Afhending styrkja 2025

Í upphafi árs 2025 auglýsti Barnavinafélagið Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til verkefna í þágu barna. Alls bárust 46 umsóknir og komst stjórn félagsins að þeirri niðurstöðu að veita 15 styrki að þessu sinni. Styrkirnir voru afhentir í leikskólanum Grænuborg sunnudaginn 4. maí 2025.

Eftirtalin verkefni hlutu styrki:

  1. Heimildamynd um Rauðhólabörnin.  Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Fjallar um sumardvöl barna reykvískra verkakvenna og verslunarkvenna um miðja síðustu öld í húsakynnum Vorboðans í Rauðhólum.
  2. Galdurinn við að vekja lestraráhuga hjá börnum með bókum og notalegu umhverfi. Arndís Hilmarsdóttir, Bókasafn Foldaskóla.
  3. Sól og máni, hnettirnir sem lýsa upp tilveruna. Linda Ólafsdóttir, höfundur og myndskreytir. Myndlýsing barnabókar sem ráðgert er að komi út haustið 2026.
  4. SkaHm, Vesturbrún 17, nýsköpunarsmiðja fyrir börn og ungmenni með fjölþættan tilfinninga- og hegðunarvanda. Einar Þór Haraldsson, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Kaup á þrívíddarprentara.
  5. Skammtímadvöl fatlaðra barna að Álfalandi. Halla Magnúsdóttir, hjá Keðjunni, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Kaup á skynörvunartækjum í umhverfi 0 – 12 ára barna með fötlun. 
  6. Bína fer í sveit. Ásthildur B. Snorradóttir, talmeinafræðingur og Bjarni Þór Bjarnason, myndskreytir. Útgáfa á 4. bókinni um Bínu bálreiðu. 
  7. Sumarfrí innanlands fyrir efnaminni fjölskyldur. Hjálparstarf kirkjunnar.
  8. Vetrarfatnaður fyrir börn efnaminni fjölskyldna. Hjálparstarf kirkjunnar. 
  9. Íslenskan er allra mál, verkefnahefti til að efla íslenskukunnáttu erlendra foreldra leikskólabarna. Berglind Erna Tryggvadóttir, Þórunn R. Gylfadóttir og Guðlaug Stella Bryjólfsdóttir. Unnið í samvinnu við leikskólann Grænuborg. 
  10. Unglingabókin Skuldadagar. Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð, myndhöfundur. 3. bók í seríunni um Dag og Ylfu sem sýkt eru af mannætusjúkdómi (hrollvekja). 
  11. Framhaldsverkefni um Amelíu og Oliver. Sigrún Alda Sigfúsdóttir og Kristín Björg Sigurvinsdóttir, Bókabeitan.  Markviss orðaforðaþjálfun í gegnum sögulestur með aðferð beinnar kennslu fyrir 3 – 8 ára börn. 
  12. Tilfinningaspil og styrkleikaspil. Linda Sóley Birgisdóttir.  Spilin eru á helstu málum sem töluð eru hér á landi. 
  13. Viltu koma að leika? Sigríður Sunna Reynisdóttir o.fl., ÞYKJÓ. Könnun á sjálfsprottnun leik 5 – 9 ára barna utandyra. 
  14. Töfratal – fræðslubæklingur. Anna Lísa Benediktsdóttir, Ágústa Guðjónsdóttir og Eyrún Agnarsdóttir. Ætlaður foreldrum um málþroska barna. 
  15. Forskot á framtíð. Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi, Samskiptastöðinni. Þýðing handbókar um líðan á meðgöngu og fyrsta árið, fræðsluefni fyrir foreldra.