
Í upphafi árs 2025 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til verkefna í þágu barna. Alls bárust 46 umsóknir og komst stjórn félagsins að þeirri niðurstöðu að veita 15 styrki að þessu sinni. Styrkirnir voru afhentir í leikskólanum Grænuborg sunnudaginn 4. maí 2025.
Eftirtalin verkefni hlutu styrki:
- Heimildamynd um Rauðhólabörnin. Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Fjallar um sumardvöl barna reykvískra verkakvenna og verslunarkvenna um miðja síðustu öld í húsakynnum Vorboðans í Rauðhólum.
- Galdurinn við að vekja lestraráhuga hjá börnum með bókum og notalegu umhverfi. Arndís Hilmarsdóttir, Bókasafn Foldaskóla.
- Sól og máni, hnettirnir sem lýsa upp tilveruna. Linda Ólafsdóttir, höfundur og myndskreytir. Myndlýsing barnabókar sem ráðgert er að komi út haustið 2026.
- SkaHm, Vesturbrún 17, nýsköpunarsmiðja fyrir börn og ungmenni með fjölþættan tilfinninga- og hegðunarvanda. Einar Þór Haraldsson, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Kaup á þrívíddarprentara.
- Skammtímadvöl fatlaðra barna að Álfalandi. Halla Magnúsdóttir, hjá Keðjunni, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Kaup á skynörvunartækjum í umhverfi 0 – 12 ára barna með fötlun.
- Bína fer í sveit. Ásthildur B. Snorradóttir, talmeinafræðingur og Bjarni Þór Bjarnason, myndskreytir. Útgáfa á 4. bókinni um Bínu bálreiðu.
- Sumarfrí innanlands fyrir efnaminni fjölskyldur. Hjálparstarf kirkjunnar.
- Vetrarfatnaður fyrir börn efnaminni fjölskyldna. Hjálparstarf kirkjunnar.
- Íslenskan er allra mál, verkefnahefti til að efla íslenskukunnáttu erlendra foreldra leikskólabarna. Berglind Erna Tryggvadóttir, Þórunn R. Gylfadóttir og Guðlaug Stella Bryjólfsdóttir. Unnið í samvinnu við leikskólann Grænuborg.
- Unglingabókin Skuldadagar. Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð, myndhöfundur. 3. bók í seríunni um Dag og Ylfu sem sýkt eru af mannætusjúkdómi (hrollvekja).
- Framhaldsverkefni um Amelíu og Oliver. Sigrún Alda Sigfúsdóttir og Kristín Björg Sigurvinsdóttir, Bókabeitan. Markviss orðaforðaþjálfun í gegnum sögulestur með aðferð beinnar kennslu fyrir 3 – 8 ára börn.
- Tilfinningaspil og styrkleikaspil. Linda Sóley Birgisdóttir. Spilin eru á helstu málum sem töluð eru hér á landi.
- Viltu koma að leika? Sigríður Sunna Reynisdóttir o.fl., ÞYKJÓ. Könnun á sjálfsprottnun leik 5 – 9 ára barna utandyra.
- Töfratal – fræðslubæklingur. Anna Lísa Benediktsdóttir, Ágústa Guðjónsdóttir og Eyrún Agnarsdóttir. Ætlaður foreldrum um málþroska barna.
- Forskot á framtíð. Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi, Samskiptastöðinni. Þýðing handbókar um líðan á meðgöngu og fyrsta árið, fræðsluefni fyrir foreldra.