Útgáfa Barnavinafélagsins Sumargjafar

Á sumardaginn fyrsta 1925 kom fyrsta rit Barnavinafélagsins Sumargjafar út og fékk það nafnið Sumargjöfin. Útgáfa ritanna var talin geta unnið málstað barna tvenns konar gagn. Í fyrsta lagi vakið almenning í bænum til aukins skilnings á þeim verkefnum sem félagið beitti sér fyrir og í öðu lagi aflað fjár til starfseminnar.

Sum ritanna voru gefin út í skamman tíma og strandaði þá útgáfan á lítilli sölu. Tvö rit voru gefin út farsællega í áratugi. Sólskin var gefið út frá árinu 1930 til 1967 og Barnadagurinn hóf göngu sína árið 1934 en nafni þess var breytt í tvígang, frá árinu 1940 til 1956 var það gefið út undir nafninu Barnadagsblaðið og frá árinu 1956 – 1978 undir nafninu Sumardagurinn fyrsti.

Flest rita Sumargjafar eru aðgengileg inni á tímarit.is en þar er hægt að skoða alla árganga hvers rits.

Sumargjöf hefur sem dæmi einnig gefið út ársskýrslur félagsins og afmælisrit.

Sumargjöf á einnig aðild að Sólfaxa, Íslensku barnabókaverðlaununum og á einn fulltrúa í dómnefndinni. Hér má finna frekari upplýsingar.

Í tilefni 100 ára afmælis Sumargjafar hafði stjórn félagsins forgöngu um ritun bókarinnar Börn í ReykjavíkHér má finna frekari upplýsingar og umfjöllun um bókina.

 

Sumargjöfin

Þegar stjórn Sumargjafar hóf undirbúning barnadagsins 1925 var ákveðið að félagið gæfi út blað á sumardaginn fyrsta. Blað Sumargjafar fékk nafnið Sumargjöfin og hóf göngu sína á sumardaginn fyrsta 1925. Ritstjóri var Steingrímur Arason, formaður Sumargjafar. 

Þetta rit var einkum ætlað foreldrum og fjallaði um barnauppeldi auk þess sem árleg dagskrá barnadagsins og fregnir af viðfangsefnum félagsins var birt. 

Sumargjöfin kom út í fimm ár, til 1929, en vegna lítillar sölu féll útgáfan niður 1930. Upp kom sú umræða að heppilegra væri að gefa út tvö rit. Ritið Fóstra var ætlað foreldum og öðrum uppalendum og Sólskin var ætlað börnum.

Með því að smella hér er hægt að skoða ritið Sumargjöfin inn á timarit.is

 

Sumargjöfin - tímarít

Fóstra

Ritið Fóstra fjallaði um uppeldismál og var ætlað foreldrum og öðrum uppalendum. Ritið hóf göngu sína haustið 1931 undir riststjórn Steingríms Arasonar. 

Aðeins eitt hefti var gefið út og strandaði það á lítilli sölu líkt og Sumargjöfin.

Með því að smella hér er hægt að skoða ritið Fóstra inn á timarit.is

Sólskin

Ritið ætlað börnunum fékk nafnið Sólskin og kom fyrst út 1930. Ritið aflaði sér strax mikilla vinsælda meðal barna og seldist ágætlega. Sólskin var gefið út allt til ársins 1967. 

Marga þótti félagið vanta málgagn sem næði til fullorðinna og var því ákveðið að freista þess að hefja slíka útgáfu enn á ný.

Með því að smella hér er hægt að skoða ritið Sólskin inn á timarit.is.

Barnadagurinn

Á sumardaginn fyrsta 1934 hóf göngu sína blaðið Barnadagurinn. Þetta nýja blað náði allmikilli útbreiðslu sem fór vaxandi. Ritstjóri var Ísak Jónsson. 

Blaðið var gefið út til ársins 1938 en árið 1939 breytti blaðið um nafn og nefndist Barnadagsblaðið. Árið 1956 fékk það nafnið Sumardagurinn fyrsti og kom út til 1978.

Með því að smella hér er hægt að skoða blaðið Barnadagurinn inn á timarit.is

 

Barnadagsblaðið

Árið 1939 breytti Barnavinafélagið Sumargjöf nafni blaðsins Barnadagurinn í Barnadagsblaðið sem var gefið út til ársins 1955 þegar það fékk nafnið Sumardagurinn fyrsti

Með því að smella hér er hægt að skoða Barnadagsblaðið á timarit.is

Sumardagurinn fyrsti

Árið 1956 breytti Barnavinafélagið Sumargjöf nafni blaðsins Barnadagsblaðið í Sumardagurinn fyrsti sem var gefið út til ársins 1978.

Með því að smella hér er hægt að skoða blaðið Sumardagurinn fyrsti á timarit.is

Börn. leikir og leikföng

Þegar Sumargjöf rak leikfangaverslunina Völuskrín, var gefinn út bæklingurinn: Börn, leikir og leikföng, leiðbeiningar um val leikfanga, 1981.

Hér er hægt að lesa bæklinginn í heild sinni.



Afmælisrit Sumargjafar

Tvö afmælisrit hafa verið gefin út á 25 og 50 ára afmæli félagsins

25 ára afmælisrit Sumargjafar

50 ára afmælisrit Sumargjafar

Gefið út árið 1974

Í ritinu sem kom út á hálfrar aldar afmæli félagsins er stutt samantekt úr fyrra riti um starfsemi Sumargjafar, og saga annars aldarfjórðungs Sumargjafar í annálsformi.

Gefið út árið 1974

Í ritinu sem kom út á hálfrar aldar afmæli félagsins er stutt samantekt úr fyrra riti um starfsemi Sumargjafar, og saga annars aldarfjórðungs Sumargjafar í annálsformi.

Sumargjöf 25 ára
Sumargjöf 50 ára