Umsókn um styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf

Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir einu sinni á ári til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Auglýsing er birt bæði hér á heimasíðu Sumargjafar en einnig í fjölmiðlum á upphafsmánuðum þess árs sem styrkurinn tekur til. Ekki er hægt að ábyrgjast að umsóknir verði teknar til greina af styrkjanefnd ef þær berast á öðrum tíma en eftir að auglýsing um styrki hefur verið birt. 

Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku umsóknareyðublaði og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjof@simnet.is að lokinni útfyllingu. 

Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila.

Barnavinafélagið Sumargjöf