækja barnaheimili þar sem sérstök áhersla yrði lögð á trjárækt og matjurturækt. Einnig átti Sumargjöf að tyggja að landið yrði ekki skert og félagið átti að hlúa að þeim gróðri sem var á lóðinni. Eignin átti að halda nafni sínu, Steinahlíð.
Enn þann dag í dag er rekinn leikskóli í Steinahlíð og mikil áhersla er lögð á trjárækt og matjurtarækt. Í ársbyrjun 2015 var sett færanlegt hús á lóð Steinahlíðar sem Reykjavíkurborg fékk leyfi fyrir og eru þar reknar tvær leikskóladeildir, en sú þriðja er í gamla húsinu.
Ida Ingólfsdóttir var fyrsta forstöðukona Steinahlíðar og gengdi hún því starfi í 33 ár eða til ársins 1982. Hún var jafnan kennd við Steinahlíð. Um mitt árið 2018 tók Bergsteinn Þór Jónsson við starfi leikskólastjóra Steinahlíðar af Steinunni Jónsdóttur.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Sigurjón Páll Ísaksson tók á afmælishátíðinni.