Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna.
Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjof@simnet.is að lokinni útfyllingu.
- Umsóknareyðublað um styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf (PDF)
– Vistið eyðublaðið á skjáborð tölvunnar og notið Adobe Reader til að opna skjalið og fylla út umsóknina.
Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016.
Reykjavík, 14. janúar 2016
Barnavinafélagið Sumargjöf
Póstfang: Pósthólf 5423, 125 Reykjavík
Tölvupóstfang: sumargjof@simnet.is
Vefur: sumargjof.is